„Ég man eftir fyrstu ferðinni sem við fórum, við Hulda, þá vorum við með 30 manns í fimm daga ferð. Ég horfi yfir hópinn og segi: Hvað erum við búin að koma okkur í?“ segir Gestur Hansson, annar eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Top Mountaineering á Siglufirði. Gestur og eiginkona hans, Hulda Jakobína Friðgeirsdóttir, tóku á móti blaðamanni Vísis á heimili þeirra á Siglufirði á dögunum. Fjörðurinn tók ekkert allt of vel á móti aðkomufólki þennan tiltekna dag enda ausandi rigning og fáir á ferli. Það sama verður ekki sagt um Gest og Huldu sem björguðu blaðamanni inn úr rigningunni og buðu upp á rjúkandi heitt kaffi og möffins og samtal um Siglufjörð, ánægjuna sem fylgir því að þjónusta ferðamenn og þann vanda sem steðjar að ferðaþjónustunni. „Þetta er falinn fjársjóður,“ segir Gestur um Tröllaskaga sem er vettvangur þeirra ferða sem Gestur og Hulda bjóða upp á. Þau hafa lengi boðið upp á ýmsar ferðir en árið 2014 opnuðu þau heimasíðu þar sem boðið var upp á gönguferðir með leiðsögn um fjöllin umhverfis Siglufjörð. Á síðasta ári tóku þau svo stóra stökkið og stofnuðu ferðaþjónustufyrirtækið Top Mountaineering formlega. Gönguferðir og kajakferðir eru í aðalhlutverki hjá Gesti og Huldu. Kajakferðirnar hjá hjónunum eru vinsælar.Mynd/Gestur og Hulda„70 til 80 prósent af þeim sem koma til okkar eru útlendingar. Það er voða gaman að fá þetta fólk hingað. Þeim finnst æðislegt að upplifa koma hingað í kyrrðina og friðinn og lognið,“ segir Hulda. Ferðamennirnir koma alls staðar að en þau eiga meðal annars von á skólakrökkum frá Tælandi á næstunni. „Það var alltaf að aukast eftirspurnin, sérstaklega frá erlendum ferðaskrifstofum,“ segir Gestur sem bætir við að líkt og annars staðar á Íslandi sé ferðamannatímabilið alltaf að lengjast. Áður komu ferðamenn helst bara til Siglufjarðar yfir hásumarið en núna sjáist þeir allan ársins hring. En þetta var ekki alltaf svona. „Þegar ég er átta ára, árið 1968, þá er síldin að hverfa. Þá eru allar síldarbryggjurnar, plönin og allt það dæmi skilið eftir sem bara draugabær. Þetta var bara draugabær. Þeir sem áttu peningana flúðu bara. Þeir sem að tórðu þeir þurftu að lenda í því að hreinsa þetta allt upp og ganga frá,“ segir Gestur, svona hafi ástandið verið á Siglufirði í mörg ár.En hvað breyttist? „Þegar göngin koma breytist allt. Vegakerfið var alltaf þröskuldurinn,“ segir Gestur. „Göngin hafa opnað allt svæðið. Fólk getur farið mun víðar og verið eitt með sjálfum sér.“ Hið nýja síldarævintýri Samfara opnun Héðinsfjarðarganganna árið 2010 hefur mikil uppbygging átt sér stað á Siglufirði. Fjöldi veitingastaða er í bænum, nýtt hótel opnaði fyrir þremur árum auk þess sem að athafnamaðurinn og heimamaðurinn Róbert Guðfinnsson hefur fjárfest í fyrirtækjum sem laðað hafa ungt fólk, heimafólk, aftur í bæinn. Siglufjörður hefur það einnig með sér að þar drýpur sagan af hverju strái enda saga Siglufjarðar samofin sögu Íslands á 20. öldinni sem miðstöð síldarævintýrisins á Íslandi.En þrátt fyrir að það sé langt síðan síldin vó jafnþungt í efnahagsreikningi þjóðarinnar og á árum áður hefur nýtt síldarævintýri litið dagsins ljós á Íslandi. Ferðamennirnir. Sá mikli fjöldi ferðamanna sem hingað hefur komið á undanförnum árum hefur fært Íslendingum töluverða velsæld, atvinnu og miklar skatttekjur eftir mögur ár í kjölfar hrunsins.Gestur og Hulda eru á meðal fjölmargra Íslendinga sem skapað hafa sér atvinnu með því að leiðbeina ferðamönnum um landið. Það skín þó í gegn í samræðum blaðamanns við hjónakornin að drifkrafturinn í starfi þeirra er ekki hagnaðarvonin. Og þau hafa eitt og annað að segja um stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi. Áður en göngin komu fór varla nokkur maður í HéðinsfjörðVísir/Pjetur „Þetta gengur fínt hjá okkur. Við gerum þetta eftir efni og aðstæðum. Við keyptum fimm kajaka í fyrra og bættum við þrem þannig að nú erum við komin með átta. Svo bætti maður við sex þannig að maður er ekki að fara á límingunum ef maður missir af einhverjum ferðamönnum. Maður þarf ekki að vakna stressaður yfir bankanum. Það held ég að sé mjög gott að geta gert það svoleiðis. Það tekur kannski aðeins lengra tími og maður byggir þetta ekki eins hratt upp,“ segir Gestur.Ánægjan vegur þyngst Top Mountaineering er fjölskyldufyrirtæki og ekki stórt í sniðum. Til að mynda eru þau ekki með bókunarkerfi og þurfa þeir sem vilja bóka ferðir hjá Gesti og Huldu þurfa bara að gjöra svo vel og setja sig í samband við þau. Þannig tekst þeim að halda þessu persónulegra og þau virðast leggja mikið upp úr því að veita persónulega þjónustu. Tekur Hulda dæmi af bandarískri fjölskyldu sem var hjá þeim um síðustu jól. Veðrið var slæmt og því lítið hægt að gera. Vildu þau þó reyna að gera eitthvað fyrir hópinn og fór Gestur með þau í snjóþungan Héðinsfjörðinn með kakó og smákökur. „Ég þurfti bara að forða mér þegar ég henti fyrstu snjókúlunni. Það var ótrúlegt og svo gaman. Þau þorðu varla að koma við þetta fyrst, voru hálf hrædd við þetta. Það sem við teljum svo sjálfsagt, við sjáum það ekki, norðurljós eða snjókoma eða eitthvað. Þetta er kannski það sem fólk er að leita eftir,“ segir Gestur. „Það er svo gaman þegar maður er að fara með fólk út á kajaka. Þessi nánd við náttúruna, sjá selina, fuglana og ungana og kyrrðina. Þeir bara elska þetta. Svona smáhlutir sem við pælum ekkert í,“ segir Hulda. „Við stílum inn á þetta. Að ná náttúrunni en ekki einhvern massatúrisma. Taka þetta rólega og geta spjallað og sest niður og horft á náttúruna og notið hennar,“ segir Gestur. „Maður fær það tvöfalt til baka, hvernig þau eru við mann. Maður finnur bara hvað þau eru þakklát og ánægð,“ segir Hulda. Snjórinn getur verið mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.Mynd/Gestur og HuldaEkki uppselt fyrir norðan Fyrst talið berst að hugtakinu massatúrisma er ekki úr vegi að spyrja Huldu og Gest hvað þeim finnist um stöðu mála í ferðaþjónustunni. Sitt sýnist hverjum um hvort að hugtakið massatúrismi eigi við á Íslandi. Engu að síður kemur mikill fjöldi ferðamanna til Íslands ár hvert en samkvæmt talningu Ferðamálastofu komu 2,2 milljónir ferðamanna til Íslands á síðasta ári.Í nýrri skýrslu ferðamálaráðherra kemur meðal annars fram að fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi hafi farið langt fram úr meðalvexti á heimsvísu undanfarin ár. Þessi mikli fjöldi þýðir aukið álag á innviði landsins og sambúð innfæddra og erlendra ferðamanna hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig eins og mýmörg dæmi eru um. Þá eru einnig vísbendingar um að ferðamenn sem hingað koma séu í auknum mæli ósáttir við fjölda ferðamanna hér á landi. Algeng sjón í miðborg Reykjavíkur.Vísir/ErnirEn er Ísland uppselt? „Það er kannski fullt fyrir sunnan en ekki hér,“ segir Hulda. „Við erum bara ekki að dreifa þessu rétt. Það þarf að dreifa málningunni, það er ekki nóg að mála bara Suðurlandið,“ segir Gestur. Meirihluti ferðamanna sem hingað kemur í gegnum Keflavíkurflugvöll og fer þaðan um landið, oftar en ekki á Suðurlandsundirlendið þar sem mikið álag er á lögreglu og vegakerfinu vegna mikils fjölda ferðamanna sem þangað sækja. Ferðamálafrömuðurinn Doug Lansky sem var á Íslandi á dögunum vakti einmitt athygli á þessu. Sagði hann að eiginlega væri ekki rétt að tala um að hér væru of margir ferðamenn, það væri bara ekki jafnvægi í ferðamennskunni þar sem svo margir færu bara um Suðvesturhornið. Það helgaðist af því að velflestir ferðamenn koma til Íslands um sama flugvöllinn. Jafnvel þótt að hluti þeirra færi einnig norður yfir heiðar eða á Vestfirði færu þessir ferðamenn alltaf líka á alla staðina á Suðvesturhorninu. Reynt hefur verið að dreifa ferðamönnum betur um landið og hefur það verið mikið keppikefli fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi að fá beint flug til Akureyrar. Það varð að veruleika í vetur, þrátt fyrir að það hafi gengið brösuglega, en vonir standa til að betur takist til þegar aftur verður reynt næsta vetur. Aðspurð að því hvort að mikilvægt sé að efla beint flug til Akureyrar svara Hulda og Gestur játandi í kór. Og þau segjast finna það á þeim sem koma til þeirra að ferðamennirnir séu margir hverjir ánægðari með dvölina í fámenninu á Norðurlandi en í fjölmenninu á Suðurlandi. Töluverð uppbygging hefur átt sér stað á Siglufirði undanfarin ár.Vísir/Stefán„Manni finnst vera komin svolítil þreyta í þetta. Það er eitthvað sem er að gerast. Ég hitti konu í fyrra sem sagði þegar hún kom hingað norður að við værum fyrstu almennilegu Íslendingarnir sem hún hittir,“ segir Gestur sem er hræddur um að ef Íslendingum takist ekki betur að dreifa álaginu fari mögulega illa fyrir ferðaþjónustunni, líkt og með síldina hér á árum áður. „Við þurfum að gera þetta vel svo við fáum ekki á okkur stimpil. Við vitum af þessu fyrir sunnan þar sem er massatúrismi. Maður sér Skógafoss, Gullfoss og Geysi. Þetta er ekki orðið nein upplifun, þetta er bara drullumall,“ segir Gestur. Að sama skapi þurfi Íslendingar að girða sig í brók gagnvart ferðamönnum. Ekki sé hægt að borða kökuna og geyma hana á sama tíma. „Það er ekki hægt að moka þessu liði hingað inn og svo bara segjum við bless og á sama tíma erum við hundfúl yfir fólki sem er að stoppa á vegunum að taka myndir. Við gröfum alveg eins djúpt í vasann og hægt er. Það er það versta þegar fólk kemur hingað, þá er búið að grafa svo mikið hjá þeim að þau eiga lítið eftir,“ segir Gestur. Gestur og Hulda líta björtum augum á framtíðina.Vísir/Gestur og Hulda.Bjartsýn á framtíðina En þrátt fyrir að ágætlega gangi hjá Gesti og Huldu finna þau einnig fyrir sömu þrengingum og margir í ferðaþjónustunni um þessar mundir. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. Þetta rímar við upplifun Gests og Huldu. „Það eru afbókanir hjá okkur. Við sleppum ekkert frekar en aðrir,“ segir Gestur sem segir að þær séu helst frá erlendum ferðaskrifstofum sem séu í samvinnu með þeim og skrifstofunum hafi þá ekki tekist að fylla í ferðirnar. „Eflaust er það líka út af genginu. Þetta eru dýrar ferðir sem fólk er að taka. Þetta er að skila sér þannig. Svo þarf fólk bara að passa sig á þessari verðlagningu. Þetta er bara bull, margt af þessu. Það er verið að selja lopapeysu upp á 40 þúsund kall. Það var ein af þeim sem var hjá okkur sem keypti lopapeysu og húfu á 48 þúsund. Þetta smitar út frá sér og fólk segir það, það er bara rúið,“ segir Gestur. Gestur og Hulda stefna þó ótrauð á það láta fyrirtæki sitt vaxa og dafna og bjartsýnin ríki á heimili þeiira. Ástæðan er einföld. Leikvöllurinn, Tröllaskaginn, býður upp á svo margt. „Þessi fjörður okkar hérna og þetta fallega umhverfi. Ef að það er haldið rétt á spilunum og við gerum þetta vel þá býður þetta upp á mjög spennandi framtíð,“ segja þau að lokum við blaðamann áður en þau sleppa honum út í rigninguna. Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Viðtal Tengdar fréttir Vilja opna flugvöllinn á Siglufirði í sumar Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð athuga nú þann möguleika að opna flugvöllinn á Siglufirði á ný en hann hefur verið lokaður um árabil. Bæjarstjórinn segir hægt að nota völlinn undir sjúkraflug og einnig til að flytja ferðamenn á svæðið. 23. maí 2018 18:45 Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Íbúum í Fjallabyggð gæti fjölgað um tíu prósent á næstu árum Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að íbúum sveitarfélagsins gæti fjölgað um allt að tíu prósent á næstu árum meðal annars út af aukinni fjárfestingu í ferðaþjónustu. 21. maí 2018 18:58 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent
„Ég man eftir fyrstu ferðinni sem við fórum, við Hulda, þá vorum við með 30 manns í fimm daga ferð. Ég horfi yfir hópinn og segi: Hvað erum við búin að koma okkur í?“ segir Gestur Hansson, annar eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Top Mountaineering á Siglufirði. Gestur og eiginkona hans, Hulda Jakobína Friðgeirsdóttir, tóku á móti blaðamanni Vísis á heimili þeirra á Siglufirði á dögunum. Fjörðurinn tók ekkert allt of vel á móti aðkomufólki þennan tiltekna dag enda ausandi rigning og fáir á ferli. Það sama verður ekki sagt um Gest og Huldu sem björguðu blaðamanni inn úr rigningunni og buðu upp á rjúkandi heitt kaffi og möffins og samtal um Siglufjörð, ánægjuna sem fylgir því að þjónusta ferðamenn og þann vanda sem steðjar að ferðaþjónustunni. „Þetta er falinn fjársjóður,“ segir Gestur um Tröllaskaga sem er vettvangur þeirra ferða sem Gestur og Hulda bjóða upp á. Þau hafa lengi boðið upp á ýmsar ferðir en árið 2014 opnuðu þau heimasíðu þar sem boðið var upp á gönguferðir með leiðsögn um fjöllin umhverfis Siglufjörð. Á síðasta ári tóku þau svo stóra stökkið og stofnuðu ferðaþjónustufyrirtækið Top Mountaineering formlega. Gönguferðir og kajakferðir eru í aðalhlutverki hjá Gesti og Huldu. Kajakferðirnar hjá hjónunum eru vinsælar.Mynd/Gestur og Hulda„70 til 80 prósent af þeim sem koma til okkar eru útlendingar. Það er voða gaman að fá þetta fólk hingað. Þeim finnst æðislegt að upplifa koma hingað í kyrrðina og friðinn og lognið,“ segir Hulda. Ferðamennirnir koma alls staðar að en þau eiga meðal annars von á skólakrökkum frá Tælandi á næstunni. „Það var alltaf að aukast eftirspurnin, sérstaklega frá erlendum ferðaskrifstofum,“ segir Gestur sem bætir við að líkt og annars staðar á Íslandi sé ferðamannatímabilið alltaf að lengjast. Áður komu ferðamenn helst bara til Siglufjarðar yfir hásumarið en núna sjáist þeir allan ársins hring. En þetta var ekki alltaf svona. „Þegar ég er átta ára, árið 1968, þá er síldin að hverfa. Þá eru allar síldarbryggjurnar, plönin og allt það dæmi skilið eftir sem bara draugabær. Þetta var bara draugabær. Þeir sem áttu peningana flúðu bara. Þeir sem að tórðu þeir þurftu að lenda í því að hreinsa þetta allt upp og ganga frá,“ segir Gestur, svona hafi ástandið verið á Siglufirði í mörg ár.En hvað breyttist? „Þegar göngin koma breytist allt. Vegakerfið var alltaf þröskuldurinn,“ segir Gestur. „Göngin hafa opnað allt svæðið. Fólk getur farið mun víðar og verið eitt með sjálfum sér.“ Hið nýja síldarævintýri Samfara opnun Héðinsfjarðarganganna árið 2010 hefur mikil uppbygging átt sér stað á Siglufirði. Fjöldi veitingastaða er í bænum, nýtt hótel opnaði fyrir þremur árum auk þess sem að athafnamaðurinn og heimamaðurinn Róbert Guðfinnsson hefur fjárfest í fyrirtækjum sem laðað hafa ungt fólk, heimafólk, aftur í bæinn. Siglufjörður hefur það einnig með sér að þar drýpur sagan af hverju strái enda saga Siglufjarðar samofin sögu Íslands á 20. öldinni sem miðstöð síldarævintýrisins á Íslandi.En þrátt fyrir að það sé langt síðan síldin vó jafnþungt í efnahagsreikningi þjóðarinnar og á árum áður hefur nýtt síldarævintýri litið dagsins ljós á Íslandi. Ferðamennirnir. Sá mikli fjöldi ferðamanna sem hingað hefur komið á undanförnum árum hefur fært Íslendingum töluverða velsæld, atvinnu og miklar skatttekjur eftir mögur ár í kjölfar hrunsins.Gestur og Hulda eru á meðal fjölmargra Íslendinga sem skapað hafa sér atvinnu með því að leiðbeina ferðamönnum um landið. Það skín þó í gegn í samræðum blaðamanns við hjónakornin að drifkrafturinn í starfi þeirra er ekki hagnaðarvonin. Og þau hafa eitt og annað að segja um stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi. Áður en göngin komu fór varla nokkur maður í HéðinsfjörðVísir/Pjetur „Þetta gengur fínt hjá okkur. Við gerum þetta eftir efni og aðstæðum. Við keyptum fimm kajaka í fyrra og bættum við þrem þannig að nú erum við komin með átta. Svo bætti maður við sex þannig að maður er ekki að fara á límingunum ef maður missir af einhverjum ferðamönnum. Maður þarf ekki að vakna stressaður yfir bankanum. Það held ég að sé mjög gott að geta gert það svoleiðis. Það tekur kannski aðeins lengra tími og maður byggir þetta ekki eins hratt upp,“ segir Gestur.Ánægjan vegur þyngst Top Mountaineering er fjölskyldufyrirtæki og ekki stórt í sniðum. Til að mynda eru þau ekki með bókunarkerfi og þurfa þeir sem vilja bóka ferðir hjá Gesti og Huldu þurfa bara að gjöra svo vel og setja sig í samband við þau. Þannig tekst þeim að halda þessu persónulegra og þau virðast leggja mikið upp úr því að veita persónulega þjónustu. Tekur Hulda dæmi af bandarískri fjölskyldu sem var hjá þeim um síðustu jól. Veðrið var slæmt og því lítið hægt að gera. Vildu þau þó reyna að gera eitthvað fyrir hópinn og fór Gestur með þau í snjóþungan Héðinsfjörðinn með kakó og smákökur. „Ég þurfti bara að forða mér þegar ég henti fyrstu snjókúlunni. Það var ótrúlegt og svo gaman. Þau þorðu varla að koma við þetta fyrst, voru hálf hrædd við þetta. Það sem við teljum svo sjálfsagt, við sjáum það ekki, norðurljós eða snjókoma eða eitthvað. Þetta er kannski það sem fólk er að leita eftir,“ segir Gestur. „Það er svo gaman þegar maður er að fara með fólk út á kajaka. Þessi nánd við náttúruna, sjá selina, fuglana og ungana og kyrrðina. Þeir bara elska þetta. Svona smáhlutir sem við pælum ekkert í,“ segir Hulda. „Við stílum inn á þetta. Að ná náttúrunni en ekki einhvern massatúrisma. Taka þetta rólega og geta spjallað og sest niður og horft á náttúruna og notið hennar,“ segir Gestur. „Maður fær það tvöfalt til baka, hvernig þau eru við mann. Maður finnur bara hvað þau eru þakklát og ánægð,“ segir Hulda. Snjórinn getur verið mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.Mynd/Gestur og HuldaEkki uppselt fyrir norðan Fyrst talið berst að hugtakinu massatúrisma er ekki úr vegi að spyrja Huldu og Gest hvað þeim finnist um stöðu mála í ferðaþjónustunni. Sitt sýnist hverjum um hvort að hugtakið massatúrismi eigi við á Íslandi. Engu að síður kemur mikill fjöldi ferðamanna til Íslands ár hvert en samkvæmt talningu Ferðamálastofu komu 2,2 milljónir ferðamanna til Íslands á síðasta ári.Í nýrri skýrslu ferðamálaráðherra kemur meðal annars fram að fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi hafi farið langt fram úr meðalvexti á heimsvísu undanfarin ár. Þessi mikli fjöldi þýðir aukið álag á innviði landsins og sambúð innfæddra og erlendra ferðamanna hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig eins og mýmörg dæmi eru um. Þá eru einnig vísbendingar um að ferðamenn sem hingað koma séu í auknum mæli ósáttir við fjölda ferðamanna hér á landi. Algeng sjón í miðborg Reykjavíkur.Vísir/ErnirEn er Ísland uppselt? „Það er kannski fullt fyrir sunnan en ekki hér,“ segir Hulda. „Við erum bara ekki að dreifa þessu rétt. Það þarf að dreifa málningunni, það er ekki nóg að mála bara Suðurlandið,“ segir Gestur. Meirihluti ferðamanna sem hingað kemur í gegnum Keflavíkurflugvöll og fer þaðan um landið, oftar en ekki á Suðurlandsundirlendið þar sem mikið álag er á lögreglu og vegakerfinu vegna mikils fjölda ferðamanna sem þangað sækja. Ferðamálafrömuðurinn Doug Lansky sem var á Íslandi á dögunum vakti einmitt athygli á þessu. Sagði hann að eiginlega væri ekki rétt að tala um að hér væru of margir ferðamenn, það væri bara ekki jafnvægi í ferðamennskunni þar sem svo margir færu bara um Suðvesturhornið. Það helgaðist af því að velflestir ferðamenn koma til Íslands um sama flugvöllinn. Jafnvel þótt að hluti þeirra færi einnig norður yfir heiðar eða á Vestfirði færu þessir ferðamenn alltaf líka á alla staðina á Suðvesturhorninu. Reynt hefur verið að dreifa ferðamönnum betur um landið og hefur það verið mikið keppikefli fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi að fá beint flug til Akureyrar. Það varð að veruleika í vetur, þrátt fyrir að það hafi gengið brösuglega, en vonir standa til að betur takist til þegar aftur verður reynt næsta vetur. Aðspurð að því hvort að mikilvægt sé að efla beint flug til Akureyrar svara Hulda og Gestur játandi í kór. Og þau segjast finna það á þeim sem koma til þeirra að ferðamennirnir séu