Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 14:49 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist telja að stemning sé fyrir alvöru breytingum í borgarstjórn. vísir/vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir ólíklegt að hann hefji formlegar viðræður um myndun meirihluta í borginni í dag. Hann kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins hittist í hádeginu. Segir Eyþór að það hafi verið bjart yfir fólki og góður andi í hópnum. Hafi hópurinn verið að fara yfir vinnulagið framundan. Enn eru óformlegar þreifingar í gangi á milli flokkanna sem hlutu brautargengi í kosningunum um helgina. Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkurinn í borgarstjórn með átta fulltrúa. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með sjö borgarfulltrúa en þriðji stærsti flokkurinn, Viðreisn, er í lykilstöðu um myndun meirihluta með sína tvo fulltrúa sem gætu bæði unnið til hægri og til vinstri.„Líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin“ Spurður beint að því hvort hann hafi heyrt í Samfylkingunni ítrekar Eyþór að hann vilji ekki tjá sig um hverja hann hefur hitt eða heyrt í að öðru leyti en því sem snýr að Sósíalistaflokknum.En má eiga von á því að þú farir í einhverjar formlegar viðræður í dag? „Mér finnst ólíklegt að það gerist í dag en ég held að stemningin sé fyrir því að það verði alvöru breytingar í borgarstjórn og mér finnst líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin. Mér finnst það líklegt að við munum leiða nýja borgarstjórn, það er svona eðlileg niðurstaða,“ segir Eyþór.Ertu að segja þetta af því að þú ert stærsti flokkurinn eða með vísan í þau samtöl sem þú hefur átt við fulltrúa annarra flokka? „Bæði,“ svarar Eyþór. Aðspurður hvort hann sé tilbúinn að gefa eftir borgarstjórastólinn í samningaviðræðum segir Eyþór: „Nú hef ég heyrt á mönnum að þeir vilji ræða málefnin fyrst og ég held að það sé alveg rétt, þannig að menn fara fyrst að ræða málefnin áður en þeir fara að velta öðru fyrir sér. En hefðin hefur verið sú að sá er með stærsta flokkinn, ef við tökum Jón Gnarr 2010 og Dag fyrir fjórum, en núna erum við stærsti flokkurinn og lýðræðisleg niðurstaða kallar á það.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir ólíklegt að hann hefji formlegar viðræður um myndun meirihluta í borginni í dag. Hann kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins hittist í hádeginu. Segir Eyþór að það hafi verið bjart yfir fólki og góður andi í hópnum. Hafi hópurinn verið að fara yfir vinnulagið framundan. Enn eru óformlegar þreifingar í gangi á milli flokkanna sem hlutu brautargengi í kosningunum um helgina. Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkurinn í borgarstjórn með átta fulltrúa. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með sjö borgarfulltrúa en þriðji stærsti flokkurinn, Viðreisn, er í lykilstöðu um myndun meirihluta með sína tvo fulltrúa sem gætu bæði unnið til hægri og til vinstri.„Líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin“ Spurður beint að því hvort hann hafi heyrt í Samfylkingunni ítrekar Eyþór að hann vilji ekki tjá sig um hverja hann hefur hitt eða heyrt í að öðru leyti en því sem snýr að Sósíalistaflokknum.En má eiga von á því að þú farir í einhverjar formlegar viðræður í dag? „Mér finnst ólíklegt að það gerist í dag en ég held að stemningin sé fyrir því að það verði alvöru breytingar í borgarstjórn og mér finnst líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin. Mér finnst það líklegt að við munum leiða nýja borgarstjórn, það er svona eðlileg niðurstaða,“ segir Eyþór.Ertu að segja þetta af því að þú ert stærsti flokkurinn eða með vísan í þau samtöl sem þú hefur átt við fulltrúa annarra flokka? „Bæði,“ svarar Eyþór. Aðspurður hvort hann sé tilbúinn að gefa eftir borgarstjórastólinn í samningaviðræðum segir Eyþór: „Nú hef ég heyrt á mönnum að þeir vilji ræða málefnin fyrst og ég held að það sé alveg rétt, þannig að menn fara fyrst að ræða málefnin áður en þeir fara að velta öðru fyrir sér. En hefðin hefur verið sú að sá er með stærsta flokkinn, ef við tökum Jón Gnarr 2010 og Dag fyrir fjórum, en núna erum við stærsti flokkurinn og lýðræðisleg niðurstaða kallar á það.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00
Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30
Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46