Athöfnin hefst klukkan 11 að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma.
600 gestir verða í kapellunni þegar þau Meghan og Harry verða gefin saman en fyrir utan kastalann er búist við 2640 gestum, allt almennum borgurum, sem munu fylgjast með herlegheitunum.
Fylgst verður með herlegheitunum í Vaktinni hér fyrir neðan fram eftir degi. Beina útsendingu er einnig að finna hér fyrir neðan.