Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2018 19:56 Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga. Vísir/Daníel Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi sem Þjóðskrá Íslands hefur til sérstakrar skoðunar. Nýlega fjölgaði íbúum í Árneshreppi á Ströndum, fámennasta sveitarfélagi landsins, um 38 prósent. Fjölgunin þótti óvænt, jafnvel grunsamleg, og þá sérstaklega fyrir þær sakir að afar stutt er til sveitastjórnarkosninga auk þess sem tekist er á um virkjun Hvalár.Sjá einnig: Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Halldór, sem var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis í dag, sagði málið mjög sérstakt en sambandið fylgist með gangi mála. Sjálfum var honum þó ekki kunnugt um hvort óskað hefði verið eftir ráðgjöf sambandsins í málinu. Halldór sagði jafnframt að endurskoða þyrfti lög um lögheimili og lögheimilsflutninga. „Þau eru nattúrulega gölluð, það er auðvitað galli á kerfinu að nú geti einhver flutt heim til þín, Þorgeir. Það gæti einhver núna setið við tölvuna og skráð sig á heimili þitt og þú veist ekki af því og hefur ekkert um það að segja. Svo er ekki víst að þú komist að því fyrr en eftir einhvern tíma.“ Þá sagði Halldór að sveitarstjórn Árneshrepps gæti ekki samþykkt kjörskrá sem svindl er á bak við. Þá taldi hann ekkert annað í boði en að taka umræddar nýjar skráningar út af kjörskránni. Málið í Árneshreppi sýni enn fremur fram á nauðsyn þess að innleiða lög um lágmarksstærð sveitarfélaga. Engin slík lög eru í gildi í dag en í eldri lögum var lágmarksstærð miðuð við 50 íbúa. „Svona lítið sveitarfélag, með tæplega 50 íbúa, þetta er auðvitað alltof lítið. Við þurfum að fara að taka ákvörðun í þessu landi um hver lágmarksstærð sveitarfélaga á að vera. Það er ekki eðlilegt að í sveitarstjórnarlögum sé engin lágmarksstærð.“Hlusta má á viðtalið við Halldór Halldórsson í heild sinni í spilaranum að neðan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi sem Þjóðskrá Íslands hefur til sérstakrar skoðunar. Nýlega fjölgaði íbúum í Árneshreppi á Ströndum, fámennasta sveitarfélagi landsins, um 38 prósent. Fjölgunin þótti óvænt, jafnvel grunsamleg, og þá sérstaklega fyrir þær sakir að afar stutt er til sveitastjórnarkosninga auk þess sem tekist er á um virkjun Hvalár.Sjá einnig: Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Halldór, sem var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis í dag, sagði málið mjög sérstakt en sambandið fylgist með gangi mála. Sjálfum var honum þó ekki kunnugt um hvort óskað hefði verið eftir ráðgjöf sambandsins í málinu. Halldór sagði jafnframt að endurskoða þyrfti lög um lögheimili og lögheimilsflutninga. „Þau eru nattúrulega gölluð, það er auðvitað galli á kerfinu að nú geti einhver flutt heim til þín, Þorgeir. Það gæti einhver núna setið við tölvuna og skráð sig á heimili þitt og þú veist ekki af því og hefur ekkert um það að segja. Svo er ekki víst að þú komist að því fyrr en eftir einhvern tíma.“ Þá sagði Halldór að sveitarstjórn Árneshrepps gæti ekki samþykkt kjörskrá sem svindl er á bak við. Þá taldi hann ekkert annað í boði en að taka umræddar nýjar skráningar út af kjörskránni. Málið í Árneshreppi sýni enn fremur fram á nauðsyn þess að innleiða lög um lágmarksstærð sveitarfélaga. Engin slík lög eru í gildi í dag en í eldri lögum var lágmarksstærð miðuð við 50 íbúa. „Svona lítið sveitarfélag, með tæplega 50 íbúa, þetta er auðvitað alltof lítið. Við þurfum að fara að taka ákvörðun í þessu landi um hver lágmarksstærð sveitarfélaga á að vera. Það er ekki eðlilegt að í sveitarstjórnarlögum sé engin lágmarksstærð.“Hlusta má á viðtalið við Halldór Halldórsson í heild sinni í spilaranum að neðan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45