margir hverjir ánægðari með dvölina í fámenninu á Norðurlandi en í fjölmenninu á Suðurlandi. Töluverð uppbygging hefur átt sér stað á Siglufirði undanfarin ár.Vísir/Stefán„Manni finnst vera komin svolítil þreyta í þetta. Það er eitthvað sem er að gerast. Ég hitti konu í fyrra sem sagði þegar hún kom hingað norður að við værum fyrstu almennilegu Íslendingarnir sem hún hittir,“ segir Gestur sem er hræddur um að ef Íslendingum takist ekki betur að dreifa álaginu fari mögulega illa fyrir ferðaþjónustunni, líkt og með síldina hér á árum áður. „Við þurfum að gera þetta vel svo við fáum ekki á okkur stimpil. Við vitum af þessu fyrir sunnan þar sem er massatúrismi. Maður sér Skógafoss, Gullfoss og Geysi. Þetta er ekki orðið nein upplifun, þetta er bara drullumall,“ segir Gestur. Að sama skapi þurfi Íslendingar að girða sig í brók gagnvart ferðamönnum. Ekki sé hægt að borða kökuna og geyma hana á sama tíma. „Það er ekki hægt að moka þessu liði hingað inn og svo bara segjum við bless og á sama tíma erum við hundfúl yfir fólki sem er að stoppa á vegunum að taka myndir. Við gröfum alveg eins djúpt í vasann og hægt er. Það er það versta þegar fólk kemur hingað, þá er búið að grafa svo mikið hjá þeim að þau eiga lítið eftir,“ segir Gestur. Gestur og Hulda líta björtum augum á framtíðina.Vísir/Gestur og Hulda.Bjartsýn á framtíðina En þrátt fyrir að ágætlega gangi hjá Gesti og Huldu finna þau einnig fyrir sömu þrengingum og margir í ferðaþjónustunni um þessar mundir. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. Þetta rímar við upplifun Gests og Huldu. „Það eru afbókanir hjá okkur. Við sleppum ekkert frekar en aðrir,“ segir Gestur sem segir að þær séu helst frá erlendum ferðaskrifstofum sem séu í samvinnu með þeim og skrifstofunum hafi þá ekki tekist að fylla í ferðirnar. „Eflaust er það líka út af genginu. Þetta eru dýrar ferðir sem fólk er að taka. Þetta er að skila sér þannig. Svo þarf fólk bara að passa sig á þessari verðlagningu. Þetta er bara bull, margt af þessu. Það er verið að selja lopapeysu upp á 40 þúsund kall. Það var ein af þeim sem var hjá okkur sem keypti lopapeysu og húfu á 48 þúsund. Þetta smitar út frá sér og fólk segir það, það er bara rúið,“ segir Gestur. Gestur og Hulda stefna þó ótrauð á það láta fyrirtæki sitt vaxa og dafna og bjartsýnin ríki á heimili þeiira. Ástæðan er einföld. Leikvöllurinn, Tröllaskaginn, býður upp á svo margt. „Þessi fjörður okkar hérna og þetta fallega umhverfi. Ef að það er haldið rétt á spilunum og við gerum þetta vel þá býður þetta upp á mjög spennandi framtíð,“ segja þau að lokum við blaðamann áður en þau sleppa honum út í rigninguna.
Vilja opna flugvöllinn á Siglufirði í sumar Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð athuga nú þann möguleika að opna flugvöllinn á Siglufirði á ný en hann hefur verið lokaður um árabil. Bæjarstjórinn segir hægt að nota völlinn undir sjúkraflug og einnig til að flytja ferðamenn á svæðið. 23. maí 2018 18:45
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00
Íbúum í Fjallabyggð gæti fjölgað um tíu prósent á næstu árum Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að íbúum sveitarfélagsins gæti fjölgað um allt að tíu prósent á næstu árum meðal annars út af aukinni fjárfestingu í ferðaþjónustu. 21. maí 2018 18:58