„Ég biðst innilegrar afsökunar, til liðsfélaga minni, til ykkar stuðningsmannanna og til starfsfólksins. Ég veit að ég klúðraði þessu með mínum mistökum og brást ykkur öllum,“ segir Karius.
„Ég vildi óska þess að ég gæti farið aftur í tíma, en það er ekki í boði. Það sem gerir þetta enn verra er að okkur leið öllum eins og við gætum unnið Real Madrid og við vorum lengi inni í leiknum.“
Þá lætur Karius í ljós þakklæti til stuðningsmanna Liverpool.
„Kærir þakkir til ykkar ótrúlegu stuðningsmanna sem mættuð til Kiev og stóðuð við bakið á mér, meira að segja eftir leikinn. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut og það hefur sýnt mér enn á ný hversu stór fjölskylda við erum.“
Hann sendir að lokum skýr skilaboð um að hann sé hvergi banginn eftir leik gærdagsins.
„Þakka ykkur fyrir, við komum sterkari til baka.“
Haven’t really slept until now... the scenes are still running through my head again and again... I'm infinitely sorry to my teammates, for you fans, and for all the staff. I know that I messed it up with the two mistakes and let you all down... pic.twitter.com/w9GixPiQDC
— Loris Karius (@LorisKarius) May 27, 2018