Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, nær sömuleiðis þremur mönnum inn í bæjarstjórn og Eyjalistinn missir einn mann og endar með tvo.
Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki hreinum meirihluta í Vestmannaeyjum.

Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir kosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey.
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 45,4 prósent atkvæða, Fyrir Heimaey 34,2 prósent og Eyjalistinn 20,3 prósent.
Kjörsókn var áberandi góð í Vestmannaeyjum, rúmlega 83 prósent.
Ný bæjarstjórn lítur svona út:
1 D Hildur Sólveig Sigurðardóttir
2 H Íris Róbertsdóttir
3 D Helga Kristín Kolbeins
4 E Njáll Ragnarsson
5 H Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
6 D Trausti Hjaltason
7 H Elís Jónsson