Ágúst um Gísla: „Hugsa að við náum að halda honum í sumar“ Magnús Ellert Bjarnason skrifar 12. maí 2018 19:16 Ágúst á hliðarlínunni. vísir/anton Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir 1-0 sigur á Keflavík í annarri umferð Pepsi-deildar karla. Með sigrinum styrkti Breiðablik stöðu sína á toppi deildarinnar og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, í fyrsti skipti í sögu félagsins. „Þetta var gríðarlega kærkominn sigur og ekki skemmir fyrir að þetta er í fyrsta skipti í sögu Breiðabliks sem að liðið vinnur fyrstu þrjá leiki deildarinnar. Það má segja að þetta hafi verið iðnaðarsigur. „Leikmenn Keflavík hlupu eins og þeir gátu frá fyrstu mínútu og slökuðu aldrei á, sem gerði það að verkum að við náðum aldrei að opna þá almennilega.” Ágúst taldi að þetta hafi verið erfiðasti leikur sinna manna hingað til í sumar. Þeir hafi leyst þetta verkefni vel. „Við vorum ágætir í þessum leik. Við breyttum um taktík um miðjan seinni hálfleik, fórum í 3-5-2 og þá lokuðum við aðeins betur á Keflavík. En þetta var erfitt, og í raun erfiðasti leikur okkar hingað til í sumar.” Ágúst var sammála blaðamanni Vísis að Gísli hafi verið bestur í liði sinna manna í dag. Með þessu áframhaldi verður erfitt fyrir Blika að halda honum í sínum röðum. „Gísli er þessi X-factor í liði okkar og klárar þennan leik fyrir okkur með flottu marki. Ég hugsa að við náum að halda honum í sumar en ég reikna með því að hann fari í haust. Það eru allir tilbúnir því.” Ágústi líst vel á næsta leik liðsins, sem verður sannkallaður stórleikur í Vesturbænum. „Mér líst mjög vel á næsta leik. KR er með frábært lið en við erum líka góðir. Við þurfum að vera með kassann út. Við erum með fullt hús stiga og hin liðin eru að elta okkur.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir 1-0 sigur á Keflavík í annarri umferð Pepsi-deildar karla. Með sigrinum styrkti Breiðablik stöðu sína á toppi deildarinnar og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, í fyrsti skipti í sögu félagsins. „Þetta var gríðarlega kærkominn sigur og ekki skemmir fyrir að þetta er í fyrsta skipti í sögu Breiðabliks sem að liðið vinnur fyrstu þrjá leiki deildarinnar. Það má segja að þetta hafi verið iðnaðarsigur. „Leikmenn Keflavík hlupu eins og þeir gátu frá fyrstu mínútu og slökuðu aldrei á, sem gerði það að verkum að við náðum aldrei að opna þá almennilega.” Ágúst taldi að þetta hafi verið erfiðasti leikur sinna manna hingað til í sumar. Þeir hafi leyst þetta verkefni vel. „Við vorum ágætir í þessum leik. Við breyttum um taktík um miðjan seinni hálfleik, fórum í 3-5-2 og þá lokuðum við aðeins betur á Keflavík. En þetta var erfitt, og í raun erfiðasti leikur okkar hingað til í sumar.” Ágúst var sammála blaðamanni Vísis að Gísli hafi verið bestur í liði sinna manna í dag. Með þessu áframhaldi verður erfitt fyrir Blika að halda honum í sínum röðum. „Gísli er þessi X-factor í liði okkar og klárar þennan leik fyrir okkur með flottu marki. Ég hugsa að við náum að halda honum í sumar en ég reikna með því að hann fari í haust. Það eru allir tilbúnir því.” Ágústi líst vel á næsta leik liðsins, sem verður sannkallaður stórleikur í Vesturbænum. „Mér líst mjög vel á næsta leik. KR er með frábært lið en við erum líka góðir. Við þurfum að vera með kassann út. Við erum með fullt hús stiga og hin liðin eru að elta okkur.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira