Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2018 13:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kemur ný inn í borgarstjórn en Viðreisn náði tvemiur fulltrúum inn í fyrstu tilraun. Vísir/Vilhelm Konur munu sitja í 236 sætum sveitarstjórna næstu fjögur árin en karlar í 266 sætum. Þetta er niðurstaðan að loknum kosningum sem lauk í gær. Sveitastjórnarfulltúar eru því 53% karlar og 47% konur. Þetta kemur fram í samantekt Stefán Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 15 af 23 borgarfulltrúum eru konur, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en það svarar til 65,2%. Lengi vel stefndi í að konurnar yrðu sextán í borgarstjórn en miklar sviptingar voru í tölum í nótt.Sjö karlar og tvær konur eru í bæjarstjórn í Mosfellsbæ.Vísir/GvendurStefán skoðar kynjaskiptinguna í nokkrum flokkum. Horfir meðal annars til höfuðborgarsvæðisins þar sem eru sjö sveitarfélög með samtals 77 fulltrúa. „Samkvæmt niðurstöðum kosninganna náðu 40 konur og 37 karlar kjöri. Konur eru í meirihluta í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Kjósarhreppi og karlar í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi,“ segir Stefán. Í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru hlutföll karla og kvenna eins jöfn og unnt er, þ.e. í Kópavogi, Hafnarfirði Garðabæ, Seljarnarnesi og Kjósarhreppi. Tvö skeri sig úr. Áðurnefnd Reykjavík með 65% hlutfall kvenna og Mosfellsbær þar sem hlutfall karla í bæjarstjórn er 77%.Fimmtán konur verða í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin, en átta karlar.Vísir/GvendurKarlar og konur eiga sæti í öllum sveitarstjórnum nema einni að sögn Stefáns. Borgarfjarðarhreppi sem verður stýrt af körlum næstu fjögur ár. „Einn karl situr í sveitarstjórn Ásahrepps líkt og í Helgafellssveit og Skaftárhreppi. Ein kona situr í sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps, líkt og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Tjörnes og Vogum,“ segir Stefán. Samantekt hans vekur lukku á Facebook og hann lýkur henni mðe því að taka saman sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu og þau ellefu stærstu annars staðar á landinu, þ.e. átján sveitarfélög. „Þá liggur landið svona: 18 sveitarfélög - 180 fulltrúar. 91 karl náði kjöri og 89 konur. Nánast hnífjafnt. Nánast.“Samantekt Stefáns Eiríkssonar má sjá hér að neðan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Konur munu sitja í 236 sætum sveitarstjórna næstu fjögur árin en karlar í 266 sætum. Þetta er niðurstaðan að loknum kosningum sem lauk í gær. Sveitastjórnarfulltúar eru því 53% karlar og 47% konur. Þetta kemur fram í samantekt Stefán Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 15 af 23 borgarfulltrúum eru konur, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en það svarar til 65,2%. Lengi vel stefndi í að konurnar yrðu sextán í borgarstjórn en miklar sviptingar voru í tölum í nótt.Sjö karlar og tvær konur eru í bæjarstjórn í Mosfellsbæ.Vísir/GvendurStefán skoðar kynjaskiptinguna í nokkrum flokkum. Horfir meðal annars til höfuðborgarsvæðisins þar sem eru sjö sveitarfélög með samtals 77 fulltrúa. „Samkvæmt niðurstöðum kosninganna náðu 40 konur og 37 karlar kjöri. Konur eru í meirihluta í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Kjósarhreppi og karlar í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi,“ segir Stefán. Í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru hlutföll karla og kvenna eins jöfn og unnt er, þ.e. í Kópavogi, Hafnarfirði Garðabæ, Seljarnarnesi og Kjósarhreppi. Tvö skeri sig úr. Áðurnefnd Reykjavík með 65% hlutfall kvenna og Mosfellsbær þar sem hlutfall karla í bæjarstjórn er 77%.Fimmtán konur verða í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin, en átta karlar.Vísir/GvendurKarlar og konur eiga sæti í öllum sveitarstjórnum nema einni að sögn Stefáns. Borgarfjarðarhreppi sem verður stýrt af körlum næstu fjögur ár. „Einn karl situr í sveitarstjórn Ásahrepps líkt og í Helgafellssveit og Skaftárhreppi. Ein kona situr í sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps, líkt og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Tjörnes og Vogum,“ segir Stefán. Samantekt hans vekur lukku á Facebook og hann lýkur henni mðe því að taka saman sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu og þau ellefu stærstu annars staðar á landinu, þ.e. átján sveitarfélög. „Þá liggur landið svona: 18 sveitarfélög - 180 fulltrúar. 91 karl náði kjöri og 89 konur. Nánast hnífjafnt. Nánast.“Samantekt Stefáns Eiríkssonar má sjá hér að neðan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15