Rúnar Kristinsson: Ágætt fyrir deildina að við stoppuðum Breiðablik Árni Jóhannsson á Alvogenvellinum skrifar 18. maí 2018 22:15 Rúnar Kristinsson. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sammála blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða, en KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í kvöld. „Við viljum alltaf vinna á heimavelli en líklega var þetta sanngjörn niðurstaða. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða og við vorum að spila við það lið sem líklega er best á þessu augnabliki og vorum nokkuð góðir fannst mér. Við sýndum fólkinu okkar allavega að við viljum hafa fyrir hlutunum og leggja okkur fram, fáum eitt stig út úr þessu og verðum við að sætta okkur við það“. Aðspurður að hvað KR hefði getað gert betur sagði Rúnar: „Við hefðum getað verið smá heppnir, við stjórnuðum leiknum aðeins betur en þeir og vorum meira með boltann en Blikarnir eru bara stórhættulegir og sérstaklega í skyndisóknum og fengu þeir margar slíkar í fyrri hálfleik þegar við vorum orðnir of margir á sóknarhelmingnum. Þeir fengu þá hættulegri skot fyrir vikið þannig að þetta var fram og til baka í allan dag en þetta hefði mátt detta betur fyrir okkur í dag, við áttum fullt af góðum færum. Heilt yfir held ég að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og sanngjörn niðurstaða“. Rúnar var að lokum spurður að því hvort fólk í Vesturbænum þyrfti að hafa einhverjar áhyggjur af stigasöfnum KR eftir fjórar umferðir en fimm punktar eru komnir í pokann góða. „Alls ekki, okkur var spáð fimmta sæti og erum við ekkert langt frá því en við viljum meira. Við viljum koma okkur hærra í töflunni en eins og deildin er að spilast þá eru allir að taka stig af öllum og kannski ágætt fyrir deildina að við stöðvuðum Breiðablik svo þeir færu ekki að stinga af. Það er stutt í næstu lið og það er nóg eftir og okkur á eftir að vaxa ásmegin og við höfum trú á því sem við erum að gera og sýndum við það í dag.“ Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sammála blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða, en KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í kvöld. „Við viljum alltaf vinna á heimavelli en líklega var þetta sanngjörn niðurstaða. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða og við vorum að spila við það lið sem líklega er best á þessu augnabliki og vorum nokkuð góðir fannst mér. Við sýndum fólkinu okkar allavega að við viljum hafa fyrir hlutunum og leggja okkur fram, fáum eitt stig út úr þessu og verðum við að sætta okkur við það“. Aðspurður að hvað KR hefði getað gert betur sagði Rúnar: „Við hefðum getað verið smá heppnir, við stjórnuðum leiknum aðeins betur en þeir og vorum meira með boltann en Blikarnir eru bara stórhættulegir og sérstaklega í skyndisóknum og fengu þeir margar slíkar í fyrri hálfleik þegar við vorum orðnir of margir á sóknarhelmingnum. Þeir fengu þá hættulegri skot fyrir vikið þannig að þetta var fram og til baka í allan dag en þetta hefði mátt detta betur fyrir okkur í dag, við áttum fullt af góðum færum. Heilt yfir held ég að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og sanngjörn niðurstaða“. Rúnar var að lokum spurður að því hvort fólk í Vesturbænum þyrfti að hafa einhverjar áhyggjur af stigasöfnum KR eftir fjórar umferðir en fimm punktar eru komnir í pokann góða. „Alls ekki, okkur var spáð fimmta sæti og erum við ekkert langt frá því en við viljum meira. Við viljum koma okkur hærra í töflunni en eins og deildin er að spilast þá eru allir að taka stig af öllum og kannski ágætt fyrir deildina að við stöðvuðum Breiðablik svo þeir færu ekki að stinga af. Það er stutt í næstu lið og það er nóg eftir og okkur á eftir að vaxa ásmegin og við höfum trú á því sem við erum að gera og sýndum við það í dag.“
Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira