Sögufrægur gítarframleiðandi í þrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. maí 2018 23:30 Jimmy Page mundar Gibson-gítar á tónleikum á síðustu öld. Vísir/Getty Lánveitendur hins sögufræga bandaríska gítarframleiðanda Gibson hafa tekið yfir fyrirtækið eftir að stjórnendur þess óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotameðferðar. Margar af helstu tónlistarstjörnum heimsins hafa í gegnum tíðina skartað gítörum frá fyrirtækinu. Gibson hefur verið skuldum vafið eftir misheppnaðar yfirtökur á raftækjaframleiðendum í von um að með því væri hægt að renna frekari stoðum undir rekstur fyrirtækisins, sem frá árinu 1894 hefur að mestu einbeitt sér að framleiðslu hljóðfæra. Fyrirtækið er best þekkt fyrir rafmagnsgítara sína sem framleiddir eru í verksmiðjum Gibson í Bandaríkjunum. Elvis Presley, Neil Young, Jimmy Page, Jimi Hendrix og Eric Clapton eru meðal þeirra sem skartað hafa gítörum frá Gibson.Í frétt Financial Times segir að með því að óska eftir gjaldþrotameðferð geti fyrirtækið starfað áfram en á sama tíma losað sig við þá hluta starfseminnar sem ekki hafa staðið undir væntingum, en rekja má erfiðleika fyrirtækisins að mestu til skuldsettar yfirtöku á hluta af raftækjaframleiðslu Phillips-samstæðunnar árið 2014. Mun Gibson nú leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, framleiðslu og sölu á hljóðfærum en sú starfsemi hefur gengið vel undanfarin ár. Til að mynda seldi Gibson 170 þúsund gítara á síðasta ári í yfir 80 löndum.Hér að neðan má sjá yfirferð yfir sögu Gibson Les Paul rafmagnsgítarsins og þar fyrir neðan má sjá tónlistarmanninn Eric Clapton ræða um Les Paul gítar í sinni eigu. Tónlist Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Lánveitendur hins sögufræga bandaríska gítarframleiðanda Gibson hafa tekið yfir fyrirtækið eftir að stjórnendur þess óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotameðferðar. Margar af helstu tónlistarstjörnum heimsins hafa í gegnum tíðina skartað gítörum frá fyrirtækinu. Gibson hefur verið skuldum vafið eftir misheppnaðar yfirtökur á raftækjaframleiðendum í von um að með því væri hægt að renna frekari stoðum undir rekstur fyrirtækisins, sem frá árinu 1894 hefur að mestu einbeitt sér að framleiðslu hljóðfæra. Fyrirtækið er best þekkt fyrir rafmagnsgítara sína sem framleiddir eru í verksmiðjum Gibson í Bandaríkjunum. Elvis Presley, Neil Young, Jimmy Page, Jimi Hendrix og Eric Clapton eru meðal þeirra sem skartað hafa gítörum frá Gibson.Í frétt Financial Times segir að með því að óska eftir gjaldþrotameðferð geti fyrirtækið starfað áfram en á sama tíma losað sig við þá hluta starfseminnar sem ekki hafa staðið undir væntingum, en rekja má erfiðleika fyrirtækisins að mestu til skuldsettar yfirtöku á hluta af raftækjaframleiðslu Phillips-samstæðunnar árið 2014. Mun Gibson nú leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, framleiðslu og sölu á hljóðfærum en sú starfsemi hefur gengið vel undanfarin ár. Til að mynda seldi Gibson 170 þúsund gítara á síðasta ári í yfir 80 löndum.Hér að neðan má sjá yfirferð yfir sögu Gibson Les Paul rafmagnsgítarsins og þar fyrir neðan má sjá tónlistarmanninn Eric Clapton ræða um Les Paul gítar í sinni eigu.
Tónlist Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira