Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2018 13:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kemur ný inn í borgarstjórn en Viðreisn náði tvemiur fulltrúum inn í fyrstu tilraun. Vísir/Vilhelm Konur munu sitja í 236 sætum sveitarstjórna næstu fjögur árin en karlar í 266 sætum. Þetta er niðurstaðan að loknum kosningum sem lauk í gær. Sveitastjórnarfulltúar eru því 53% karlar og 47% konur. Þetta kemur fram í samantekt Stefán Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 15 af 23 borgarfulltrúum eru konur, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en það svarar til 65,2%. Lengi vel stefndi í að konurnar yrðu sextán í borgarstjórn en miklar sviptingar voru í tölum í nótt.Sjö karlar og tvær konur eru í bæjarstjórn í Mosfellsbæ.Vísir/GvendurStefán skoðar kynjaskiptinguna í nokkrum flokkum. Horfir meðal annars til höfuðborgarsvæðisins þar sem eru sjö sveitarfélög með samtals 77 fulltrúa. „Samkvæmt niðurstöðum kosninganna náðu 40 konur og 37 karlar kjöri. Konur eru í meirihluta í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Kjósarhreppi og karlar í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi,“ segir Stefán. Í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru hlutföll karla og kvenna eins jöfn og unnt er, þ.e. í Kópavogi, Hafnarfirði Garðabæ, Seljarnarnesi og Kjósarhreppi. Tvö skeri sig úr. Áðurnefnd Reykjavík með 65% hlutfall kvenna og Mosfellsbær þar sem hlutfall karla í bæjarstjórn er 77%.Fimmtán konur verða í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin, en átta karlar.Vísir/GvendurKarlar og konur eiga sæti í öllum sveitarstjórnum nema einni að sögn Stefáns. Borgarfjarðarhreppi sem verður stýrt af körlum næstu fjögur ár. „Einn karl situr í sveitarstjórn Ásahrepps líkt og í Helgafellssveit og Skaftárhreppi. Ein kona situr í sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps, líkt og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Tjörnes og Vogum,“ segir Stefán. Samantekt hans vekur lukku á Facebook og hann lýkur henni mðe því að taka saman sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu og þau ellefu stærstu annars staðar á landinu, þ.e. átján sveitarfélög. „Þá liggur landið svona: 18 sveitarfélög - 180 fulltrúar. 91 karl náði kjöri og 89 konur. Nánast hnífjafnt. Nánast.“Samantekt Stefáns Eiríkssonar má sjá hér að neðan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Konur munu sitja í 236 sætum sveitarstjórna næstu fjögur árin en karlar í 266 sætum. Þetta er niðurstaðan að loknum kosningum sem lauk í gær. Sveitastjórnarfulltúar eru því 53% karlar og 47% konur. Þetta kemur fram í samantekt Stefán Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 15 af 23 borgarfulltrúum eru konur, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en það svarar til 65,2%. Lengi vel stefndi í að konurnar yrðu sextán í borgarstjórn en miklar sviptingar voru í tölum í nótt.Sjö karlar og tvær konur eru í bæjarstjórn í Mosfellsbæ.Vísir/GvendurStefán skoðar kynjaskiptinguna í nokkrum flokkum. Horfir meðal annars til höfuðborgarsvæðisins þar sem eru sjö sveitarfélög með samtals 77 fulltrúa. „Samkvæmt niðurstöðum kosninganna náðu 40 konur og 37 karlar kjöri. Konur eru í meirihluta í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Kjósarhreppi og karlar í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi,“ segir Stefán. Í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru hlutföll karla og kvenna eins jöfn og unnt er, þ.e. í Kópavogi, Hafnarfirði Garðabæ, Seljarnarnesi og Kjósarhreppi. Tvö skeri sig úr. Áðurnefnd Reykjavík með 65% hlutfall kvenna og Mosfellsbær þar sem hlutfall karla í bæjarstjórn er 77%.Fimmtán konur verða í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin, en átta karlar.Vísir/GvendurKarlar og konur eiga sæti í öllum sveitarstjórnum nema einni að sögn Stefáns. Borgarfjarðarhreppi sem verður stýrt af körlum næstu fjögur ár. „Einn karl situr í sveitarstjórn Ásahrepps líkt og í Helgafellssveit og Skaftárhreppi. Ein kona situr í sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps, líkt og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Tjörnes og Vogum,“ segir Stefán. Samantekt hans vekur lukku á Facebook og hann lýkur henni mðe því að taka saman sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu og þau ellefu stærstu annars staðar á landinu, þ.e. átján sveitarfélög. „Þá liggur landið svona: 18 sveitarfélög - 180 fulltrúar. 91 karl náði kjöri og 89 konur. Nánast hnífjafnt. Nánast.“Samantekt Stefáns Eiríkssonar má sjá hér að neðan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent