Ólafía um miðjan hóp eftir fyrsta hringinn í Virginíu Ísak Jasonarson skrifar 17. maí 2018 21:30 Ólafía í Texas fyrr í mánuðinum. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lék ágætt golf á River vellinum í Virginíu fylki og kom inn á pari vallarins. Á hringnum fékk Ólafía alls þrjá fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla og er hún jöfn í 72. sæti af alls 144 keppendum. Efstu kylfingar mótsins eru jafnir á sex höggum undir pari en þeirra á meðal er Jessica Korda sem hefur nú þegar sigrað á einu móti á tímabilinu. Þó eiga nokkrir kylfingar enn eftir að ljúka leik í dag. Kingsmill Championship er fjögurra daga mót sem lýkur á sunnudaginn. Eftir tvo hringi verður skorið niður og komast þá um 70 efstu kylfingarnir áfram. Ólafía Þórunn þarf því að halda vel á spöðunum á föstudaginn þegar annar hringurinn fer fram.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lék ágætt golf á River vellinum í Virginíu fylki og kom inn á pari vallarins. Á hringnum fékk Ólafía alls þrjá fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla og er hún jöfn í 72. sæti af alls 144 keppendum. Efstu kylfingar mótsins eru jafnir á sex höggum undir pari en þeirra á meðal er Jessica Korda sem hefur nú þegar sigrað á einu móti á tímabilinu. Þó eiga nokkrir kylfingar enn eftir að ljúka leik í dag. Kingsmill Championship er fjögurra daga mót sem lýkur á sunnudaginn. Eftir tvo hringi verður skorið niður og komast þá um 70 efstu kylfingarnir áfram. Ólafía Þórunn þarf því að halda vel á spöðunum á föstudaginn þegar annar hringurinn fer fram.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira