Rosaleg á rauða dreglinum Benedikt Bóas skrifar 15. maí 2018 06:00 Vinstri: Kjóllinn er frá RedValentino og skórnir úr smiðju Nicholas Kirkwood. Miðja: Hér er María í haustlínu Georges Hobeika, skórnir eru frá Rene Caovilla. Hægri: Hér er María í kjól frá Valentino. Vísir/Getty Það er er eðlilega mikið að gera hjá Maríu Thelmu í skarkalanum í Cannes þar sem hún er stödd þessa dagana að kynna kvikmyndina Arctic. Reyndar er svo mikið að gera að hún átti erfitt með að finna tíma til að spjalla um viðtökurnar sem myndin hefur fengið og sitt hlutverk – en þetta er fyrsta stóra hlutverk hennar í kvikmynd. Íslenskir áhorfendur muna eftir henni úr þáttaröðinni Föngum, þar sem hún lék Írisi. Erlendir fjölmiðlar hafa einnig tekið vel í klæðaburð hennar á rauða dreglinum og á kynningum. María hafði heldur ekki tíma til að ræða kjólana og sagðist vera í samningaviðræðum um að ræða slíkt í öðrum miðli. Væntanlega má gera ráð fyrir að sá fjölmiðill sé erlendur enda hélt hún spilunum þétt að sér. Eðlilega var ekki hægt að ræða við Maríu um næstu skref á hennar ferli og hvort myndin og glæsileiki hennar á rauða dreglinum hefðu opnað einhverjar dyr. Hvort Hollywood biði með hlýjan faðm. Hún er á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og á síðasta leikári lék hún Li Na í verkinu Risaeðlunum þar sem Edda Björgvinsdóttir og Pálmi Gestsson léku einnig. Hún útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2017. Arctic skartar Maríu og dönsku ofurstjörnunni Mads Mikkelsen í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Brasilíumaðurinn Joe Penna sem sló fyrst í gegn á YouTube. Þar kallaði hann sig MysteryGuitarMan og var með þrjár milljónir manna í áskrift að efni frá sér. Myndin var sýnd fyrir troðfullum sal og þegar henni lauk stóð fólk upp og klappaði út í eitt í hartnær tíu mínútur eftir því sem Penna sagði.Leikstjórinn Joe Penna, María í Christian Dior og danska ofurstjarnan Mads Mikkelsen.Vísir/EPA Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands. 13. maí 2018 21:33 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Það er er eðlilega mikið að gera hjá Maríu Thelmu í skarkalanum í Cannes þar sem hún er stödd þessa dagana að kynna kvikmyndina Arctic. Reyndar er svo mikið að gera að hún átti erfitt með að finna tíma til að spjalla um viðtökurnar sem myndin hefur fengið og sitt hlutverk – en þetta er fyrsta stóra hlutverk hennar í kvikmynd. Íslenskir áhorfendur muna eftir henni úr þáttaröðinni Föngum, þar sem hún lék Írisi. Erlendir fjölmiðlar hafa einnig tekið vel í klæðaburð hennar á rauða dreglinum og á kynningum. María hafði heldur ekki tíma til að ræða kjólana og sagðist vera í samningaviðræðum um að ræða slíkt í öðrum miðli. Væntanlega má gera ráð fyrir að sá fjölmiðill sé erlendur enda hélt hún spilunum þétt að sér. Eðlilega var ekki hægt að ræða við Maríu um næstu skref á hennar ferli og hvort myndin og glæsileiki hennar á rauða dreglinum hefðu opnað einhverjar dyr. Hvort Hollywood biði með hlýjan faðm. Hún er á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og á síðasta leikári lék hún Li Na í verkinu Risaeðlunum þar sem Edda Björgvinsdóttir og Pálmi Gestsson léku einnig. Hún útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2017. Arctic skartar Maríu og dönsku ofurstjörnunni Mads Mikkelsen í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Brasilíumaðurinn Joe Penna sem sló fyrst í gegn á YouTube. Þar kallaði hann sig MysteryGuitarMan og var með þrjár milljónir manna í áskrift að efni frá sér. Myndin var sýnd fyrir troðfullum sal og þegar henni lauk stóð fólk upp og klappaði út í eitt í hartnær tíu mínútur eftir því sem Penna sagði.Leikstjórinn Joe Penna, María í Christian Dior og danska ofurstjarnan Mads Mikkelsen.Vísir/EPA
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands. 13. maí 2018 21:33 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands. 13. maí 2018 21:33