Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2018 20:29 Frávik hita í apríl frá meðaltali 20. aldarinnar. NOAA Nýliðinn aprílmánuður var fjögur hundraðasti mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti jarðar mældist yfir meðaltali 20. aldarinnar. Síðast mældist mánaðarhiti á jörðinni undir meðaltalinu í febrúar árið 1985 samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Hitinn í apríl var undir þeim sem mældist árin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið bættist ofan á hnattræna hlýnun. Þannig telur NOAA apríl nú þriðja hlýjasta aprílmánuð frá því að mælingar hófust árið 1880. Fjórir fyrstu mánuðir ársins eru þeir fimmtu hlýjustu frá upphafi. Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum í sögunni hafa átt sér stað frá árinu 2005. Í Evrópu var víða hlýrra en vanalega og í nokkrum löndum var hlýindamet fyrir apríl slegið. Ekki hefur verið hlýrra í Evrópu að meðaltali í apríl frá árinu 1910. Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í apríl var sú önnur minnsta frá því að gervihnattaathuganir hófust fyrir 39 árum. Hún var 6,8% undir meðaltali áranna 1981-2010 samkvæmt skýrslu NOAA fyrir apríl og hefur aðeins mælst minnist í apríl árið 2016. Aldrei hefur mælst minni hafís á Beringshafi og á Barentshafi var hafísinns undir meðaltali. Á suðurskautinu mældist útbreiðsla hafíssins í apríl sú fimmta minnsta í þeim mánuði, 12,3% undir meðaltali sama tímabils. Loftslagsmál Tengdar fréttir Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Nýliðinn aprílmánuður var fjögur hundraðasti mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti jarðar mældist yfir meðaltali 20. aldarinnar. Síðast mældist mánaðarhiti á jörðinni undir meðaltalinu í febrúar árið 1985 samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Hitinn í apríl var undir þeim sem mældist árin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið bættist ofan á hnattræna hlýnun. Þannig telur NOAA apríl nú þriðja hlýjasta aprílmánuð frá því að mælingar hófust árið 1880. Fjórir fyrstu mánuðir ársins eru þeir fimmtu hlýjustu frá upphafi. Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum í sögunni hafa átt sér stað frá árinu 2005. Í Evrópu var víða hlýrra en vanalega og í nokkrum löndum var hlýindamet fyrir apríl slegið. Ekki hefur verið hlýrra í Evrópu að meðaltali í apríl frá árinu 1910. Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í apríl var sú önnur minnsta frá því að gervihnattaathuganir hófust fyrir 39 árum. Hún var 6,8% undir meðaltali áranna 1981-2010 samkvæmt skýrslu NOAA fyrir apríl og hefur aðeins mælst minnist í apríl árið 2016. Aldrei hefur mælst minni hafís á Beringshafi og á Barentshafi var hafísinns undir meðaltali. Á suðurskautinu mældist útbreiðsla hafíssins í apríl sú fimmta minnsta í þeim mánuði, 12,3% undir meðaltali sama tímabils.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55