Páfagarður vill hertar reglur um „siðlaust“ fjármálakerfi Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2018 11:34 Frans páfi hefur þótt frjálslyndari í sumum efnum en forverar hans. Páfagarður hefur nú gefið út yfirlýsingu sem virðist beint að afregluvæðingu fjármálakerfis heimsins. Vísir/AFP Efnahagskreppur eru sannanir þess að markaðir og fjármálakerfi hafi ekki reynst fær um að stjórna sjálfum sér og þörf er á siðferði og hertum reglum að mati Páfagarðs. Í opinberri yfirlýsingu gagnrýnir kaþólska kirkjan „glannalega og siðlausa menningu sóunar“. Skjöl sem þetta eru talin opinberar kenningar kaþólsku kirkjunnar. Tvær deildir Páfagarðs sömdu yfirlýsinguna sem er fimmtán blaðsíðna löng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páfagarður lýsir því yfir að hagnaður sem er aðeins hagnaðarins vegna en ekki til almannaheilla sé „ólögmætur“. Menning sóunar hafi skapað fámennisstjórnir í sumum löndum á sama tíma og mikill fjöldi fátæks fólks eigi sér engrar undankomu auðið. Ákveðum fjármálagjörningum er lýst sem „efnahagslegu mannáti“ í yfirlýsingu Páfagarðs. Sumar gerðir svonefndrar afleiða væru „tifandi tímasprengja sem er við það að springa fyrr eða seinna og eitra fyrir heilsu markaða“. Velferð meirihluta mannkynsins velti á mörkuðum og þeir verði að byggja á traustum siðferðislegum grunni til að hjálpa öllum, þar á meðal þeim sem búa við örbirgð. Gagnrýnir Páfagarður viðbrögð landa heims við efnahagskreppunni. Í stað þess að búa til nýtt efnahagskerfi virðist stefnan nú tekin á sömu brestina sem voru ríkjandi fyrir hrunið. Því kallar Páfagarður eftir hertum reglum. Ein helsta orsök efnahagshrunsins hafi verið „ósiðleg hegðun fulltrúa fjármálaheimsins“. Leggur hann til að skilja að viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, koma þurfi á fót siðanefndum innan banka og kenna þurfi siðfræði í helstu viðskiptaskólum heims. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Efnahagskreppur eru sannanir þess að markaðir og fjármálakerfi hafi ekki reynst fær um að stjórna sjálfum sér og þörf er á siðferði og hertum reglum að mati Páfagarðs. Í opinberri yfirlýsingu gagnrýnir kaþólska kirkjan „glannalega og siðlausa menningu sóunar“. Skjöl sem þetta eru talin opinberar kenningar kaþólsku kirkjunnar. Tvær deildir Páfagarðs sömdu yfirlýsinguna sem er fimmtán blaðsíðna löng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páfagarður lýsir því yfir að hagnaður sem er aðeins hagnaðarins vegna en ekki til almannaheilla sé „ólögmætur“. Menning sóunar hafi skapað fámennisstjórnir í sumum löndum á sama tíma og mikill fjöldi fátæks fólks eigi sér engrar undankomu auðið. Ákveðum fjármálagjörningum er lýst sem „efnahagslegu mannáti“ í yfirlýsingu Páfagarðs. Sumar gerðir svonefndrar afleiða væru „tifandi tímasprengja sem er við það að springa fyrr eða seinna og eitra fyrir heilsu markaða“. Velferð meirihluta mannkynsins velti á mörkuðum og þeir verði að byggja á traustum siðferðislegum grunni til að hjálpa öllum, þar á meðal þeim sem búa við örbirgð. Gagnrýnir Páfagarður viðbrögð landa heims við efnahagskreppunni. Í stað þess að búa til nýtt efnahagskerfi virðist stefnan nú tekin á sömu brestina sem voru ríkjandi fyrir hrunið. Því kallar Páfagarður eftir hertum reglum. Ein helsta orsök efnahagshrunsins hafi verið „ósiðleg hegðun fulltrúa fjármálaheimsins“. Leggur hann til að skilja að viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, koma þurfi á fót siðanefndum innan banka og kenna þurfi siðfræði í helstu viðskiptaskólum heims.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira