Platini beitti brögðum í skipulagningu HM 1998: „Haldið þið að aðrir hafi ekki gert hið sama?“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2018 15:00 Michel Platini kunni að spila sér í hag vísir/getty Fyrrum formaður evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, Michel Platini, viðurkenndi í viðtali við franska fjölmiðla að hann hafi beitt brögðum til þess að Frakkland og Brasilía gætu ekki mæst fyrr en í úrslitaleik lokakeppni HM 1998. Platini var yfir skipulagningu lokakeppninnar í Frakklandi 1998 ásamt fyrrum formanni franska knattspyrnusambandsins, Fernand Sastre. Platini sætir nú fjögurra ára banni frá viðkomu að öllum fótboltatengdum málum. Sastre lést í júní 1998 og sá því plan þeirra félaga ekki til enda. „Það var draumur allra [úrslitaleikur á milli Frakklands og Brasilíu],“ sagði Platini í viðtali við France Bleu. „Við beittum smá brögðum. Það þurfti að skipuleggja leikjaplanið og við gerðum það þannig að ef Frakkar og Brasilíumenn yrðu efstir í sínum riðlum þá myndu þeir ekki mætast fyrr en í úrslitunum. Við vorum á heimavelli og nýttum okkur það.“ Eins og frægt er þá sigraði Frakkland Brasilíu í úrslitunum fyrir tuttugu árum og tryggðu sér sinn eina heimsmeistaratitil til þessa. „Við lögðum okkur ekki alla fram við að geta skipulagt heimsmeistaramót án þess að leyfa okkur að beita smá brögðum. Haldið þið að aðrir hafi ekki gert slíkt hið sama? Í alvöru?“ Brasilíumenn voru ríkjandi heimsmeistarar og fóru þess vegna í riðil A og Frakkar voru settir í riðil C sem gestgjafar áður en drátturinn fór fram. Því var bragðatafl Platini og Sastre lítið mál.Coupe du Monde 98 : la "petite magouille" de Platini pour que France et Brésil s'évitent jusqu'à la finale > https://t.co/UksyybrYSnpic.twitter.com/9wbjnv4pEl — France Bleu Sport (@francebleusport) May 18, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Platini: EM er barnið mitt og það er svívirðilegt að ég verð ekki með Michel Platini má engin afskipti hafa af EM í Frakklandi í sumar, enda að taka út langt bann. 8. apríl 2016 08:45 Platini: Samviska mín er hrein Frakkinn segist ekkert hafa gert rangt og heldur áfram að berjast gegn banninu sem hann var dæmdur í. 14. september 2016 09:15 Bann Platini stytt aftur | Hættir sem forseti UEFA Áfrýjunardómstóllinn í Lausanne styttir bann Michel Platini í fjögur ár. 9. maí 2016 09:19 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Fyrrum formaður evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, Michel Platini, viðurkenndi í viðtali við franska fjölmiðla að hann hafi beitt brögðum til þess að Frakkland og Brasilía gætu ekki mæst fyrr en í úrslitaleik lokakeppni HM 1998. Platini var yfir skipulagningu lokakeppninnar í Frakklandi 1998 ásamt fyrrum formanni franska knattspyrnusambandsins, Fernand Sastre. Platini sætir nú fjögurra ára banni frá viðkomu að öllum fótboltatengdum málum. Sastre lést í júní 1998 og sá því plan þeirra félaga ekki til enda. „Það var draumur allra [úrslitaleikur á milli Frakklands og Brasilíu],“ sagði Platini í viðtali við France Bleu. „Við beittum smá brögðum. Það þurfti að skipuleggja leikjaplanið og við gerðum það þannig að ef Frakkar og Brasilíumenn yrðu efstir í sínum riðlum þá myndu þeir ekki mætast fyrr en í úrslitunum. Við vorum á heimavelli og nýttum okkur það.“ Eins og frægt er þá sigraði Frakkland Brasilíu í úrslitunum fyrir tuttugu árum og tryggðu sér sinn eina heimsmeistaratitil til þessa. „Við lögðum okkur ekki alla fram við að geta skipulagt heimsmeistaramót án þess að leyfa okkur að beita smá brögðum. Haldið þið að aðrir hafi ekki gert slíkt hið sama? Í alvöru?“ Brasilíumenn voru ríkjandi heimsmeistarar og fóru þess vegna í riðil A og Frakkar voru settir í riðil C sem gestgjafar áður en drátturinn fór fram. Því var bragðatafl Platini og Sastre lítið mál.Coupe du Monde 98 : la "petite magouille" de Platini pour que France et Brésil s'évitent jusqu'à la finale > https://t.co/UksyybrYSnpic.twitter.com/9wbjnv4pEl — France Bleu Sport (@francebleusport) May 18, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Platini: EM er barnið mitt og það er svívirðilegt að ég verð ekki með Michel Platini má engin afskipti hafa af EM í Frakklandi í sumar, enda að taka út langt bann. 8. apríl 2016 08:45 Platini: Samviska mín er hrein Frakkinn segist ekkert hafa gert rangt og heldur áfram að berjast gegn banninu sem hann var dæmdur í. 14. september 2016 09:15 Bann Platini stytt aftur | Hættir sem forseti UEFA Áfrýjunardómstóllinn í Lausanne styttir bann Michel Platini í fjögur ár. 9. maí 2016 09:19 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Platini: EM er barnið mitt og það er svívirðilegt að ég verð ekki með Michel Platini má engin afskipti hafa af EM í Frakklandi í sumar, enda að taka út langt bann. 8. apríl 2016 08:45
Platini: Samviska mín er hrein Frakkinn segist ekkert hafa gert rangt og heldur áfram að berjast gegn banninu sem hann var dæmdur í. 14. september 2016 09:15
Bann Platini stytt aftur | Hættir sem forseti UEFA Áfrýjunardómstóllinn í Lausanne styttir bann Michel Platini í fjögur ár. 9. maí 2016 09:19
31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00