Hvítasunnuveðrið gæti sett ferðalög í uppnám Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2018 07:21 Fólk sem ætlar að vera á faraldsfæti um helgina gæti þurft að gera ráðstafanir. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Veðurstofan gerir ráð fyrir „óvenjulega hvössum vind“ um hvítasunnuhelgina. Gangi spár eftir sé því ljóst að veður getur raskað ýmsum áætlunum sem Íslendingar kunna að hafa gert fyrir helgina, til dæmis varðandi útilegur eða fjallaferðir. Það er þó útlit fyrir suðvestan kalda með vætu í dag, en þurrt og bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Það getur hitinn orðið allt að 12-13 stigum. Það tekur svo að hvessa á morgun af suðri og suðaustri, allhvass vindur síðdegis og talsverð rigning ásamt snörpum hviðum við fjöll. Hins vegar verður hægari vindur og þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi og þar gæti hiti náð 15-16 stigum í hnjúkaþey á morgun. Þegar kemur fram á föstudag er svo útlit fyrir svala suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en þurrt á austurhelmingi landins. Föstudagurinn telst vera stund milli stríða, því á laugardag og sunnudag, hvítasunnudag, er gert ráð fyrir að hvöss suðlæg átt verði þrálát með talsverðri rigningu. Það getur haft fyrrnefndar afleiðingar fyrir hvers kyns áætlanir um þessa miklu ferðahelgi.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s síðdegis og talsverð rigning, en heldur hægari og þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðaustantil á landinu. Snýst í suðvestan 8-13 vestanlands þegar líður á kvöldið með skúrum og kólnandi veðri. Á föstudag:Suðvestan 5-13 m/s og dálitlir skúrir eða slydduél, en þurrt og bjart á austurhelmingi landins. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands. Á laugardag:Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnantil á landinu. Hiti 5 til 10 stig. Á sunnudag (hvítasunnudagur):Útlit fyrir hvassa suðvestanátt og rigningu með köflum, en þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 8 stig. Á mánudag (annar í hvítasunnu):Útlit fyrir að lægi á landinu og stytti upp að mestu. Hiti 3 til 9 stig. Á þriðjudag:Líklega suðaustanátt með rigningu, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Veður Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Veðurstofan gerir ráð fyrir „óvenjulega hvössum vind“ um hvítasunnuhelgina. Gangi spár eftir sé því ljóst að veður getur raskað ýmsum áætlunum sem Íslendingar kunna að hafa gert fyrir helgina, til dæmis varðandi útilegur eða fjallaferðir. Það er þó útlit fyrir suðvestan kalda með vætu í dag, en þurrt og bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Það getur hitinn orðið allt að 12-13 stigum. Það tekur svo að hvessa á morgun af suðri og suðaustri, allhvass vindur síðdegis og talsverð rigning ásamt snörpum hviðum við fjöll. Hins vegar verður hægari vindur og þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi og þar gæti hiti náð 15-16 stigum í hnjúkaþey á morgun. Þegar kemur fram á föstudag er svo útlit fyrir svala suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en þurrt á austurhelmingi landins. Föstudagurinn telst vera stund milli stríða, því á laugardag og sunnudag, hvítasunnudag, er gert ráð fyrir að hvöss suðlæg átt verði þrálát með talsverðri rigningu. Það getur haft fyrrnefndar afleiðingar fyrir hvers kyns áætlanir um þessa miklu ferðahelgi.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s síðdegis og talsverð rigning, en heldur hægari og þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðaustantil á landinu. Snýst í suðvestan 8-13 vestanlands þegar líður á kvöldið með skúrum og kólnandi veðri. Á föstudag:Suðvestan 5-13 m/s og dálitlir skúrir eða slydduél, en þurrt og bjart á austurhelmingi landins. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands. Á laugardag:Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnantil á landinu. Hiti 5 til 10 stig. Á sunnudag (hvítasunnudagur):Útlit fyrir hvassa suðvestanátt og rigningu með köflum, en þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 8 stig. Á mánudag (annar í hvítasunnu):Útlit fyrir að lægi á landinu og stytti upp að mestu. Hiti 3 til 9 stig. Á þriðjudag:Líklega suðaustanátt með rigningu, en þurrt á Norður- og Austurlandi.
Veður Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira