Þrír skotnir til bana í belgísku borginni Liege Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2018 11:33 Árásarmaðurinn sagður hafa hrópað Allahu Akbar áður en hann lét til skara skríða. Vísir/EPA Tveir lögregluþjónar og einn vegfarandi voru skotnir til bana í belgísku borginni Liege í morgun. Árásarmaðurinn tók konu í gíslingu og særði tvo aðra lögregluþjóna áður en hann greip til þess ráðs að skjóta sig til bana. Lítið er vitað um ástæðu árásarinnar að svo stöddu en heimildir fjölmiðla herma að lögreglumenn heyrðu manninn lofa Allah um leið og hann lét til skarar skríða og er málið rannsakað sem hryðjuverk. Þá segja belgískir miðlar að maðurinn hafi losnað úr fangelsi á mánudaginn var og að líkur séu taldar á því að hann hafi tekið öfgatrú í fangelsinu. Mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkahættu hefur verið í Belgíu undanfarin ár eftir árásir í Brussel þar sem þrjátíu og tveir lágu í valnum. Þá komu árásarmennirnir í Parísarárásunum 2015 einnig flestir frá Belgíu. Tveir lögreglumenn til viðbótar eru særðir eftir árásina. Talskona saksóknaraembættisins í Liege staðfestir við fjölmiðla að tveir lögreglumenn hafi verið drepnir í þessari árás og að árásarmaðurinn hafi verið stöðvaður, en ekki voru veittar frekari upplýsingar um árásarmanninn að svo stöddu. Ljósmyndir á samfélagsmiðlum sýndu vegfarendur reyna að leita skjóls þegar árásin átti sér stað í miðborg Liege. Heyra mátti skothvelli og sírenur í myndböndum sem voru birt á samfélagsmiðlum. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Tveir lögregluþjónar og einn vegfarandi voru skotnir til bana í belgísku borginni Liege í morgun. Árásarmaðurinn tók konu í gíslingu og særði tvo aðra lögregluþjóna áður en hann greip til þess ráðs að skjóta sig til bana. Lítið er vitað um ástæðu árásarinnar að svo stöddu en heimildir fjölmiðla herma að lögreglumenn heyrðu manninn lofa Allah um leið og hann lét til skarar skríða og er málið rannsakað sem hryðjuverk. Þá segja belgískir miðlar að maðurinn hafi losnað úr fangelsi á mánudaginn var og að líkur séu taldar á því að hann hafi tekið öfgatrú í fangelsinu. Mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkahættu hefur verið í Belgíu undanfarin ár eftir árásir í Brussel þar sem þrjátíu og tveir lágu í valnum. Þá komu árásarmennirnir í Parísarárásunum 2015 einnig flestir frá Belgíu. Tveir lögreglumenn til viðbótar eru særðir eftir árásina. Talskona saksóknaraembættisins í Liege staðfestir við fjölmiðla að tveir lögreglumenn hafi verið drepnir í þessari árás og að árásarmaðurinn hafi verið stöðvaður, en ekki voru veittar frekari upplýsingar um árásarmanninn að svo stöddu. Ljósmyndir á samfélagsmiðlum sýndu vegfarendur reyna að leita skjóls þegar árásin átti sér stað í miðborg Liege. Heyra mátti skothvelli og sírenur í myndböndum sem voru birt á samfélagsmiðlum.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira