Varamaðurinn sem er búinn að taka yfir úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2018 10:30 Einar Sverrisson fór á kostum í gærkvöldi þriðja leikinn í röð. mynd/selfoss Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í undanúrslitarimmu liðsins á móti FH í Olís-deild karla í handbolta með sigri í Vallaskóla, 31-29. FH fær tækifæri til að jafna einvígið á heimavelli á laugardaginn þegar að liðin mætast klukkan 19.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Þriðja leikinn í röð var Einar Sverrisson, rétthent skytta í liði Selfoss, markahæstur í liði heimamanna en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann er búinn að skora ellefu mörk í öllum þremur leikjunum á móti FH eða 33 mörk í heildina sem er þriðjungur marka Selfyssinga sem eru búnir að skora 100 mörk í einvíginu. Einar er markahæstur allra í einvíginu og hefur einfaldlega verið langbestur allra í þessari rimmu. Hann er er búinn að skora ellefu mörk að meðaltali í leik með 87 prósent skotnýtingu sem er algjörlega fáránlegt. Þessi hávaxna skytta skorar nánast úr hverju einasta skoti.Einar Sverrisson skorar og skorar fyrir Selfyssinga á móti FH.mynd/selfossAf bekknum í byrjunarliðið Til viðbótar er hann að gefa tæpar tvær stoðsendingar í leik, taka eitt frákast, verja eitt skot í hávörninni og er með fjórar löglegar stöðvanir. Þetta má sjá í samantekt HB Statz fyrir undanúrslitin en einnig má sjá heildartölfræði fyrir úrslitakeppnina. Það sem er enn merkilegra við þessa svakalegu frammistöðu Einars er að hann er ekki einu sinni byrjunarliðsmaður. Einar hefur verið kallaður besti áttundi maður deildarinnar en hann byrjar vanalega á bekknum fyrir Elvar Örn Jónsson sem var valinn besta vinstri skytta Olís-deildarinnar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD. Einar hefur nú hrifsað til sín sæti í byrjunarliðinu en það er líka vegna þess að hann er að bæta leik sinn gríðarlega frá deildarkeppninni inn í úrslitakeppnina. Hægt er að sjá muninn á frammistöðu leikmanna í deildarkeppninni og úrslitakeppninni með því að smella hér og fara í „Tölfræði leikmanna +/-“. Einar er að skora 4,3 mörkum meira að meðaltali í leik í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni og með 23 prósent betri skotnýtingu. Hann er að bæta við sögu í öllum tölfræðiþáttum og því kemur ekkert á óvart að hann byrjaði síðasta leik á móti FH.Statz línan hjá Einari Sverrissyni í þessum 3 leikjum á móti FH:11.0 mörk (89%) - 1.7 stoðsendingar - 1.0 tapaðir boltar - 4.0 löglegar stöðvaðir - 0.7 varðir boltar Talandi um að stiga upp #handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @selfosshandb— HBStatz (@HBSstatz) May 1, 2018 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 1. maí 2018 21:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira
Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í undanúrslitarimmu liðsins á móti FH í Olís-deild karla í handbolta með sigri í Vallaskóla, 31-29. FH fær tækifæri til að jafna einvígið á heimavelli á laugardaginn þegar að liðin mætast klukkan 19.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Þriðja leikinn í röð var Einar Sverrisson, rétthent skytta í liði Selfoss, markahæstur í liði heimamanna en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann er búinn að skora ellefu mörk í öllum þremur leikjunum á móti FH eða 33 mörk í heildina sem er þriðjungur marka Selfyssinga sem eru búnir að skora 100 mörk í einvíginu. Einar er markahæstur allra í einvíginu og hefur einfaldlega verið langbestur allra í þessari rimmu. Hann er er búinn að skora ellefu mörk að meðaltali í leik með 87 prósent skotnýtingu sem er algjörlega fáránlegt. Þessi hávaxna skytta skorar nánast úr hverju einasta skoti.Einar Sverrisson skorar og skorar fyrir Selfyssinga á móti FH.mynd/selfossAf bekknum í byrjunarliðið Til viðbótar er hann að gefa tæpar tvær stoðsendingar í leik, taka eitt frákast, verja eitt skot í hávörninni og er með fjórar löglegar stöðvanir. Þetta má sjá í samantekt HB Statz fyrir undanúrslitin en einnig má sjá heildartölfræði fyrir úrslitakeppnina. Það sem er enn merkilegra við þessa svakalegu frammistöðu Einars er að hann er ekki einu sinni byrjunarliðsmaður. Einar hefur verið kallaður besti áttundi maður deildarinnar en hann byrjar vanalega á bekknum fyrir Elvar Örn Jónsson sem var valinn besta vinstri skytta Olís-deildarinnar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD. Einar hefur nú hrifsað til sín sæti í byrjunarliðinu en það er líka vegna þess að hann er að bæta leik sinn gríðarlega frá deildarkeppninni inn í úrslitakeppnina. Hægt er að sjá muninn á frammistöðu leikmanna í deildarkeppninni og úrslitakeppninni með því að smella hér og fara í „Tölfræði leikmanna +/-“. Einar er að skora 4,3 mörkum meira að meðaltali í leik í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni og með 23 prósent betri skotnýtingu. Hann er að bæta við sögu í öllum tölfræðiþáttum og því kemur ekkert á óvart að hann byrjaði síðasta leik á móti FH.Statz línan hjá Einari Sverrissyni í þessum 3 leikjum á móti FH:11.0 mörk (89%) - 1.7 stoðsendingar - 1.0 tapaðir boltar - 4.0 löglegar stöðvaðir - 0.7 varðir boltar Talandi um að stiga upp #handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @selfosshandb— HBStatz (@HBSstatz) May 1, 2018
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 1. maí 2018 21:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 1. maí 2018 21:45