Kosningasjónvarp Stöðvar 2 og Vísis hefst klukkan 21:55 í kvöld eða í þann mund þegar von er á fyrstu tölum héðan og þaðan af landinu. Heimir Már Pétursson og Telma Tómasson verða í aðalhlutverki í sjónvarpssal og rýnir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur í tölurnar með þeim.
Formenn flokkanna mæta í sjónvarpssal og gera upp kosningabaráttuna. Fréttamenn Stöðvar 2 verða úti um hvippinn og hvappinn að fylgjast með fyrstu tölum og viðbrögðum frambjóðenda í beinni útsendingu. Oddvitar flokkanna í Reykjavík kíkja í heimsókn og fara yfir stöðuna.
Útsendingin mun standa fram á nótt og verður í opinni dagskrá eins og gildir um alla sjónvarpsdagskrá á Sýn um helgina. Má minna á úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í því samhengi sem hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:45.
Þá verður fylgst með öllum tölum jafnóðum í Kosningavaktinni á Vísi þar sem tölur verða birtar um leið og þær berast.
Kosningasjónvarp Stöðvar 2 hefst á slaginu 21:55
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
