35 ár síðan geimflaug flaug yfir Reykjavík Benedikt Bóas skrifar 19. maí 2018 07:15 Geimskutlan á baki Boeing 747 þotu. Skutlan var sú fyrsta sem var smíðuð af NASA. NordicPhotos/getty Boeing 747 burðarþota með geimskutluna Enterprise á bakinu tók einn hring yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík á leið sinni á flugsýningu í Frakklandi. Í Keflavík var hlið tvö opnað og var opið fyrir almenning að kíkja á gripinn úr fjarlægð. Áætlað var að Enterprise myndi vera aðeins í 600 metra hæð þegar hún kom svífandi yfir borgina. Kom vélin um kvöld en margir muna enn eftir hávaðanum sem fylgdi Boeing-vélinni. Enterprise var fyrsta geimskutlan sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna lét smíða. Hún var smíðuð hjá Rockwell-verksmiðjunum og hófst smíðin árið 1975. Tveimur árum síðar var hún tilbúin til tilraunaflugs. Enterprise var ætlað að vera tilraunageimskutla til undirbúnings fyrir flug geimskutlna sem síðar komu, svo sem Kolumbíu og Challenger. Í fyrstu var Enterprise eingöngu flogið á baki Boeing 747-þotu en þann 12. ágúst 1977 var henni sleppt og hún látin svífa til jarðar. Fréttamaðurinn góðkunni, Kristján Már Unnarsson, sem þá starfaði fyrir DV, skrifaði mikið um komuna og sagði fréttir af henni eins og honum einum er lagið. Sagði meðal annars að skutlan yrði aðalsýningargripur Bandaríkjanna á flugsýningu í París en einnig færi hún til Bonn, Kölnar og London. Um borð í burðarþotunni voru auk áhafnar fulltrúar NASA og tóku sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Marshall Bremnet, Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Helgi Ágústsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, á móti ferðalöngunum. Var flug bannað vegna komu skutlunnar af öryggisástæðum milli 19 og 21. Aðeins var veitt undanþága vegna flugvéla með blindflugsheimild. „Einkaflugmenn verða því að sætta sig við að vera á jörðu niðri og fylgjast með skutlunni þaðan,“ sagði Kristján Már í einni fréttinni sinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Boeing 747 burðarþota með geimskutluna Enterprise á bakinu tók einn hring yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík á leið sinni á flugsýningu í Frakklandi. Í Keflavík var hlið tvö opnað og var opið fyrir almenning að kíkja á gripinn úr fjarlægð. Áætlað var að Enterprise myndi vera aðeins í 600 metra hæð þegar hún kom svífandi yfir borgina. Kom vélin um kvöld en margir muna enn eftir hávaðanum sem fylgdi Boeing-vélinni. Enterprise var fyrsta geimskutlan sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna lét smíða. Hún var smíðuð hjá Rockwell-verksmiðjunum og hófst smíðin árið 1975. Tveimur árum síðar var hún tilbúin til tilraunaflugs. Enterprise var ætlað að vera tilraunageimskutla til undirbúnings fyrir flug geimskutlna sem síðar komu, svo sem Kolumbíu og Challenger. Í fyrstu var Enterprise eingöngu flogið á baki Boeing 747-þotu en þann 12. ágúst 1977 var henni sleppt og hún látin svífa til jarðar. Fréttamaðurinn góðkunni, Kristján Már Unnarsson, sem þá starfaði fyrir DV, skrifaði mikið um komuna og sagði fréttir af henni eins og honum einum er lagið. Sagði meðal annars að skutlan yrði aðalsýningargripur Bandaríkjanna á flugsýningu í París en einnig færi hún til Bonn, Kölnar og London. Um borð í burðarþotunni voru auk áhafnar fulltrúar NASA og tóku sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Marshall Bremnet, Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Helgi Ágústsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, á móti ferðalöngunum. Var flug bannað vegna komu skutlunnar af öryggisástæðum milli 19 og 21. Aðeins var veitt undanþága vegna flugvéla með blindflugsheimild. „Einkaflugmenn verða því að sætta sig við að vera á jörðu niðri og fylgjast með skutlunni þaðan,“ sagði Kristján Már í einni fréttinni sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira