Bílbelti losna í nýlegum VW Polo Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 08:09 Volkswagen segist vita af vandanum. Vísir/afp Nýjasta gerð Volkswagen Polo er búin gölluðum öryggisbeltum. Þetta er meðal niðurstaðna sjálfstæðrar rannsóknar sem finnskt bílablað réðst í á dögunum. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir hefur Volkswagen viðurkennt að bílbeltið í vinsta aftursæti Polo-bifreiðanna kunni að vera óöruggt. Rannsókn finnska bílablaðsins Tekniikan Maailma leiddi í ljós að þegar Polo var ekið á miklu hraða, meðan öll bílbeltin í aftursætunum voru spennt, átti bílbeltið vinstra megin það til að losna fyrirvaralaust. Á vef Guardian segir að þessi galli eigi einkum við um nýjustu gerð Polo-bíla, sem og bíla af gerðinni Seat Arona og Seat Ibiza, en ekki er útilokað að gallinn kunni að vera til staðar í öðrum nýlegum bílum frá Volkswagen. Finnska bílablaðið komst að því að beltið átti einna helst til að losna þegar fimm farþegar voru í bílnum og bílstjórinn skipti um akrein á miklum hraða. Volkswagen segist vera meðvitað um gallann og hvetur fólk til að nota ekki miðju-sætisbeltið meðan fyrirtækið finnur lausn á vandanum. Búist er við því að ráðist verði í innköllum á nýlegum Polo-bifreiðum en þær hafa notið töluverðra vinsælda. Polo var til að mynda sjöundi mest seldi bíllinn í Bretlandi í fyrra. Bílar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent
Nýjasta gerð Volkswagen Polo er búin gölluðum öryggisbeltum. Þetta er meðal niðurstaðna sjálfstæðrar rannsóknar sem finnskt bílablað réðst í á dögunum. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir hefur Volkswagen viðurkennt að bílbeltið í vinsta aftursæti Polo-bifreiðanna kunni að vera óöruggt. Rannsókn finnska bílablaðsins Tekniikan Maailma leiddi í ljós að þegar Polo var ekið á miklu hraða, meðan öll bílbeltin í aftursætunum voru spennt, átti bílbeltið vinstra megin það til að losna fyrirvaralaust. Á vef Guardian segir að þessi galli eigi einkum við um nýjustu gerð Polo-bíla, sem og bíla af gerðinni Seat Arona og Seat Ibiza, en ekki er útilokað að gallinn kunni að vera til staðar í öðrum nýlegum bílum frá Volkswagen. Finnska bílablaðið komst að því að beltið átti einna helst til að losna þegar fimm farþegar voru í bílnum og bílstjórinn skipti um akrein á miklum hraða. Volkswagen segist vera meðvitað um gallann og hvetur fólk til að nota ekki miðju-sætisbeltið meðan fyrirtækið finnur lausn á vandanum. Búist er við því að ráðist verði í innköllum á nýlegum Polo-bifreiðum en þær hafa notið töluverðra vinsælda. Polo var til að mynda sjöundi mest seldi bíllinn í Bretlandi í fyrra.
Bílar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent