Skattaundanskotin hleyptu lífi í umræður Grétar Þór Sigurðsson skrifar 11. maí 2018 06:00 Sigurður Hannesson og Líf Magneudóttir voru meðal þátttakenda í gær. Vísir Orð forseta borgarstjórnar, Lífar Magneudóttur, um skattalagabrot vegna heimagistingar sem hún lét falla á fundinum Leiðtogaumræður í Reykjavík vöktu athygli í vikunni og sitt sýndist hverjum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og einn af spyrlum fundarins, sagði ummælin áhugaverð. „Ég held að við séum öll mjög löghlýðin og ég held líka að þeir sem eru að leigja út á Airbnb vilji vera löghlýðnir og ríkisskattstjóri nennir eðlilega ekki að eltast við þetta,“ sagði Líf á fundinum auk þess sem hún sagði að um smápeninga væri að ræða og að það væru stærri fiskar sem skattayfirvöld hefðu við að eltast. „Henni fannst þetta vera eitthvað smámál sem engu máli skiptir,“ segir Sigurður um ummælin og bætir við „Hún var að ranghvolfa í sér augunum þegar aðrir voru að tala.“ Aðspurður um hvort Líf hafi þannig sýnt öðrum á fundinum vanvirðingu segir Sigurður: „Það var allavega upplifun okkar fundarmanna eftir fundinn.“ Líf segist í samtali við Fréttablaðið mögulega hafa brosað út í annað en veit að öðru leyti ekki um hvað Sigurður er að tala, sjálfur hafi hann átt það til að grípa fram í fyrir fundarmönnum. Varðandi ummælin um Airbnb segir Líf þau hafa verið óheppileg. „Ég talaði fjálglega. Málið er að ríkisskatturinn hefur ekki starfsfólk til að elta einstaka ólöglega starfsemi á Airbnb. Þetta eru ótrúlega miklir peningar sem við verðum að fá inn í hagkerfið.“ Sigurður minnist einnig á ummæli Lífar um húsnæðis- og skipulagsmál. „Það var mjög áhugavert að heyra fulltrúa VG segja að umræður um þetta mál væru þreytandi og leiðinlegar. Ég held að fólki þætti það mjög leiðinlegt ef það gæti ekki eignast þak yfir höfuðið,“ segir Sigurður Líf bendir á að hún hafi verið að vísa í umræður um lóðir og úthlutanir þeirra í þessu samhengi. „Mér finnst umræðan festast svo mikið í þessu. Við getum ekki bara tengt hana við einhvern lóðaskort. Það tekur tíma að búa til nútímalega borg. Það er rask og óþægindi sem fylgja því og svo er það búið,“ segir Líf sem vísar þar til þéttingar byggðar sem er að hennar mati einkenni borgarskipulags 21. aldar. Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Orð forseta borgarstjórnar, Lífar Magneudóttur, um skattalagabrot vegna heimagistingar sem hún lét falla á fundinum Leiðtogaumræður í Reykjavík vöktu athygli í vikunni og sitt sýndist hverjum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og einn af spyrlum fundarins, sagði ummælin áhugaverð. „Ég held að við séum öll mjög löghlýðin og ég held líka að þeir sem eru að leigja út á Airbnb vilji vera löghlýðnir og ríkisskattstjóri nennir eðlilega ekki að eltast við þetta,“ sagði Líf á fundinum auk þess sem hún sagði að um smápeninga væri að ræða og að það væru stærri fiskar sem skattayfirvöld hefðu við að eltast. „Henni fannst þetta vera eitthvað smámál sem engu máli skiptir,“ segir Sigurður um ummælin og bætir við „Hún var að ranghvolfa í sér augunum þegar aðrir voru að tala.“ Aðspurður um hvort Líf hafi þannig sýnt öðrum á fundinum vanvirðingu segir Sigurður: „Það var allavega upplifun okkar fundarmanna eftir fundinn.“ Líf segist í samtali við Fréttablaðið mögulega hafa brosað út í annað en veit að öðru leyti ekki um hvað Sigurður er að tala, sjálfur hafi hann átt það til að grípa fram í fyrir fundarmönnum. Varðandi ummælin um Airbnb segir Líf þau hafa verið óheppileg. „Ég talaði fjálglega. Málið er að ríkisskatturinn hefur ekki starfsfólk til að elta einstaka ólöglega starfsemi á Airbnb. Þetta eru ótrúlega miklir peningar sem við verðum að fá inn í hagkerfið.“ Sigurður minnist einnig á ummæli Lífar um húsnæðis- og skipulagsmál. „Það var mjög áhugavert að heyra fulltrúa VG segja að umræður um þetta mál væru þreytandi og leiðinlegar. Ég held að fólki þætti það mjög leiðinlegt ef það gæti ekki eignast þak yfir höfuðið,“ segir Sigurður Líf bendir á að hún hafi verið að vísa í umræður um lóðir og úthlutanir þeirra í þessu samhengi. „Mér finnst umræðan festast svo mikið í þessu. Við getum ekki bara tengt hana við einhvern lóðaskort. Það tekur tíma að búa til nútímalega borg. Það er rask og óþægindi sem fylgja því og svo er það búið,“ segir Líf sem vísar þar til þéttingar byggðar sem er að hennar mati einkenni borgarskipulags 21. aldar.
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira