Stormfuglar svakalegasta efni sem ég hef fundið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. maí 2018 15:30 Ég skrifaði hana í janúar, en er samt búinn að vera að vinna að henni í áratugi, segir Einar. Fréttablaðið/anton brink Stormfuglar er ný bók eftir Einar Kárason sem kemur út næstkomandi þriðjudag, 15. maí. „Þetta er saga sem gerist í fárviðri á síðutogara. Hún byggir á umtöluðum atburðum og frægu veðri sem íslenskir togarar og skip af fleiri þjóðernum lentu í við Nýfundnaland árið 1959. Þarna var barist upp á líf og dauða og margir fórust,“ segir Einar. „Fyrir 30 árum las ég viðtal við sjómann sem var á á einu skipanna og þessi saga hefur leitað á mig síðan. Þetta efni er kannski það svakalegasta sem ég hef fundið. Skipverjar voru í þrjá til fjóra sólarhringa í yfirvofandi lífshættu. Enginn gat hvílst eða sofið um borð á þeim tíma. Ég skoðaði það mikið og oft hvernig form myndi best henta þessu efni. Þegar ég fann formið sá ég að rétt væri að skrifa um það sögu. Formið er nóvella, 124 síður, þriðju persónu frásögn. Ég var eiginlega kominn með hana alla í hausinn, nokkurn veginn frá orði til orðs, þannig að ég skrifaði hana í janúar, en er samt búinn að vera að vinna að henni í áratugi.“ Forlagið kynnti Stormfugla á bókamessu í London þar sem erlendir útgefendur, frá stærstu Evrópulöndunum, buðu grimmt í hana. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að það gæti verið áhugi á þessu efni víðar og það virðist vera raunin,“ segir Einar.Níu líf Friðriks Einar reiknar með að vera með aðra bók í haust, ævisögu æskuvinar síns og samstarfsmanns, Friðriks Þórs Friðrikssonar. „Friðrik er einhver almesti sögumaður sem um getur. Við vinir hans höfum lengi rætt um að það þyrfti að koma sögu hans á framfæri. Þetta er bók um ævintýralegt líf hans en það er eins og hann eigi níu líf. Þarna er úr nógu að moða. Friðrik hefur ferðast til svo að segja allra landa í heiminum og kynnst öllum fjandanum, hvað eftir annað verið mjög hætt kominn, lent í slysum og legið á gjörgæslu en harkað allt af sér með sínum mikla húmor.“Fleiri bækur um líf á sjó Spurður hvaða skáldsagnarefni verði næst fyrir valinu nú þegar Stormfuglar er komin út segir Einar: „Mig hefur alltaf langað til að skrifa um eitthvað sem gerist á sjó. Það vottar fyrir því í fyrstu skáldsögunni minni, Þetta eru asnar Guðjón, þar sem aðalpersónan fer á sjóinn. Það getur verið að Stormfuglar sé sú fyrsta af tveimur eða þremur sögum sem gerast á sjó.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Stormfuglar er ný bók eftir Einar Kárason sem kemur út næstkomandi þriðjudag, 15. maí. „Þetta er saga sem gerist í fárviðri á síðutogara. Hún byggir á umtöluðum atburðum og frægu veðri sem íslenskir togarar og skip af fleiri þjóðernum lentu í við Nýfundnaland árið 1959. Þarna var barist upp á líf og dauða og margir fórust,“ segir Einar. „Fyrir 30 árum las ég viðtal við sjómann sem var á á einu skipanna og þessi saga hefur leitað á mig síðan. Þetta efni er kannski það svakalegasta sem ég hef fundið. Skipverjar voru í þrjá til fjóra sólarhringa í yfirvofandi lífshættu. Enginn gat hvílst eða sofið um borð á þeim tíma. Ég skoðaði það mikið og oft hvernig form myndi best henta þessu efni. Þegar ég fann formið sá ég að rétt væri að skrifa um það sögu. Formið er nóvella, 124 síður, þriðju persónu frásögn. Ég var eiginlega kominn með hana alla í hausinn, nokkurn veginn frá orði til orðs, þannig að ég skrifaði hana í janúar, en er samt búinn að vera að vinna að henni í áratugi.“ Forlagið kynnti Stormfugla á bókamessu í London þar sem erlendir útgefendur, frá stærstu Evrópulöndunum, buðu grimmt í hana. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að það gæti verið áhugi á þessu efni víðar og það virðist vera raunin,“ segir Einar.Níu líf Friðriks Einar reiknar með að vera með aðra bók í haust, ævisögu æskuvinar síns og samstarfsmanns, Friðriks Þórs Friðrikssonar. „Friðrik er einhver almesti sögumaður sem um getur. Við vinir hans höfum lengi rætt um að það þyrfti að koma sögu hans á framfæri. Þetta er bók um ævintýralegt líf hans en það er eins og hann eigi níu líf. Þarna er úr nógu að moða. Friðrik hefur ferðast til svo að segja allra landa í heiminum og kynnst öllum fjandanum, hvað eftir annað verið mjög hætt kominn, lent í slysum og legið á gjörgæslu en harkað allt af sér með sínum mikla húmor.“Fleiri bækur um líf á sjó Spurður hvaða skáldsagnarefni verði næst fyrir valinu nú þegar Stormfuglar er komin út segir Einar: „Mig hefur alltaf langað til að skrifa um eitthvað sem gerist á sjó. Það vottar fyrir því í fyrstu skáldsögunni minni, Þetta eru asnar Guðjón, þar sem aðalpersónan fer á sjóinn. Það getur verið að Stormfuglar sé sú fyrsta af tveimur eða þremur sögum sem gerast á sjó.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira