Erlent

Trump segir þingið ekki eiga að fara í frí ef ekki tekst að tryggja stjórninni fjármagn

Birgir Olgeirsson skrifar
Donald Trump
Donald Trump Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir bandaríska þingið verða að ná saman um fjármögnun á alríkisstjórninni þar í landi fyrir sumarfríið í ágúst næstkomandi.

Náist ekki samningar um fjármögnunina segir forsetinn að þingmenn gætu þurft að vera í Washington þegar þeir ættu annars að vera í fríi.

Trump sagði þetta í tísti sem hann birti fyrr í dag en þar sagðist hann einnig að á þessu fjárlagafrumvapi ætti að vera fjárveiting í að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Forsetinn hótaði því í síðasta mánuði að stöðva alríkisstjórnina ef að þingið veitti ekki fé í byggingu múrsins.

Hann kvartaði einnig yfir því í dag að bandaríska þingið hefði ekki staðfest hundruð útnefninga hans í embætti í hans stjórn. Hann sakaði Demókrata um að tefja málið málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×