Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2018 14:40 Frá mótmælunum í dag þar sem Palestínumenn hafa kveikt í dekkjum en Ísraelsher hefur skotið á þá. vísir/ap Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Þá hefur BBC eftir yfirvöldum í Palestínu að að minnsta kosti 1800 manns hafi særst í átökunum. Talið er að um fjörutíu séu alvarlega slasaðir og á meðal þeirra sem hafa verið drepnir í mótmælunum er 14 ára drengur. Athöfn sem markar opnun sendiráðsins hófst í Jerúsalem klukkan 13 að íslenskum tíma. Um 800 gestir voru við opnunina, þar á meðal dóttir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar Jared Kushner. Það var í desmber í fyrra sem Trump tilkynnti um ákvörðun sína að opna sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael. Ákvörðunin er afar umdeild þar sem bæði Palestínumenn og Ísraelar gera tilkall borgarinnar; þeir fyrrnefndu líta á austurhluta Jerúsalem sem höfuðborg sína og hinir síðarnefndu telja borgina einfaldlega sína höfuðborg.Benjamin Netanyahu, Jared Kushner og Ivanka Trump við opnun sendiráðsins í dag.vísir/apSagði Ísrael fullvalda ríki sem megi ákveða hvar það hefur sína höfuðborg Þegar Palestínumenn og Ísraelar sömdu um frið árið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Slíkar viðræður hafa ekki farið fram og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna með ákvörðuninni um sendiráð í borginni. David Friedman, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, bauð gesti á opnuninni velkomna og hrósaði Trump fyrir hugrekki og skýra sýn varðandi það að opna sendiráð í Jerúsalem. Þá þakkaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Trump fyrir og sagði að hann hefði skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Trump var sjálfur ekki viðstaddur opnun sendiráðsins en sendi myndband með skilaboðum sem spilað var á staðnum. Sagði hann að loksins væri komið að þessu og minntist á það að Ísrael væri fullvalda ríki sem mætti sjálft ákveða hvar höfuðborg þess væri. Þá benti hann á að ríkisstjórn Ísrael er með aðsetur í Jerúsalem sem og hæstiréttur landsins.Gríðarlegur fjöldi Palestínumanna hefur mótmælt í dag og er talið að um 1800 manns hafi slasast.vísir/apÁhyggjufullur vegna þess hve margir hafa fallið Ísraelsher segir að um 35 þúsund Palestínumenn taki þátt í „ofbeldisfullum mótmælum“ á Gaza við öryggisgirðinguna sem markar landamæri svæðisins og Ísrael. Segir herinn að tilgangur mótmælanna sé rjúfa gat í girðinguna og ráðast inn í ísraelsk samfélög hinu megin við hana. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt aðgerðir Ísraelshers á Gaza í dag og segja að verið sé að brjóta alþjóðalög og mannréttindi á svæðinu. Þá sagði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, við blaðamenn í Vín í Austurríki að hann væri áhyggjufullur vegna þess hve margir hafa verið drepnir í mótmælunum.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hæstánægður með sendiráðið í Ísrael ef marka má orð hans í dag.vísir/getty„Einfaldlega að viðurkenna raunveruleikann“ Eftir að opnunarathöfn sendiráðsins var lokið sendi Hvíta húsið frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að viðurkenning Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þýddi ekki að viðræður um framtíðarstöðu borgarinnar væru komnar á endastöð. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að með ákvörðuninni standi Trump við loforð sem hann gaf og að hann sé að „einfaldlega að viðurkenna raunveruleikann.“ Byggt á fréttum og textalýsingumGuardian og BBC. Donald Trump Tengdar fréttir Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17 Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Þá hefur BBC eftir yfirvöldum í Palestínu að að minnsta kosti 1800 manns hafi særst í átökunum. Talið er að um fjörutíu séu alvarlega slasaðir og á meðal þeirra sem hafa verið drepnir í mótmælunum er 14 ára drengur. Athöfn sem markar opnun sendiráðsins hófst í Jerúsalem klukkan 13 að íslenskum tíma. Um 800 gestir voru við opnunina, þar á meðal dóttir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar Jared Kushner. Það var í desmber í fyrra sem Trump tilkynnti um ákvörðun sína að opna sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael. Ákvörðunin er afar umdeild þar sem bæði Palestínumenn og Ísraelar gera tilkall borgarinnar; þeir fyrrnefndu líta á austurhluta Jerúsalem sem höfuðborg sína og hinir síðarnefndu telja borgina einfaldlega sína höfuðborg.Benjamin Netanyahu, Jared Kushner og Ivanka Trump við opnun sendiráðsins í dag.vísir/apSagði Ísrael fullvalda ríki sem megi ákveða hvar það hefur sína höfuðborg Þegar Palestínumenn og Ísraelar sömdu um frið árið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Slíkar viðræður hafa ekki farið fram og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna með ákvörðuninni um sendiráð í borginni. David Friedman, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, bauð gesti á opnuninni velkomna og hrósaði Trump fyrir hugrekki og skýra sýn varðandi það að opna sendiráð í Jerúsalem. Þá þakkaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Trump fyrir og sagði að hann hefði skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Trump var sjálfur ekki viðstaddur opnun sendiráðsins en sendi myndband með skilaboðum sem spilað var á staðnum. Sagði hann að loksins væri komið að þessu og minntist á það að Ísrael væri fullvalda ríki sem mætti sjálft ákveða hvar höfuðborg þess væri. Þá benti hann á að ríkisstjórn Ísrael er með aðsetur í Jerúsalem sem og hæstiréttur landsins.Gríðarlegur fjöldi Palestínumanna hefur mótmælt í dag og er talið að um 1800 manns hafi slasast.vísir/apÁhyggjufullur vegna þess hve margir hafa fallið Ísraelsher segir að um 35 þúsund Palestínumenn taki þátt í „ofbeldisfullum mótmælum“ á Gaza við öryggisgirðinguna sem markar landamæri svæðisins og Ísrael. Segir herinn að tilgangur mótmælanna sé rjúfa gat í girðinguna og ráðast inn í ísraelsk samfélög hinu megin við hana. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt aðgerðir Ísraelshers á Gaza í dag og segja að verið sé að brjóta alþjóðalög og mannréttindi á svæðinu. Þá sagði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, við blaðamenn í Vín í Austurríki að hann væri áhyggjufullur vegna þess hve margir hafa verið drepnir í mótmælunum.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hæstánægður með sendiráðið í Ísrael ef marka má orð hans í dag.vísir/getty„Einfaldlega að viðurkenna raunveruleikann“ Eftir að opnunarathöfn sendiráðsins var lokið sendi Hvíta húsið frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að viðurkenning Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þýddi ekki að viðræður um framtíðarstöðu borgarinnar væru komnar á endastöð. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að með ákvörðuninni standi Trump við loforð sem hann gaf og að hann sé að „einfaldlega að viðurkenna raunveruleikann.“ Byggt á fréttum og textalýsingumGuardian og BBC.
Donald Trump Tengdar fréttir Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17 Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17
Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33