Rosaleg á rauða dreglinum Benedikt Bóas skrifar 15. maí 2018 06:00 Vinstri: Kjóllinn er frá RedValentino og skórnir úr smiðju Nicholas Kirkwood. Miðja: Hér er María í haustlínu Georges Hobeika, skórnir eru frá Rene Caovilla. Hægri: Hér er María í kjól frá Valentino. Vísir/Getty Það er er eðlilega mikið að gera hjá Maríu Thelmu í skarkalanum í Cannes þar sem hún er stödd þessa dagana að kynna kvikmyndina Arctic. Reyndar er svo mikið að gera að hún átti erfitt með að finna tíma til að spjalla um viðtökurnar sem myndin hefur fengið og sitt hlutverk – en þetta er fyrsta stóra hlutverk hennar í kvikmynd. Íslenskir áhorfendur muna eftir henni úr þáttaröðinni Föngum, þar sem hún lék Írisi. Erlendir fjölmiðlar hafa einnig tekið vel í klæðaburð hennar á rauða dreglinum og á kynningum. María hafði heldur ekki tíma til að ræða kjólana og sagðist vera í samningaviðræðum um að ræða slíkt í öðrum miðli. Væntanlega má gera ráð fyrir að sá fjölmiðill sé erlendur enda hélt hún spilunum þétt að sér. Eðlilega var ekki hægt að ræða við Maríu um næstu skref á hennar ferli og hvort myndin og glæsileiki hennar á rauða dreglinum hefðu opnað einhverjar dyr. Hvort Hollywood biði með hlýjan faðm. Hún er á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og á síðasta leikári lék hún Li Na í verkinu Risaeðlunum þar sem Edda Björgvinsdóttir og Pálmi Gestsson léku einnig. Hún útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2017. Arctic skartar Maríu og dönsku ofurstjörnunni Mads Mikkelsen í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Brasilíumaðurinn Joe Penna sem sló fyrst í gegn á YouTube. Þar kallaði hann sig MysteryGuitarMan og var með þrjár milljónir manna í áskrift að efni frá sér. Myndin var sýnd fyrir troðfullum sal og þegar henni lauk stóð fólk upp og klappaði út í eitt í hartnær tíu mínútur eftir því sem Penna sagði.Leikstjórinn Joe Penna, María í Christian Dior og danska ofurstjarnan Mads Mikkelsen.Vísir/EPA Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands. 13. maí 2018 21:33 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Það er er eðlilega mikið að gera hjá Maríu Thelmu í skarkalanum í Cannes þar sem hún er stödd þessa dagana að kynna kvikmyndina Arctic. Reyndar er svo mikið að gera að hún átti erfitt með að finna tíma til að spjalla um viðtökurnar sem myndin hefur fengið og sitt hlutverk – en þetta er fyrsta stóra hlutverk hennar í kvikmynd. Íslenskir áhorfendur muna eftir henni úr þáttaröðinni Föngum, þar sem hún lék Írisi. Erlendir fjölmiðlar hafa einnig tekið vel í klæðaburð hennar á rauða dreglinum og á kynningum. María hafði heldur ekki tíma til að ræða kjólana og sagðist vera í samningaviðræðum um að ræða slíkt í öðrum miðli. Væntanlega má gera ráð fyrir að sá fjölmiðill sé erlendur enda hélt hún spilunum þétt að sér. Eðlilega var ekki hægt að ræða við Maríu um næstu skref á hennar ferli og hvort myndin og glæsileiki hennar á rauða dreglinum hefðu opnað einhverjar dyr. Hvort Hollywood biði með hlýjan faðm. Hún er á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og á síðasta leikári lék hún Li Na í verkinu Risaeðlunum þar sem Edda Björgvinsdóttir og Pálmi Gestsson léku einnig. Hún útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2017. Arctic skartar Maríu og dönsku ofurstjörnunni Mads Mikkelsen í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Brasilíumaðurinn Joe Penna sem sló fyrst í gegn á YouTube. Þar kallaði hann sig MysteryGuitarMan og var með þrjár milljónir manna í áskrift að efni frá sér. Myndin var sýnd fyrir troðfullum sal og þegar henni lauk stóð fólk upp og klappaði út í eitt í hartnær tíu mínútur eftir því sem Penna sagði.Leikstjórinn Joe Penna, María í Christian Dior og danska ofurstjarnan Mads Mikkelsen.Vísir/EPA
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands. 13. maí 2018 21:33 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands. 13. maí 2018 21:33