Platini beitti brögðum í skipulagningu HM 1998: „Haldið þið að aðrir hafi ekki gert hið sama?“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2018 15:00 Michel Platini kunni að spila sér í hag vísir/getty Fyrrum formaður evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, Michel Platini, viðurkenndi í viðtali við franska fjölmiðla að hann hafi beitt brögðum til þess að Frakkland og Brasilía gætu ekki mæst fyrr en í úrslitaleik lokakeppni HM 1998. Platini var yfir skipulagningu lokakeppninnar í Frakklandi 1998 ásamt fyrrum formanni franska knattspyrnusambandsins, Fernand Sastre. Platini sætir nú fjögurra ára banni frá viðkomu að öllum fótboltatengdum málum. Sastre lést í júní 1998 og sá því plan þeirra félaga ekki til enda. „Það var draumur allra [úrslitaleikur á milli Frakklands og Brasilíu],“ sagði Platini í viðtali við France Bleu. „Við beittum smá brögðum. Það þurfti að skipuleggja leikjaplanið og við gerðum það þannig að ef Frakkar og Brasilíumenn yrðu efstir í sínum riðlum þá myndu þeir ekki mætast fyrr en í úrslitunum. Við vorum á heimavelli og nýttum okkur það.“ Eins og frægt er þá sigraði Frakkland Brasilíu í úrslitunum fyrir tuttugu árum og tryggðu sér sinn eina heimsmeistaratitil til þessa. „Við lögðum okkur ekki alla fram við að geta skipulagt heimsmeistaramót án þess að leyfa okkur að beita smá brögðum. Haldið þið að aðrir hafi ekki gert slíkt hið sama? Í alvöru?“ Brasilíumenn voru ríkjandi heimsmeistarar og fóru þess vegna í riðil A og Frakkar voru settir í riðil C sem gestgjafar áður en drátturinn fór fram. Því var bragðatafl Platini og Sastre lítið mál.Coupe du Monde 98 : la "petite magouille" de Platini pour que France et Brésil s'évitent jusqu'à la finale > https://t.co/UksyybrYSnpic.twitter.com/9wbjnv4pEl — France Bleu Sport (@francebleusport) May 18, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Platini: EM er barnið mitt og það er svívirðilegt að ég verð ekki með Michel Platini má engin afskipti hafa af EM í Frakklandi í sumar, enda að taka út langt bann. 8. apríl 2016 08:45 Platini: Samviska mín er hrein Frakkinn segist ekkert hafa gert rangt og heldur áfram að berjast gegn banninu sem hann var dæmdur í. 14. september 2016 09:15 Bann Platini stytt aftur | Hættir sem forseti UEFA Áfrýjunardómstóllinn í Lausanne styttir bann Michel Platini í fjögur ár. 9. maí 2016 09:19 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Fyrrum formaður evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, Michel Platini, viðurkenndi í viðtali við franska fjölmiðla að hann hafi beitt brögðum til þess að Frakkland og Brasilía gætu ekki mæst fyrr en í úrslitaleik lokakeppni HM 1998. Platini var yfir skipulagningu lokakeppninnar í Frakklandi 1998 ásamt fyrrum formanni franska knattspyrnusambandsins, Fernand Sastre. Platini sætir nú fjögurra ára banni frá viðkomu að öllum fótboltatengdum málum. Sastre lést í júní 1998 og sá því plan þeirra félaga ekki til enda. „Það var draumur allra [úrslitaleikur á milli Frakklands og Brasilíu],“ sagði Platini í viðtali við France Bleu. „Við beittum smá brögðum. Það þurfti að skipuleggja leikjaplanið og við gerðum það þannig að ef Frakkar og Brasilíumenn yrðu efstir í sínum riðlum þá myndu þeir ekki mætast fyrr en í úrslitunum. Við vorum á heimavelli og nýttum okkur það.“ Eins og frægt er þá sigraði Frakkland Brasilíu í úrslitunum fyrir tuttugu árum og tryggðu sér sinn eina heimsmeistaratitil til þessa. „Við lögðum okkur ekki alla fram við að geta skipulagt heimsmeistaramót án þess að leyfa okkur að beita smá brögðum. Haldið þið að aðrir hafi ekki gert slíkt hið sama? Í alvöru?“ Brasilíumenn voru ríkjandi heimsmeistarar og fóru þess vegna í riðil A og Frakkar voru settir í riðil C sem gestgjafar áður en drátturinn fór fram. Því var bragðatafl Platini og Sastre lítið mál.Coupe du Monde 98 : la "petite magouille" de Platini pour que France et Brésil s'évitent jusqu'à la finale > https://t.co/UksyybrYSnpic.twitter.com/9wbjnv4pEl — France Bleu Sport (@francebleusport) May 18, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Platini: EM er barnið mitt og það er svívirðilegt að ég verð ekki með Michel Platini má engin afskipti hafa af EM í Frakklandi í sumar, enda að taka út langt bann. 8. apríl 2016 08:45 Platini: Samviska mín er hrein Frakkinn segist ekkert hafa gert rangt og heldur áfram að berjast gegn banninu sem hann var dæmdur í. 14. september 2016 09:15 Bann Platini stytt aftur | Hættir sem forseti UEFA Áfrýjunardómstóllinn í Lausanne styttir bann Michel Platini í fjögur ár. 9. maí 2016 09:19 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Platini: EM er barnið mitt og það er svívirðilegt að ég verð ekki með Michel Platini má engin afskipti hafa af EM í Frakklandi í sumar, enda að taka út langt bann. 8. apríl 2016 08:45
Platini: Samviska mín er hrein Frakkinn segist ekkert hafa gert rangt og heldur áfram að berjast gegn banninu sem hann var dæmdur í. 14. september 2016 09:15
Bann Platini stytt aftur | Hættir sem forseti UEFA Áfrýjunardómstóllinn í Lausanne styttir bann Michel Platini í fjögur ár. 9. maí 2016 09:19
31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00