Glæsimark Guðmundar tryggði Norrköping sigurinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2018 17:50 Guðmundur Þórarinsson skoraði glæsimark í dag. Hann gaf út sumarsmellinn Leigubílstjóri á dögunum. vísir/getty Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson tryggði Norrköping sigur á Dalkurd í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með glæsimarki í seinni hálfleik. Gestirnir í Dalkurd komust yfir strax á áttundu mínútu með marki frá Ferhad Ayaz áður en Kalle Holmberg jafnaði eftir vítaspyrnu eftir hálftíma leik og liðin fóru jöfn inn í hálfleikinn. Jón Guðni Fjóluson var tekinn af velli í hálfleik en hann, Guðmundur og Arnór Sigurðsson voru allir í byrjunarliði Norrköping í dag. David Moberg og Kebba Ceesay skoruðu sitt hvort markið snemma í seinni hálfleik áður en Guðmundur fékk boltann utarlega í vítateignum og hamraði hann viðstöðulaust í hliðarnetið á fjærstönginni, óverjandi negla. Simon Skrabb innsyglaði svo sigur Norrköping þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Með sigrinum jafnar Norrköping AIK að stigum í öðru sæti deildarinnar en bæði lið eru með 19 stig, sex stigum á eftir Hammarby á toppnum. Fótbolti á Norðurlöndum
Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson tryggði Norrköping sigur á Dalkurd í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með glæsimarki í seinni hálfleik. Gestirnir í Dalkurd komust yfir strax á áttundu mínútu með marki frá Ferhad Ayaz áður en Kalle Holmberg jafnaði eftir vítaspyrnu eftir hálftíma leik og liðin fóru jöfn inn í hálfleikinn. Jón Guðni Fjóluson var tekinn af velli í hálfleik en hann, Guðmundur og Arnór Sigurðsson voru allir í byrjunarliði Norrköping í dag. David Moberg og Kebba Ceesay skoruðu sitt hvort markið snemma í seinni hálfleik áður en Guðmundur fékk boltann utarlega í vítateignum og hamraði hann viðstöðulaust í hliðarnetið á fjærstönginni, óverjandi negla. Simon Skrabb innsyglaði svo sigur Norrköping þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Með sigrinum jafnar Norrköping AIK að stigum í öðru sæti deildarinnar en bæði lið eru með 19 stig, sex stigum á eftir Hammarby á toppnum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti