Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn gleymdust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 14:16 Sveinbjörg býður fram fyrir Borgina okkar - Reykjavík. Hún er óháður borgarfulltrúi í dag en var áður í Framsóknarflokknum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Lögmaður Borgarinnar okkar Reykjavík vakti athygli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á því í dag að í skoðanakönnun fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fyrir Morgunblaðið vantaði tvo flokka af þeim sextán sem bjóða fram. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir um mannleg mistök að ræða, biðst afsökunar og segir að gripið hafi verið til aðgerða til að leiðreitta könnunina. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, segist hafa fengið veður af því í dag að í könnun Félagsvísindastofnunar um hvaða flokk borgarbúar hygðust kjósa væru aðeins fjórtán valmöguleikar. Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn væru hvergi sjáanleg.Hvert er háskólasamfélagið komið? „Mér finnst þetta vera ábyrgðarhlutverk,“ segir Sveinbjörg Birna. Félagsvísindastofnun hefur unnið kannanir fyrir Morgunblaðið í lengri tíma og ein þeirra stóru kannana sem horft er til í aðdraganda kosninga. Sveinbjörgu finnst ótrúlegt að framboð hafi gleymst. „Grunnskólakrakkar vita meira að segja að það eru fullt af framboðum í gangi,“ segir Sveinbjörg en þetta er í annað skipti sem flokkurinn gleymist að hennar sögn. Í fyrra skiptið hafi könnun Gallup fyrir 5. maí ekki boðið upp á valmöguleikann Borgin okkar Reykjavík en hún hafi haft skilning á því. Framboðsfrestur var ekki runninn út og nýbúið að tilkynna framboðið. „En núna! Það eru átta dagar til kosninga og verið mikil umræða um fjölda framboða,“ segir Sveinbjörg. Þetta skipti miklu máli fyrir flokkana sem rói lífróður í aðdraganda kosninga. „Við vitum hversu skoðanamyndandi kannanir eru,“ segir Sveinbjörg. Hún sé í fyrsta skipti orðin pínu reið. Hún bendir á að föstudagskvöldið 25. maí verði kappræður oddvita í Reykjavík hjá Stöð 2. Þeim sem eiga raunhæfan möguleika á að ná mönnum í borgarstjórn, miðað við nýjustu skoðanakannanir, verður boðið í þáttinn. Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, segir mjög leiðinlegt að flokkarnir tveir hafi gleymst. Um mannleg mistök af hans hálfu hafi verið að ræða. Hann hafi afritað spurningu frá því í síðustu könnun sem framkvæmd var áður en Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn tilkynntu framboð sín. Hafsteinn útskýrir að um sé að ræða netkönnun þar sem tölvupóstur sé sendur út. Í póstinum, sem sendur var út í gær, hafi verið fjórtán framboð en auk þess geti notendur skrifað flokkinn sjálfir. Þegar mistökin hafi uppgötvast eftir símtal frá lögmanni Borgarinnar okkar Reykjavík í morgun hafi var brugðist strax við með því að senda nýjan póst út á alla notendur. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Hafseinn. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00 Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46 Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Lögmaður Borgarinnar okkar Reykjavík vakti athygli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á því í dag að í skoðanakönnun fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fyrir Morgunblaðið vantaði tvo flokka af þeim sextán sem bjóða fram. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir um mannleg mistök að ræða, biðst afsökunar og segir að gripið hafi verið til aðgerða til að leiðreitta könnunina. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, segist hafa fengið veður af því í dag að í könnun Félagsvísindastofnunar um hvaða flokk borgarbúar hygðust kjósa væru aðeins fjórtán valmöguleikar. Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn væru hvergi sjáanleg.Hvert er háskólasamfélagið komið? „Mér finnst þetta vera ábyrgðarhlutverk,“ segir Sveinbjörg Birna. Félagsvísindastofnun hefur unnið kannanir fyrir Morgunblaðið í lengri tíma og ein þeirra stóru kannana sem horft er til í aðdraganda kosninga. Sveinbjörgu finnst ótrúlegt að framboð hafi gleymst. „Grunnskólakrakkar vita meira að segja að það eru fullt af framboðum í gangi,“ segir Sveinbjörg en þetta er í annað skipti sem flokkurinn gleymist að hennar sögn. Í fyrra skiptið hafi könnun Gallup fyrir 5. maí ekki boðið upp á valmöguleikann Borgin okkar Reykjavík en hún hafi haft skilning á því. Framboðsfrestur var ekki runninn út og nýbúið að tilkynna framboðið. „En núna! Það eru átta dagar til kosninga og verið mikil umræða um fjölda framboða,“ segir Sveinbjörg. Þetta skipti miklu máli fyrir flokkana sem rói lífróður í aðdraganda kosninga. „Við vitum hversu skoðanamyndandi kannanir eru,“ segir Sveinbjörg. Hún sé í fyrsta skipti orðin pínu reið. Hún bendir á að föstudagskvöldið 25. maí verði kappræður oddvita í Reykjavík hjá Stöð 2. Þeim sem eiga raunhæfan möguleika á að ná mönnum í borgarstjórn, miðað við nýjustu skoðanakannanir, verður boðið í þáttinn. Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, segir mjög leiðinlegt að flokkarnir tveir hafi gleymst. Um mannleg mistök af hans hálfu hafi verið að ræða. Hann hafi afritað spurningu frá því í síðustu könnun sem framkvæmd var áður en Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn tilkynntu framboð sín. Hafsteinn útskýrir að um sé að ræða netkönnun þar sem tölvupóstur sé sendur út. Í póstinum, sem sendur var út í gær, hafi verið fjórtán framboð en auk þess geti notendur skrifað flokkinn sjálfir. Þegar mistökin hafi uppgötvast eftir símtal frá lögmanni Borgarinnar okkar Reykjavík í morgun hafi var brugðist strax við með því að senda nýjan póst út á alla notendur. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Hafseinn.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00 Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46 Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00
Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46
Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu