Hafna brigslum um siðgæðisbrest og halda kosningaplakötum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. maí 2018 10:00 „Merkingar á gluggum og verslunarrýmum geta ekki fallið undir verksvið bæjarráðs, þrátt fyrir þá staðreynd að bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar séu hýstar í umræddu húsi,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í bæjarráði Mosfellsbæjar. Þeir höfnuðu í gær kröfu fulltrúa minnihlutaflokkanna um að fjarlægja kosningaauglýsingar úr gluggum Kjarnans þar sem bæjarskrifstofurnar eru til húsa. „Á Íslandi, eins og í öðrum lýðræðisríkjum, er grundvallarregla að hengja ekki upp kosningaráróður á og í opinberum byggingum,“ segir í greinargerð fulltrúa Íbúahreyfingarinnar sem lagði til að bæjarráðið leitaði „eftir því við fulltrúa D-lista að þeir fjarlægi kosningaáróður sinn úr gluggum Kjarnans og af vegg við innganginn að bæjarskrifstofunni“. Bókaði fulltrúi Íbúahreyfingarinnar síðan að auglýsingarnar vektu „alvarlegar spurningar um siðferði í stjórnmálum“. Tillagan var felld með tveimur atkvæðum. Fulltrúi Samfylkingar sat hjá en sagði auglýsingarnar „til vansa“ og „óviðeigandi“ eins og segir í bókun. Merkingarnar væru ekki á skrifstofu framboðsins sjálfs. „Þessir sömu gluggar hafa verið notaðir til auglýsinga af öðrum stjórnmálaflokkum áður sem hafa þá haft skrifstofu á þeim stað.“ Sjálfstæðismenn sögðu að bæði B-listi og V-listi hefðu auglýst í sömu gluggum fyrir kosningar 2014. „Vísum fullyrðingum um siðgæði á bug, enda hér um eðlilegan hluta kosningabaráttu að ræða.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
„Merkingar á gluggum og verslunarrýmum geta ekki fallið undir verksvið bæjarráðs, þrátt fyrir þá staðreynd að bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar séu hýstar í umræddu húsi,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í bæjarráði Mosfellsbæjar. Þeir höfnuðu í gær kröfu fulltrúa minnihlutaflokkanna um að fjarlægja kosningaauglýsingar úr gluggum Kjarnans þar sem bæjarskrifstofurnar eru til húsa. „Á Íslandi, eins og í öðrum lýðræðisríkjum, er grundvallarregla að hengja ekki upp kosningaráróður á og í opinberum byggingum,“ segir í greinargerð fulltrúa Íbúahreyfingarinnar sem lagði til að bæjarráðið leitaði „eftir því við fulltrúa D-lista að þeir fjarlægi kosningaáróður sinn úr gluggum Kjarnans og af vegg við innganginn að bæjarskrifstofunni“. Bókaði fulltrúi Íbúahreyfingarinnar síðan að auglýsingarnar vektu „alvarlegar spurningar um siðferði í stjórnmálum“. Tillagan var felld með tveimur atkvæðum. Fulltrúi Samfylkingar sat hjá en sagði auglýsingarnar „til vansa“ og „óviðeigandi“ eins og segir í bókun. Merkingarnar væru ekki á skrifstofu framboðsins sjálfs. „Þessir sömu gluggar hafa verið notaðir til auglýsinga af öðrum stjórnmálaflokkum áður sem hafa þá haft skrifstofu á þeim stað.“ Sjálfstæðismenn sögðu að bæði B-listi og V-listi hefðu auglýst í sömu gluggum fyrir kosningar 2014. „Vísum fullyrðingum um siðgæði á bug, enda hér um eðlilegan hluta kosningabaráttu að ræða.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira