Tvær fylkingar funda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. maí 2018 19:30 Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. Tólf borgarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta og er Viðreisn í lykilstöðu en flokkurinn getur annars vegar hallað sér til hægri og þá líklega myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Hins vegar gæti flokkurinn farið í meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum, Vinstri grænum eða Sósíalistaflokki Íslands. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins segist þó hafa fengið símtöl frá báðum vængjum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur sig í góðri stöðu sem leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn. „Hefðin er sú að stærsti flokkurinn leiði borgarstjórn með þeim hætti að hafa borgarstjóra og það er það sem ég veit að Sjálfstæðismenn telja að sé rétt," segir Eyþór Arnalds. Hann segr opið samtal vera í gangi. „Við erum búin að fá okkur nokkra kaffibolla og það eru spennandi tímar framundan.Eyþór Arnalds fundaði með Vigdísi Hauksdóttur yfir kaffibolla í dag.Vísir/Stöð 2Með hvaða flokkum? „Ég ætla ekki að segja hverja við hittum en við höfum hitt fleiri en einn og það er búið að vera mjög áhugavert," segir Eyþór. „Við Eyþór tókum einn kaffibolla í dag bara svona til að segja það hreint út," segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. „Þetta er bara á mjög viðkvæmu stigi allt," segir hún.Varst þú í þessu kaffiboði með Vigdísi og Eyþóri? „Nei, nei ég var ekki í því," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. „En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk er að hittast tvö og tvö eða fleiri og nú í rauninni er þetta að gerast í rólegheitunum. Við þurfum að passa okkur að flýta okkur hægt," segir Þórdís Lóa.Dóra Björt pírati telur valkostina eftir kosningarnar skýra.Vísir/Stöð 2Nýkjörnir borgarfulltrúar eru í dag að funda með sínum flokkum til að fara yfir málefnin sem verða í forgrunni í viðræðunum. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar en oddviti Pírata segir óformlegar viðræður í gangi á milli þeirra og annarra.Þetta voru þá núverandi meirihluti og Viðreisn sem þið hittuð í dag? „Já, það voru þessir oddvitar sem hittust í örstuttu spjalli," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Það er gaman að taka bara þátt í því að búa til mjög skýran valkost um svona frjálslynda borg jafnréttis og velferðar eða síðan á hinum endanum borg íhalds og fortíðar. Þannig þetta verður spennandi að sjá hvað Viðreisn vill gera," segir Dóra. Kosningar 2018 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. Tólf borgarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta og er Viðreisn í lykilstöðu en flokkurinn getur annars vegar hallað sér til hægri og þá líklega myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Hins vegar gæti flokkurinn farið í meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum, Vinstri grænum eða Sósíalistaflokki Íslands. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins segist þó hafa fengið símtöl frá báðum vængjum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur sig í góðri stöðu sem leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn. „Hefðin er sú að stærsti flokkurinn leiði borgarstjórn með þeim hætti að hafa borgarstjóra og það er það sem ég veit að Sjálfstæðismenn telja að sé rétt," segir Eyþór Arnalds. Hann segr opið samtal vera í gangi. „Við erum búin að fá okkur nokkra kaffibolla og það eru spennandi tímar framundan.Eyþór Arnalds fundaði með Vigdísi Hauksdóttur yfir kaffibolla í dag.Vísir/Stöð 2Með hvaða flokkum? „Ég ætla ekki að segja hverja við hittum en við höfum hitt fleiri en einn og það er búið að vera mjög áhugavert," segir Eyþór. „Við Eyþór tókum einn kaffibolla í dag bara svona til að segja það hreint út," segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. „Þetta er bara á mjög viðkvæmu stigi allt," segir hún.Varst þú í þessu kaffiboði með Vigdísi og Eyþóri? „Nei, nei ég var ekki í því," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. „En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk er að hittast tvö og tvö eða fleiri og nú í rauninni er þetta að gerast í rólegheitunum. Við þurfum að passa okkur að flýta okkur hægt," segir Þórdís Lóa.Dóra Björt pírati telur valkostina eftir kosningarnar skýra.Vísir/Stöð 2Nýkjörnir borgarfulltrúar eru í dag að funda með sínum flokkum til að fara yfir málefnin sem verða í forgrunni í viðræðunum. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar en oddviti Pírata segir óformlegar viðræður í gangi á milli þeirra og annarra.Þetta voru þá núverandi meirihluti og Viðreisn sem þið hittuð í dag? „Já, það voru þessir oddvitar sem hittust í örstuttu spjalli," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Það er gaman að taka bara þátt í því að búa til mjög skýran valkost um svona frjálslynda borg jafnréttis og velferðar eða síðan á hinum endanum borg íhalds og fortíðar. Þannig þetta verður spennandi að sjá hvað Viðreisn vill gera," segir Dóra.
Kosningar 2018 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira