Skoða takmarkanir á starfsemi hótels eftir ítrekuð afskipti Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Hoffellsjökull er skriðjökull úr Vatnajökli. Hótelið kúrir þar í skjóli jökulsins. Fréttablaðið/Veðurstofa Íslands Heilbrigðisstofnun Austurlands íhugar að takmarka starfsemi hótelsins Jöklaveraldar að Hoffelli við Hornafjörð. Heilbrigðisnefndin telur starfseminni ekki hagað í samræmi við starfsleyfi og hefur ítrekað óskað eftir gögnum frá rekstraraðilum til að meta áætlun eigenda um úrbætur. Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi hótelsins, segir fyrirtækið ekki hafa fengið beiðni um gögn frá heilbrigðiseftirlitinu. Jöklaveröld í Hoffelli er um tuttugu kílómetra frá Höfn í Hornafirði og liggur við Hoffellsjökul sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Fyrirtækið býður upp á gistiþjónustu á staðnum ásamt veitingastað og fimm heitir pottar eru á svæðinu þar sem gestir geta virt fyrir sér náttúrufegurðina meðan þeir lauga sig í pottunum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur ítrekað haft afskipti af fyrirtækinu síðustu mánuði. Frestur til að skila inn tímasettri áætlun um hvernig fyrirtækið ætlaði sér að uppfylla ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er varðar heilnæmi baðvatns, rann út í lok janúar. Fyrirtækið fékk frest til loka febrúar til að skila inn úrbótaáætlun. Á næsta fundi nefndarinnar, þann 19. mars, hafði áætlunin komið en að mati nefndarinnar skorti á þau gögn og var frekari gagna óskað. Þau hafa enn ekki borist eftirlitsaðilanum. Heilbrigðisfulltrúi fór því í rannsókn á staðnum þann 25. apríl síðastliðinn þar sem fimm frávik voru skráð. Matvæli voru til að mynda geymd í þvottahúsi þar sem efnavara væri meðhöndluð og öll óhrein rúmföt hótelsins væru þrifin í því þvottahúsi. Einnig er að mati eftirlitsins ekki hægt að tryggja heilnæmi baðvatns á staðnum þar sem skráningu á mælingum sé ábótavant. Að auki voru engin gögn um virkt eftirlit með matvælum á staðnum og salerni starfsmanna opnuðust beint inn í eldhús sem er óheimilt samkvæmt reglugerð. Þrúðmar Þrúðmarsson staðfestir að úttekt heilbrigðisfulltrúa hafi farið fram og að hann hafi sent úrbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins. Hins vegar kannist hann ekki við að eftirlitið hafi óskað eftir einhverjum viðbótargögnum í málinu. Hann sagðist þurfa að kynna sér málið betur til að geta rætt það frekar. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Austurlands íhugar að takmarka starfsemi hótelsins Jöklaveraldar að Hoffelli við Hornafjörð. Heilbrigðisnefndin telur starfseminni ekki hagað í samræmi við starfsleyfi og hefur ítrekað óskað eftir gögnum frá rekstraraðilum til að meta áætlun eigenda um úrbætur. Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi hótelsins, segir fyrirtækið ekki hafa fengið beiðni um gögn frá heilbrigðiseftirlitinu. Jöklaveröld í Hoffelli er um tuttugu kílómetra frá Höfn í Hornafirði og liggur við Hoffellsjökul sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Fyrirtækið býður upp á gistiþjónustu á staðnum ásamt veitingastað og fimm heitir pottar eru á svæðinu þar sem gestir geta virt fyrir sér náttúrufegurðina meðan þeir lauga sig í pottunum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur ítrekað haft afskipti af fyrirtækinu síðustu mánuði. Frestur til að skila inn tímasettri áætlun um hvernig fyrirtækið ætlaði sér að uppfylla ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er varðar heilnæmi baðvatns, rann út í lok janúar. Fyrirtækið fékk frest til loka febrúar til að skila inn úrbótaáætlun. Á næsta fundi nefndarinnar, þann 19. mars, hafði áætlunin komið en að mati nefndarinnar skorti á þau gögn og var frekari gagna óskað. Þau hafa enn ekki borist eftirlitsaðilanum. Heilbrigðisfulltrúi fór því í rannsókn á staðnum þann 25. apríl síðastliðinn þar sem fimm frávik voru skráð. Matvæli voru til að mynda geymd í þvottahúsi þar sem efnavara væri meðhöndluð og öll óhrein rúmföt hótelsins væru þrifin í því þvottahúsi. Einnig er að mati eftirlitsins ekki hægt að tryggja heilnæmi baðvatns á staðnum þar sem skráningu á mælingum sé ábótavant. Að auki voru engin gögn um virkt eftirlit með matvælum á staðnum og salerni starfsmanna opnuðust beint inn í eldhús sem er óheimilt samkvæmt reglugerð. Þrúðmar Þrúðmarsson staðfestir að úttekt heilbrigðisfulltrúa hafi farið fram og að hann hafi sent úrbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins. Hins vegar kannist hann ekki við að eftirlitið hafi óskað eftir einhverjum viðbótargögnum í málinu. Hann sagðist þurfa að kynna sér málið betur til að geta rætt það frekar.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira