Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 14:49 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist telja að stemning sé fyrir alvöru breytingum í borgarstjórn. vísir/vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir ólíklegt að hann hefji formlegar viðræður um myndun meirihluta í borginni í dag. Hann kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins hittist í hádeginu. Segir Eyþór að það hafi verið bjart yfir fólki og góður andi í hópnum. Hafi hópurinn verið að fara yfir vinnulagið framundan. Enn eru óformlegar þreifingar í gangi á milli flokkanna sem hlutu brautargengi í kosningunum um helgina. Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkurinn í borgarstjórn með átta fulltrúa. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með sjö borgarfulltrúa en þriðji stærsti flokkurinn, Viðreisn, er í lykilstöðu um myndun meirihluta með sína tvo fulltrúa sem gætu bæði unnið til hægri og til vinstri.„Líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin“ Spurður beint að því hvort hann hafi heyrt í Samfylkingunni ítrekar Eyþór að hann vilji ekki tjá sig um hverja hann hefur hitt eða heyrt í að öðru leyti en því sem snýr að Sósíalistaflokknum.En má eiga von á því að þú farir í einhverjar formlegar viðræður í dag? „Mér finnst ólíklegt að það gerist í dag en ég held að stemningin sé fyrir því að það verði alvöru breytingar í borgarstjórn og mér finnst líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin. Mér finnst það líklegt að við munum leiða nýja borgarstjórn, það er svona eðlileg niðurstaða,“ segir Eyþór.Ertu að segja þetta af því að þú ert stærsti flokkurinn eða með vísan í þau samtöl sem þú hefur átt við fulltrúa annarra flokka? „Bæði,“ svarar Eyþór. Aðspurður hvort hann sé tilbúinn að gefa eftir borgarstjórastólinn í samningaviðræðum segir Eyþór: „Nú hef ég heyrt á mönnum að þeir vilji ræða málefnin fyrst og ég held að það sé alveg rétt, þannig að menn fara fyrst að ræða málefnin áður en þeir fara að velta öðru fyrir sér. En hefðin hefur verið sú að sá er með stærsta flokkinn, ef við tökum Jón Gnarr 2010 og Dag fyrir fjórum, en núna erum við stærsti flokkurinn og lýðræðisleg niðurstaða kallar á það.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir ólíklegt að hann hefji formlegar viðræður um myndun meirihluta í borginni í dag. Hann kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins hittist í hádeginu. Segir Eyþór að það hafi verið bjart yfir fólki og góður andi í hópnum. Hafi hópurinn verið að fara yfir vinnulagið framundan. Enn eru óformlegar þreifingar í gangi á milli flokkanna sem hlutu brautargengi í kosningunum um helgina. Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkurinn í borgarstjórn með átta fulltrúa. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með sjö borgarfulltrúa en þriðji stærsti flokkurinn, Viðreisn, er í lykilstöðu um myndun meirihluta með sína tvo fulltrúa sem gætu bæði unnið til hægri og til vinstri.„Líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin“ Spurður beint að því hvort hann hafi heyrt í Samfylkingunni ítrekar Eyþór að hann vilji ekki tjá sig um hverja hann hefur hitt eða heyrt í að öðru leyti en því sem snýr að Sósíalistaflokknum.En má eiga von á því að þú farir í einhverjar formlegar viðræður í dag? „Mér finnst ólíklegt að það gerist í dag en ég held að stemningin sé fyrir því að það verði alvöru breytingar í borgarstjórn og mér finnst líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin. Mér finnst það líklegt að við munum leiða nýja borgarstjórn, það er svona eðlileg niðurstaða,“ segir Eyþór.Ertu að segja þetta af því að þú ert stærsti flokkurinn eða með vísan í þau samtöl sem þú hefur átt við fulltrúa annarra flokka? „Bæði,“ svarar Eyþór. Aðspurður hvort hann sé tilbúinn að gefa eftir borgarstjórastólinn í samningaviðræðum segir Eyþór: „Nú hef ég heyrt á mönnum að þeir vilji ræða málefnin fyrst og ég held að það sé alveg rétt, þannig að menn fara fyrst að ræða málefnin áður en þeir fara að velta öðru fyrir sér. En hefðin hefur verið sú að sá er með stærsta flokkinn, ef við tökum Jón Gnarr 2010 og Dag fyrir fjórum, en núna erum við stærsti flokkurinn og lýðræðisleg niðurstaða kallar á það.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00
Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30
Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent