Formlegar meirihlutaviðræður í borginni hefjast líklega á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2018 18:33 Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn er í mun þrengri stöðu en Samfylkingin í Reykjavík varðandi möguleika á þátttöku í myndun nýs meirihluta þótt flokkurinn sé ótvíræður sigurvegari kosninganna í gær. Sveitarstjórnarkosningarnar eru að baki og í dag var verið að rífa kjörklefana niður. Kosninganóttin var mjög spennandi í Reykjavík. Allt frá fyrstu tölum var Sjálfstæðisflokkurinn í forystu og um tíma leit út fyrir að hann fengi níu borgarfulltrúa. En þegar upp verður staðið gæti farið svo að flokkurinn hafi unnið orrustuna en tapað stríðinu. Úrslitin í Reykjavík eru þau bestu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í tólf ár eða frá kosningunum árið 2006, fékk 30,8 prósent atkvæða og átta fulltrúa. En það er annar sigurvegari sem mun ráða för við myndun nýs meirihluta í borginni og það er Viðreisn með tvo borgarfulltrúa.Í grundvallaratriðum lítur staðan svona út: Gömlu meirihlutaflokkarnir sem við getum kallað vinstri-miðflokka eru með tíu borgarfulltrúa og hægri-miðflokkarnir með Sjálfstæðisflokkinn í farabroddi eru með tíu en tólf fulltrúa þarf til myndunar meirihluta. Og þá koma tveir mikilvægir borgarfulltrúar Viðreisnar til sögunnar. Flokkurinn getur tryggt báðum blokkum meirihluta í borgarstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ítrekaði eins og borgarfulltrúar flokksins í kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi að málefnin myndu ráða för að hálfu flokksins í meirihlutaviðræðum. „En við munum selja okkur dýrt,” sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í dag að oddvitar flokkanna hefðu í raun eytt meiri tíma saman en með sínu samflokksfólki. Nú er ég að fara að tala við mitt folk. Þannig að við erum öll búin að vera að tala saman. „Við oddvitarnir erum búin að vera meira og minna saman síðan klukkan tíu í gær. Ég er í raun búin að vera meira með oddvitum hinna flokkanna en í raun með mínu eigin fólki. En það eru ekki búin að vera nein „klukka” í gangi ennþá,” sagði Þórdís Lóa skömmu fyrir hádegi í dag. Fræðilega séð mætti stækka meirihlutan vinstra megin í þrettán fulltrúa með þátttöku Sósíalistaflokksins og jafnvel upp í 14 með fulltrúa Flokks fólksins. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar væri ekki mikill áhugi á því hjá Viðreisn, þar sem menn telja kjósendur ekki hafa verið að kalla eftir flokkum lengst til hægri og vinstri. Þá gætu Vinstri græn í ljósi stjórnarsamstarfsins farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en flestir telja að það yrði endanlegt pólitískt sjálfsmorð að hálfu flokksins í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hófust óformlegar þreifingar milli leiðtoga helstu flokka strax á kosninganótt og hafa þær haldið áfram í dag. Hins vegar er ekki reiknað með að formlega meirihlutaviðræður hefjist fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn er í mun þrengri stöðu en Samfylkingin í Reykjavík varðandi möguleika á þátttöku í myndun nýs meirihluta þótt flokkurinn sé ótvíræður sigurvegari kosninganna í gær. Sveitarstjórnarkosningarnar eru að baki og í dag var verið að rífa kjörklefana niður. Kosninganóttin var mjög spennandi í Reykjavík. Allt frá fyrstu tölum var Sjálfstæðisflokkurinn í forystu og um tíma leit út fyrir að hann fengi níu borgarfulltrúa. En þegar upp verður staðið gæti farið svo að flokkurinn hafi unnið orrustuna en tapað stríðinu. Úrslitin í Reykjavík eru þau bestu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í tólf ár eða frá kosningunum árið 2006, fékk 30,8 prósent atkvæða og átta fulltrúa. En það er annar sigurvegari sem mun ráða för við myndun nýs meirihluta í borginni og það er Viðreisn með tvo borgarfulltrúa.Í grundvallaratriðum lítur staðan svona út: Gömlu meirihlutaflokkarnir sem við getum kallað vinstri-miðflokka eru með tíu borgarfulltrúa og hægri-miðflokkarnir með Sjálfstæðisflokkinn í farabroddi eru með tíu en tólf fulltrúa þarf til myndunar meirihluta. Og þá koma tveir mikilvægir borgarfulltrúar Viðreisnar til sögunnar. Flokkurinn getur tryggt báðum blokkum meirihluta í borgarstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ítrekaði eins og borgarfulltrúar flokksins í kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi að málefnin myndu ráða för að hálfu flokksins í meirihlutaviðræðum. „En við munum selja okkur dýrt,” sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í dag að oddvitar flokkanna hefðu í raun eytt meiri tíma saman en með sínu samflokksfólki. Nú er ég að fara að tala við mitt folk. Þannig að við erum öll búin að vera að tala saman. „Við oddvitarnir erum búin að vera meira og minna saman síðan klukkan tíu í gær. Ég er í raun búin að vera meira með oddvitum hinna flokkanna en í raun með mínu eigin fólki. En það eru ekki búin að vera nein „klukka” í gangi ennþá,” sagði Þórdís Lóa skömmu fyrir hádegi í dag. Fræðilega séð mætti stækka meirihlutan vinstra megin í þrettán fulltrúa með þátttöku Sósíalistaflokksins og jafnvel upp í 14 með fulltrúa Flokks fólksins. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar væri ekki mikill áhugi á því hjá Viðreisn, þar sem menn telja kjósendur ekki hafa verið að kalla eftir flokkum lengst til hægri og vinstri. Þá gætu Vinstri græn í ljósi stjórnarsamstarfsins farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en flestir telja að það yrði endanlegt pólitískt sjálfsmorð að hálfu flokksins í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hófust óformlegar þreifingar milli leiðtoga helstu flokka strax á kosninganótt og hafa þær haldið áfram í dag. Hins vegar er ekki reiknað með að formlega meirihlutaviðræður hefjist fyrr en í fyrsta lagi á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44
Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07