35 ár síðan geimflaug flaug yfir Reykjavík Benedikt Bóas skrifar 19. maí 2018 07:15 Geimskutlan á baki Boeing 747 þotu. Skutlan var sú fyrsta sem var smíðuð af NASA. NordicPhotos/getty Boeing 747 burðarþota með geimskutluna Enterprise á bakinu tók einn hring yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík á leið sinni á flugsýningu í Frakklandi. Í Keflavík var hlið tvö opnað og var opið fyrir almenning að kíkja á gripinn úr fjarlægð. Áætlað var að Enterprise myndi vera aðeins í 600 metra hæð þegar hún kom svífandi yfir borgina. Kom vélin um kvöld en margir muna enn eftir hávaðanum sem fylgdi Boeing-vélinni. Enterprise var fyrsta geimskutlan sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna lét smíða. Hún var smíðuð hjá Rockwell-verksmiðjunum og hófst smíðin árið 1975. Tveimur árum síðar var hún tilbúin til tilraunaflugs. Enterprise var ætlað að vera tilraunageimskutla til undirbúnings fyrir flug geimskutlna sem síðar komu, svo sem Kolumbíu og Challenger. Í fyrstu var Enterprise eingöngu flogið á baki Boeing 747-þotu en þann 12. ágúst 1977 var henni sleppt og hún látin svífa til jarðar. Fréttamaðurinn góðkunni, Kristján Már Unnarsson, sem þá starfaði fyrir DV, skrifaði mikið um komuna og sagði fréttir af henni eins og honum einum er lagið. Sagði meðal annars að skutlan yrði aðalsýningargripur Bandaríkjanna á flugsýningu í París en einnig færi hún til Bonn, Kölnar og London. Um borð í burðarþotunni voru auk áhafnar fulltrúar NASA og tóku sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Marshall Bremnet, Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Helgi Ágústsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, á móti ferðalöngunum. Var flug bannað vegna komu skutlunnar af öryggisástæðum milli 19 og 21. Aðeins var veitt undanþága vegna flugvéla með blindflugsheimild. „Einkaflugmenn verða því að sætta sig við að vera á jörðu niðri og fylgjast með skutlunni þaðan,“ sagði Kristján Már í einni fréttinni sinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Boeing 747 burðarþota með geimskutluna Enterprise á bakinu tók einn hring yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík á leið sinni á flugsýningu í Frakklandi. Í Keflavík var hlið tvö opnað og var opið fyrir almenning að kíkja á gripinn úr fjarlægð. Áætlað var að Enterprise myndi vera aðeins í 600 metra hæð þegar hún kom svífandi yfir borgina. Kom vélin um kvöld en margir muna enn eftir hávaðanum sem fylgdi Boeing-vélinni. Enterprise var fyrsta geimskutlan sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna lét smíða. Hún var smíðuð hjá Rockwell-verksmiðjunum og hófst smíðin árið 1975. Tveimur árum síðar var hún tilbúin til tilraunaflugs. Enterprise var ætlað að vera tilraunageimskutla til undirbúnings fyrir flug geimskutlna sem síðar komu, svo sem Kolumbíu og Challenger. Í fyrstu var Enterprise eingöngu flogið á baki Boeing 747-þotu en þann 12. ágúst 1977 var henni sleppt og hún látin svífa til jarðar. Fréttamaðurinn góðkunni, Kristján Már Unnarsson, sem þá starfaði fyrir DV, skrifaði mikið um komuna og sagði fréttir af henni eins og honum einum er lagið. Sagði meðal annars að skutlan yrði aðalsýningargripur Bandaríkjanna á flugsýningu í París en einnig færi hún til Bonn, Kölnar og London. Um borð í burðarþotunni voru auk áhafnar fulltrúar NASA og tóku sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Marshall Bremnet, Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Helgi Ágústsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, á móti ferðalöngunum. Var flug bannað vegna komu skutlunnar af öryggisástæðum milli 19 og 21. Aðeins var veitt undanþága vegna flugvéla með blindflugsheimild. „Einkaflugmenn verða því að sætta sig við að vera á jörðu niðri og fylgjast með skutlunni þaðan,“ sagði Kristján Már í einni fréttinni sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira