Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn gleymdust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 14:16 Sveinbjörg býður fram fyrir Borgina okkar - Reykjavík. Hún er óháður borgarfulltrúi í dag en var áður í Framsóknarflokknum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Lögmaður Borgarinnar okkar Reykjavík vakti athygli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á því í dag að í skoðanakönnun fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fyrir Morgunblaðið vantaði tvo flokka af þeim sextán sem bjóða fram. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir um mannleg mistök að ræða, biðst afsökunar og segir að gripið hafi verið til aðgerða til að leiðreitta könnunina. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, segist hafa fengið veður af því í dag að í könnun Félagsvísindastofnunar um hvaða flokk borgarbúar hygðust kjósa væru aðeins fjórtán valmöguleikar. Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn væru hvergi sjáanleg.Hvert er háskólasamfélagið komið? „Mér finnst þetta vera ábyrgðarhlutverk,“ segir Sveinbjörg Birna. Félagsvísindastofnun hefur unnið kannanir fyrir Morgunblaðið í lengri tíma og ein þeirra stóru kannana sem horft er til í aðdraganda kosninga. Sveinbjörgu finnst ótrúlegt að framboð hafi gleymst. „Grunnskólakrakkar vita meira að segja að það eru fullt af framboðum í gangi,“ segir Sveinbjörg en þetta er í annað skipti sem flokkurinn gleymist að hennar sögn. Í fyrra skiptið hafi könnun Gallup fyrir 5. maí ekki boðið upp á valmöguleikann Borgin okkar Reykjavík en hún hafi haft skilning á því. Framboðsfrestur var ekki runninn út og nýbúið að tilkynna framboðið. „En núna! Það eru átta dagar til kosninga og verið mikil umræða um fjölda framboða,“ segir Sveinbjörg. Þetta skipti miklu máli fyrir flokkana sem rói lífróður í aðdraganda kosninga. „Við vitum hversu skoðanamyndandi kannanir eru,“ segir Sveinbjörg. Hún sé í fyrsta skipti orðin pínu reið. Hún bendir á að föstudagskvöldið 25. maí verði kappræður oddvita í Reykjavík hjá Stöð 2. Þeim sem eiga raunhæfan möguleika á að ná mönnum í borgarstjórn, miðað við nýjustu skoðanakannanir, verður boðið í þáttinn. Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, segir mjög leiðinlegt að flokkarnir tveir hafi gleymst. Um mannleg mistök af hans hálfu hafi verið að ræða. Hann hafi afritað spurningu frá því í síðustu könnun sem framkvæmd var áður en Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn tilkynntu framboð sín. Hafsteinn útskýrir að um sé að ræða netkönnun þar sem tölvupóstur sé sendur út. Í póstinum, sem sendur var út í gær, hafi verið fjórtán framboð en auk þess geti notendur skrifað flokkinn sjálfir. Þegar mistökin hafi uppgötvast eftir símtal frá lögmanni Borgarinnar okkar Reykjavík í morgun hafi var brugðist strax við með því að senda nýjan póst út á alla notendur. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Hafseinn. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00 Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46 Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Lögmaður Borgarinnar okkar Reykjavík vakti athygli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á því í dag að í skoðanakönnun fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fyrir Morgunblaðið vantaði tvo flokka af þeim sextán sem bjóða fram. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir um mannleg mistök að ræða, biðst afsökunar og segir að gripið hafi verið til aðgerða til að leiðreitta könnunina. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, segist hafa fengið veður af því í dag að í könnun Félagsvísindastofnunar um hvaða flokk borgarbúar hygðust kjósa væru aðeins fjórtán valmöguleikar. Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn væru hvergi sjáanleg.Hvert er háskólasamfélagið komið? „Mér finnst þetta vera ábyrgðarhlutverk,“ segir Sveinbjörg Birna. Félagsvísindastofnun hefur unnið kannanir fyrir Morgunblaðið í lengri tíma og ein þeirra stóru kannana sem horft er til í aðdraganda kosninga. Sveinbjörgu finnst ótrúlegt að framboð hafi gleymst. „Grunnskólakrakkar vita meira að segja að það eru fullt af framboðum í gangi,“ segir Sveinbjörg en þetta er í annað skipti sem flokkurinn gleymist að hennar sögn. Í fyrra skiptið hafi könnun Gallup fyrir 5. maí ekki boðið upp á valmöguleikann Borgin okkar Reykjavík en hún hafi haft skilning á því. Framboðsfrestur var ekki runninn út og nýbúið að tilkynna framboðið. „En núna! Það eru átta dagar til kosninga og verið mikil umræða um fjölda framboða,“ segir Sveinbjörg. Þetta skipti miklu máli fyrir flokkana sem rói lífróður í aðdraganda kosninga. „Við vitum hversu skoðanamyndandi kannanir eru,“ segir Sveinbjörg. Hún sé í fyrsta skipti orðin pínu reið. Hún bendir á að föstudagskvöldið 25. maí verði kappræður oddvita í Reykjavík hjá Stöð 2. Þeim sem eiga raunhæfan möguleika á að ná mönnum í borgarstjórn, miðað við nýjustu skoðanakannanir, verður boðið í þáttinn. Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, segir mjög leiðinlegt að flokkarnir tveir hafi gleymst. Um mannleg mistök af hans hálfu hafi verið að ræða. Hann hafi afritað spurningu frá því í síðustu könnun sem framkvæmd var áður en Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn tilkynntu framboð sín. Hafsteinn útskýrir að um sé að ræða netkönnun þar sem tölvupóstur sé sendur út. Í póstinum, sem sendur var út í gær, hafi verið fjórtán framboð en auk þess geti notendur skrifað flokkinn sjálfir. Þegar mistökin hafi uppgötvast eftir símtal frá lögmanni Borgarinnar okkar Reykjavík í morgun hafi var brugðist strax við með því að senda nýjan póst út á alla notendur. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Hafseinn.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00 Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46 Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00
Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46
Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00