Umboðsmenn hafa sett út á öryggi innsigla Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. maí 2018 08:00 Til hægri sést innsigli sem losnað hefur frá. Auka innsigli umboðsmanns sjást blá á hinni myndinni. Umboðsmenn framboða hafa gert athugasemdir við öryggi innsigla sem notuð eru á kjörkössum hér á landi. Þeir sem um er að ræða telja hættu á að þau geti losnað af kössum og að hægt sé að eiga við þau á auðveldan hátt. Dómsmálaráðuneytið telur ekki tilefni til breytinga. „Það var tvímælalaust betrumbót þegar byrjað var að nota númeruð innsigli. Gallinn við þau er hins vegar að það er hægt að taka þau af án þess að skilja eftir sig verksummerki. Við sáum það til dæmis í síðustu þingkosningum að innsiglin voru að losna af kössunum,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Sum framboð hafa brugðist við þessu með því að setja sín eigin innsigli á kjörkassana á sama tíma og þeir eru innsiglaðir af kjörstjórn. Þau innsigli séu rammgerðari og nær ómögulegt að fjarlægja þau af kössunum án þess að lím verði eftir á þeim. Þá sé ekki hægt að setja þau aftur á kassann með góðu móti eftir að átt hefur verið við þau.Hér sést laust innsigli.Áður en Björn var kjörinn á þing hafði hann nokkrum sinnum verið umboðsmaður framboðs í kosningum. Í þeim kosningum segir Björn að hann hafi séð ýmislegt ótrúlegt eiga sér stað. Meðal athugasemda sem hann hefur er að kjörkassarnir séu ekki innsiglaðir fyrr en skipt er um kjörkassa og eldri kassi fjarlægður. „Í kosningunum 2013 komum við inn í kjördeild þar sem kjörkassinn var við það að verða fullur. Þegar við spurðum hvað væri gert ef hann fylltist tók starfsmaður kjörstjórnar sig til, opnaði kassann og tróð atkvæðaseðlunum niður,“ segir Björn. Athugasemdir hafa einnig verið gerðar við hluta kjörkassanna en þeir séu margir komnir til ára sinna. Björn nefnir dæmi af tilviki þar sem botninn féll úr kjörkassanum þegar verið var að skipta um kassa. „Atkvæðin flæddu um allt gólf í kjölfarið. Því var reddað með því að sækja límband, teipa botninn aftur á og setja innsigli yfir límbandið,“ segir Björn. Þá bendir hann einnig á að auðvelt sé að losa skrúfur á kössunum og eiga við atkvæðin. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um öryggi þeirra innsigla sem nú eru notuð og hvort komið hafi til skoðunar að breyta þeim. Í svarinu segir að kvörtun vegna innsiglanna hafi borist fyrir síðustu kosningar. Í kjölfarið var kannað hjá yfirkjörstjórnum hvort einhver vandamál hafi komið upp. „Fram kom að ekki hefði orðið vart við að innsiglin væru á einhvern hátt ekki í lagi eða þjónuðu ekki sínum tilgangi. Eitt tilvik var þekkt um að innsigli hefði verið illa sett á kassa með utankjörfundaratkvæðum þannig að það var illa strengt yfir kassa en ekki voru tilvik um að innsigli hefðu losnað af kössum eða að unnt væri að taka þau af og setja aftur á með einföldum hætti. ÖSE fylgdist með alþingiskosningunum hér í október síðastliðnum og gerði ekki athugasemdir við innsiglin þó athygli hefði verið vakin á áhyggjum viðmælenda þeirra af innsiglum. Því hefur ekki þótt tilefni til að skipta um innsiglistegund,“ segir í svari ráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Umboðsmenn framboða hafa gert athugasemdir við öryggi innsigla sem notuð eru á kjörkössum hér á landi. Þeir sem um er að ræða telja hættu á að þau geti losnað af kössum og að hægt sé að eiga við þau á auðveldan hátt. Dómsmálaráðuneytið telur ekki tilefni til breytinga. „Það var tvímælalaust betrumbót þegar byrjað var að nota númeruð innsigli. Gallinn við þau er hins vegar að það er hægt að taka þau af án þess að skilja eftir sig verksummerki. Við sáum það til dæmis í síðustu þingkosningum að innsiglin voru að losna af kössunum,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Sum framboð hafa brugðist við þessu með því að setja sín eigin innsigli á kjörkassana á sama tíma og þeir eru innsiglaðir af kjörstjórn. Þau innsigli séu rammgerðari og nær ómögulegt að fjarlægja þau af kössunum án þess að lím verði eftir á þeim. Þá sé ekki hægt að setja þau aftur á kassann með góðu móti eftir að átt hefur verið við þau.Hér sést laust innsigli.Áður en Björn var kjörinn á þing hafði hann nokkrum sinnum verið umboðsmaður framboðs í kosningum. Í þeim kosningum segir Björn að hann hafi séð ýmislegt ótrúlegt eiga sér stað. Meðal athugasemda sem hann hefur er að kjörkassarnir séu ekki innsiglaðir fyrr en skipt er um kjörkassa og eldri kassi fjarlægður. „Í kosningunum 2013 komum við inn í kjördeild þar sem kjörkassinn var við það að verða fullur. Þegar við spurðum hvað væri gert ef hann fylltist tók starfsmaður kjörstjórnar sig til, opnaði kassann og tróð atkvæðaseðlunum niður,“ segir Björn. Athugasemdir hafa einnig verið gerðar við hluta kjörkassanna en þeir séu margir komnir til ára sinna. Björn nefnir dæmi af tilviki þar sem botninn féll úr kjörkassanum þegar verið var að skipta um kassa. „Atkvæðin flæddu um allt gólf í kjölfarið. Því var reddað með því að sækja límband, teipa botninn aftur á og setja innsigli yfir límbandið,“ segir Björn. Þá bendir hann einnig á að auðvelt sé að losa skrúfur á kössunum og eiga við atkvæðin. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um öryggi þeirra innsigla sem nú eru notuð og hvort komið hafi til skoðunar að breyta þeim. Í svarinu segir að kvörtun vegna innsiglanna hafi borist fyrir síðustu kosningar. Í kjölfarið var kannað hjá yfirkjörstjórnum hvort einhver vandamál hafi komið upp. „Fram kom að ekki hefði orðið vart við að innsiglin væru á einhvern hátt ekki í lagi eða þjónuðu ekki sínum tilgangi. Eitt tilvik var þekkt um að innsigli hefði verið illa sett á kassa með utankjörfundaratkvæðum þannig að það var illa strengt yfir kassa en ekki voru tilvik um að innsigli hefðu losnað af kössum eða að unnt væri að taka þau af og setja aftur á með einföldum hætti. ÖSE fylgdist með alþingiskosningunum hér í október síðastliðnum og gerði ekki athugasemdir við innsiglin þó athygli hefði verið vakin á áhyggjum viðmælenda þeirra af innsiglum. Því hefur ekki þótt tilefni til að skipta um innsiglistegund,“ segir í svari ráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira