Svekkt eiginkona atvinnukylfings lamdi tengdamóður sína Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. maí 2018 23:30 Það er mikil pressa á Glover í hvert skipti sem hann fer út á golfvöll. vísir/getty Eiginkona atvinnukylfingsins Lucas Glover hefur verið handtekin og ákærð fyrir að ganga í skrokk á tengdamóður sinni. Búið er að ákæra Kristu Glover fyrir heimilisofbeldi sem og fyrir að vera með mótþróa við handtöku. Hún var handtekin í húsi sem hún leigði í Flórída er eiginmaður hennar var að spila á Players-meistaramótinu. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu og allt var vitlaust er hann snéri aftur í húsið. Lucas tjáði lögreglu að í hvert skipti sem hann spilaði illa þá byrjaði hún með læti. Krista segir að tengdamóðir sín hafi byrjað með lætin en tengdamamman er með sár á báðum höndum. Samkvæmt lögregluskýrslu var Krista að drekka allan daginn og vel við skál er Lucas kom heim. Hann fékk þá að heyra það fyrir spilamennsku sína. Sjálfur var Lucas særður en hann sagði það vera vegna þess að hann hefði reynt að stöðva slagsmálin á milli eiginkonu og móður sinnar. Krista sturlaðist er hún var færð í járnum út í lögreglubíl. Hún öskraði ókvæðisorðum að lögregluþjónunum og sagðist ætla að láta golfsambandið vita af þessu. „Þið munuð missa vinnuna. Það er út af svona hlutum sem lögregluþjónar eru skotnir í andlitið,“ bætti hún við. Hennar bíður að mæta dómara í lok mánaðarins. Golf Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Eiginkona atvinnukylfingsins Lucas Glover hefur verið handtekin og ákærð fyrir að ganga í skrokk á tengdamóður sinni. Búið er að ákæra Kristu Glover fyrir heimilisofbeldi sem og fyrir að vera með mótþróa við handtöku. Hún var handtekin í húsi sem hún leigði í Flórída er eiginmaður hennar var að spila á Players-meistaramótinu. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu og allt var vitlaust er hann snéri aftur í húsið. Lucas tjáði lögreglu að í hvert skipti sem hann spilaði illa þá byrjaði hún með læti. Krista segir að tengdamóðir sín hafi byrjað með lætin en tengdamamman er með sár á báðum höndum. Samkvæmt lögregluskýrslu var Krista að drekka allan daginn og vel við skál er Lucas kom heim. Hann fékk þá að heyra það fyrir spilamennsku sína. Sjálfur var Lucas særður en hann sagði það vera vegna þess að hann hefði reynt að stöðva slagsmálin á milli eiginkonu og móður sinnar. Krista sturlaðist er hún var færð í járnum út í lögreglubíl. Hún öskraði ókvæðisorðum að lögregluþjónunum og sagðist ætla að láta golfsambandið vita af þessu. „Þið munuð missa vinnuna. Það er út af svona hlutum sem lögregluþjónar eru skotnir í andlitið,“ bætti hún við. Hennar bíður að mæta dómara í lok mánaðarins.
Golf Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira