„Þetta er ekki fólk, þetta eru dýr“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2018 08:49 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á fundinum í gær. vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á fundi í Hvíta húsinu í gær að ólöglegir innflytjendur í landinu væru sumir hverjir dýr en ekki fólk. Ekki var ljóst á fundinum hvort að forsetinn væri að vísa sérstaklega til meðlima í glæpagenginu MS-13 eða í víðara samhengi til innflytjenda sem hefur verið vísað úr landi. Trump lét ummælin falla á fundi með leiðtogum Kailforníuríkis en til umræðu voru lög í Kaliforníu sem takmarka að miklu leyti öll samskipti á milli svæðislögreglu og landamæravarða ríkisins. Trump hefur stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og vill fá henni hnekkt. Á fundinum sagði Trump að Bandaríkin gætu gert miklu betur í því að halda óæskilegu fólk i frá landinu, þar á meðal meðlimum alþjóðlegra glæpagengja á borð við MS-13. „Það er fólk sem er að koma inn í landið, eða að reyna að komast inn í landið, og við erum að stöðva marga en við erum að senda fólk burt. Þú myndir ekki trúa hversu vont þetta fólk er. Þetta er ekki fólk, þetta eru dýr. [...] Út af veikri löggjöf koma þau inn fljótt, við tökum þau, við sleppum þeim, við tökum þau aftur, við vísum þeim úr landi. Þetta er brjálæði,“ sagði forsetinn á fundinum.Trump hefur áður notað orðið „dýr“ þegar hann er að vísa til meðlima MS-13. Það gerði hann á fundi með lögregluyfirvöldum í Long Island í júlí í fyrra. Að því er fram kemur á vefnum Vox eru Trump og stjórn hans þó ekki að einbeita sér að því að vísa glæpamönnum úr landi. Frá því að Trump tók við völdum í byrjun árs 2017 og þar til árslok 2017 var 45.436 innflytjendum sem ekki voru á sakaskrá vísað úr landi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Hringborðsumræða um skatta fór út af sporinu. 5. apríl 2018 23:21 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á fundi í Hvíta húsinu í gær að ólöglegir innflytjendur í landinu væru sumir hverjir dýr en ekki fólk. Ekki var ljóst á fundinum hvort að forsetinn væri að vísa sérstaklega til meðlima í glæpagenginu MS-13 eða í víðara samhengi til innflytjenda sem hefur verið vísað úr landi. Trump lét ummælin falla á fundi með leiðtogum Kailforníuríkis en til umræðu voru lög í Kaliforníu sem takmarka að miklu leyti öll samskipti á milli svæðislögreglu og landamæravarða ríkisins. Trump hefur stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og vill fá henni hnekkt. Á fundinum sagði Trump að Bandaríkin gætu gert miklu betur í því að halda óæskilegu fólk i frá landinu, þar á meðal meðlimum alþjóðlegra glæpagengja á borð við MS-13. „Það er fólk sem er að koma inn í landið, eða að reyna að komast inn í landið, og við erum að stöðva marga en við erum að senda fólk burt. Þú myndir ekki trúa hversu vont þetta fólk er. Þetta er ekki fólk, þetta eru dýr. [...] Út af veikri löggjöf koma þau inn fljótt, við tökum þau, við sleppum þeim, við tökum þau aftur, við vísum þeim úr landi. Þetta er brjálæði,“ sagði forsetinn á fundinum.Trump hefur áður notað orðið „dýr“ þegar hann er að vísa til meðlima MS-13. Það gerði hann á fundi með lögregluyfirvöldum í Long Island í júlí í fyrra. Að því er fram kemur á vefnum Vox eru Trump og stjórn hans þó ekki að einbeita sér að því að vísa glæpamönnum úr landi. Frá því að Trump tók við völdum í byrjun árs 2017 og þar til árslok 2017 var 45.436 innflytjendum sem ekki voru á sakaskrá vísað úr landi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Hringborðsumræða um skatta fór út af sporinu. 5. apríl 2018 23:21 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56
Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29
Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Hringborðsumræða um skatta fór út af sporinu. 5. apríl 2018 23:21