Tuttugu stiga hiti í vikunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2018 06:47 Svona verður um að litast á landinu í hádeginu í dag. Veðurstofan Sólardýrkendur þurfa ekki að örvænta þó veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska síðkastið. Dálítill hæðarhryggur nálgast nú óðfluga og mun hann ráða veðrinu á landinu í dag. Það þýðir að vindinn lægir og það styttir upp. Síðdegis verður fremur hæg breytileg átt og bjart á köflum. „Með öðrum orðum: á einhverjum tímapunkti ættu allir landsmenn að sjá til sólar í dag,“ eins og veðurfræðingur orðar það á vef Veðurstofunnar. Hitinn verður á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast austast. Lægð á Grænlandshafi í samvinnu við hæð austur af landi mun síðan orsaka suðaustanátt á landinu á morgun. Vindur verður „óþarflega stífur“ vestanlands og gætu orðið nokkuð snarpar vindhviður við fjöll á Faxaflóasvæðinu og á Snæfellsnesi og varasamt að vera á ferðinni með létta aftanívagna. Lægð morgundagsins mun þó ekki ná að senda úrkomusvæði sitt almennilega inn á land og því mun væntanlega aðeins rigna að ráði með suðvestur- og vesturströndinni. Á Norður- og Austurlandi verður bjart í sunnanáttinni á morgun og einnig hlýtt, mögulega rofnar 20 stiga múrinn. Gerist það ekki á morgun, er líkegt að það náist á miðvikudaginn, því þá verður áfram hlýtt um landið norðaustanvert.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Suðaustan 10-15 m/s suðvestan- og vestanlands, skýjað og rigning við ströndina. Suðaustan 5-10 annars staðar og yfirleitt léttskýjað. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi. Á miðvikudag:Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig. Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 15 stig. Á föstudag:Vestlæg eða breytileg átt og rigning eða súld um tíma í flestum landshlutum. Kólnar heldur í bili. Á laugardag og sunnudag (sjómannadagurinn):Útlit fyrir áframhaldandi vestlæga átt. Skýjað og sums staðar þokuloft suðvestan- og vestanlands, en bjart með köflum annars staðar. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á austanverðu landinu. Veður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Sjá meira
Sólardýrkendur þurfa ekki að örvænta þó veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska síðkastið. Dálítill hæðarhryggur nálgast nú óðfluga og mun hann ráða veðrinu á landinu í dag. Það þýðir að vindinn lægir og það styttir upp. Síðdegis verður fremur hæg breytileg átt og bjart á köflum. „Með öðrum orðum: á einhverjum tímapunkti ættu allir landsmenn að sjá til sólar í dag,“ eins og veðurfræðingur orðar það á vef Veðurstofunnar. Hitinn verður á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast austast. Lægð á Grænlandshafi í samvinnu við hæð austur af landi mun síðan orsaka suðaustanátt á landinu á morgun. Vindur verður „óþarflega stífur“ vestanlands og gætu orðið nokkuð snarpar vindhviður við fjöll á Faxaflóasvæðinu og á Snæfellsnesi og varasamt að vera á ferðinni með létta aftanívagna. Lægð morgundagsins mun þó ekki ná að senda úrkomusvæði sitt almennilega inn á land og því mun væntanlega aðeins rigna að ráði með suðvestur- og vesturströndinni. Á Norður- og Austurlandi verður bjart í sunnanáttinni á morgun og einnig hlýtt, mögulega rofnar 20 stiga múrinn. Gerist það ekki á morgun, er líkegt að það náist á miðvikudaginn, því þá verður áfram hlýtt um landið norðaustanvert.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Suðaustan 10-15 m/s suðvestan- og vestanlands, skýjað og rigning við ströndina. Suðaustan 5-10 annars staðar og yfirleitt léttskýjað. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi. Á miðvikudag:Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig. Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 15 stig. Á föstudag:Vestlæg eða breytileg átt og rigning eða súld um tíma í flestum landshlutum. Kólnar heldur í bili. Á laugardag og sunnudag (sjómannadagurinn):Útlit fyrir áframhaldandi vestlæga átt. Skýjað og sums staðar þokuloft suðvestan- og vestanlands, en bjart með köflum annars staðar. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á austanverðu landinu.
Veður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Sjá meira