Dúx Tækniskólans með 9,92 í meðaleinkunn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2018 09:59 F.v. Jón B. Stefánsson (skólameistari), Björk Marie Villacorta (semidúx), Erla Þórðardóttir (dúx) og Guðrún Randalín Lárusdóttir (aðstoðarskólameistari). Erla Þórðardóttir er dúx Tækniskólans á vorönn með meðaleinkunnina 9,92. Fjölmennt var við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á föstudaginn 25. maí á tíunda starfsári skólans. Alls brautskráði skólinn 437 nemendur bæði af framhaldsskólastigi og fagháskólastigi sem er nám á fjórða stigi. Í annað sinn voru brautskráðir nemendur úr vefþróunarnámi frá Vefskólanum og stór hópur frá Margmiðlunarskólanum var einnig mættur til útskriftar. Stærsti hópurinn sem brautskráðist var úr Meistaraskólanum en þeir nemendur koma til náms í skólann að loknu iðnnámi. Frá Flugskóla Íslands voru brautskráðir 37 atvinnuflugmenn og Stúdíó Sýrland er í samstarfi við Tækniskólann um nám í kvikmyndatækni og voru 11 nemendur brautskráðir úr kvikmyndatækninámi. Brautskráð var frá neðangreindum skólum/deildum Tækniskólans: Byggingatækniskólinn(49), Handverksskólinn, hár, gull og föt(24), Raftækniskólinn(49), Skipstjórnarskólinn(29), Tæknimenntaskólinn(37), Upplýsingatækniskólinn(40), Véltækniskólinn(42). Flugskóli Íslands (37), Kvikmyndatækni (11), Margmiðlunarskólinn (21), Meistaraskólinn (84), Vefskólinn (14). Erla Þórðardóttir er dúx skólans með 9,92 í meðaleinkunn. Hún útskrifast úr tækniteiknun frá Byggingatækniskólanum. Erla á góð tengsl við skólann en móðir hennar Guðný Lára Petersen er vélstjóri og kennari sem hefur kennt rafiðngreinar í Tækniskólanum til margra ára. Semidúx skólans er Björk Marie Villacorta sem útskrifaðist úr grafískri miðlun frá Upplýsingatækniskólanum með meðaleinkunnina 9,84. Síðasta útskrift undir stjórn Jóns Jón B. Stefánsson mun láta af störfum sem skólameistari og snúa sér að öðrum störfum fyrir skólann í lok yfirstandandi annar. Hann hefur verið skólameistari í 15 ár, fyrst hjá Fjöltækniskólanum og svo Tækniskólanum þegar hann varð til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008. Í hátíðarræðu sinni fjallaði Jón um mikilvægi þess að Tækniskólinn komist undir eitt þak og er stefnan sett á nýtt húsnæði í náinni framtíð. Húsnæði þar sem allar greinar skólans fá að njóta sín og vaxa við bestu aðstæður. Framvegis verða tvær konur í brúnni Framundan eru breytingar í stjórnendateymi skólans og í fyrsta sinn er kona í stöðu skólameistara skólans en stofnunin byggir á langri sögur eldri skóla þar sem karlar hafa ráðið ríkjum. Skólameistari verður Hildur Ingvarsdóttir verkfræðingur og tekur hún formlega til starfa 1. júní n.k. Undanfarin ár hefur hún starfað sem forstöðumaður hjá Veitum. Þar hefur hún tekið ríkan þátt í að efla vinnustaðanám fyrirtækisins auk þess að vinna ötullega að því að efla áhuga unglinga á iðn- og tæknigreinum. Hildur sat í stjórn Tækniskólans frá 2014-2016 sem fulltrúi Samorku og þekkir því til skólans. Áður starfaði Hildur hjá Almennu verkfræðistofunni og sem kennari í Menntaskólanum í Reykjavík. Nýráðinn aðstoðaskólameistari er Guðrún Randalín Lárusdóttir en hún tók til starfa í maímánuði. Guðrún, sem er tölvunarfræðingur, hefur gegnt stöðu skólastjóra Upplýsingatækniskóla Tækniskólans frá árinu 2015 og kenndi þar áður um árabil. Í fyrsta skipti í sögu skólans eru því tvær konur sem sitja í brúnni að því er segir í tilkynningu frá skólanum. Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Erla Þórðardóttir er dúx Tækniskólans á vorönn með meðaleinkunnina 9,92. Fjölmennt var við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á föstudaginn 25. maí á tíunda starfsári skólans. Alls brautskráði skólinn 437 nemendur bæði af framhaldsskólastigi og fagháskólastigi sem er nám á fjórða stigi. Í annað sinn voru brautskráðir nemendur úr vefþróunarnámi frá Vefskólanum og stór hópur frá Margmiðlunarskólanum var einnig mættur til útskriftar. Stærsti hópurinn sem brautskráðist var úr Meistaraskólanum en þeir nemendur koma til náms í skólann að loknu iðnnámi. Frá Flugskóla Íslands voru brautskráðir 37 atvinnuflugmenn og Stúdíó Sýrland er í samstarfi við Tækniskólann um nám í kvikmyndatækni og voru 11 nemendur brautskráðir úr kvikmyndatækninámi. Brautskráð var frá neðangreindum skólum/deildum Tækniskólans: Byggingatækniskólinn(49), Handverksskólinn, hár, gull og föt(24), Raftækniskólinn(49), Skipstjórnarskólinn(29), Tæknimenntaskólinn(37), Upplýsingatækniskólinn(40), Véltækniskólinn(42). Flugskóli Íslands (37), Kvikmyndatækni (11), Margmiðlunarskólinn (21), Meistaraskólinn (84), Vefskólinn (14). Erla Þórðardóttir er dúx skólans með 9,92 í meðaleinkunn. Hún útskrifast úr tækniteiknun frá Byggingatækniskólanum. Erla á góð tengsl við skólann en móðir hennar Guðný Lára Petersen er vélstjóri og kennari sem hefur kennt rafiðngreinar í Tækniskólanum til margra ára. Semidúx skólans er Björk Marie Villacorta sem útskrifaðist úr grafískri miðlun frá Upplýsingatækniskólanum með meðaleinkunnina 9,84. Síðasta útskrift undir stjórn Jóns Jón B. Stefánsson mun láta af störfum sem skólameistari og snúa sér að öðrum störfum fyrir skólann í lok yfirstandandi annar. Hann hefur verið skólameistari í 15 ár, fyrst hjá Fjöltækniskólanum og svo Tækniskólanum þegar hann varð til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008. Í hátíðarræðu sinni fjallaði Jón um mikilvægi þess að Tækniskólinn komist undir eitt þak og er stefnan sett á nýtt húsnæði í náinni framtíð. Húsnæði þar sem allar greinar skólans fá að njóta sín og vaxa við bestu aðstæður. Framvegis verða tvær konur í brúnni Framundan eru breytingar í stjórnendateymi skólans og í fyrsta sinn er kona í stöðu skólameistara skólans en stofnunin byggir á langri sögur eldri skóla þar sem karlar hafa ráðið ríkjum. Skólameistari verður Hildur Ingvarsdóttir verkfræðingur og tekur hún formlega til starfa 1. júní n.k. Undanfarin ár hefur hún starfað sem forstöðumaður hjá Veitum. Þar hefur hún tekið ríkan þátt í að efla vinnustaðanám fyrirtækisins auk þess að vinna ötullega að því að efla áhuga unglinga á iðn- og tæknigreinum. Hildur sat í stjórn Tækniskólans frá 2014-2016 sem fulltrúi Samorku og þekkir því til skólans. Áður starfaði Hildur hjá Almennu verkfræðistofunni og sem kennari í Menntaskólanum í Reykjavík. Nýráðinn aðstoðaskólameistari er Guðrún Randalín Lárusdóttir en hún tók til starfa í maímánuði. Guðrún, sem er tölvunarfræðingur, hefur gegnt stöðu skólastjóra Upplýsingatækniskóla Tækniskólans frá árinu 2015 og kenndi þar áður um árabil. Í fyrsta skipti í sögu skólans eru því tvær konur sem sitja í brúnni að því er segir í tilkynningu frá skólanum.
Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira