Twitter hvetur notendur til að skipta um lykilorð Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. maí 2018 06:02 Skráðir notendur Twitter eru um 330 milljónir talsins. Vísir/Getty Örbloggmiðillinn Twitter hefur hvatt alla 330 milljón notendur sína til að skipta um lykilorð. Hvatningin kemur eftir að starfsmenn miðilsins ráku sig á galla sem birti hluta lykilorðanna á innrivef starfsmannanna.Í yfirlýsingu frá Twitter segir að ekkert bendi til þess að lykilorðum hafi verið stolið eða þau misnotuð af einhverjum sem hafði aðgang að innrivefnum. Engu að síður hvetur miðillinn notendur sína til að skipta um lykilorð, því aldrei sé of varlega farið. Í yfirlýsingunni er ekki greint frá því hversu mörg lykilorð voru opinberuð. Þó segir að fjöldi þeirra sé „umtalsverður“ og að gallinn hafi lifað óáreittur í einhverja mánuði. Nokkrar vikur eru síðan starfsmenn Twitter tóku eftir gallanum. Þeir eru sagðir hafa látið eftirlitsaðila sem og forsvarsmenn fyrirtækisins umsvifalaust vita. Tíst framkvæmdastjórans Jack Dorsey um málið má sjá hér að neðan.We recently discovered a bug where account passwords were being written to an internal log before completing a masking/hashing process. We've fixed, see no indication of breach or misuse, and believe it's important for us to be open about this internal defect. https://t.co/BJezo7Gk00— jack (@jack) May 3, 2018 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Örbloggmiðillinn Twitter hefur hvatt alla 330 milljón notendur sína til að skipta um lykilorð. Hvatningin kemur eftir að starfsmenn miðilsins ráku sig á galla sem birti hluta lykilorðanna á innrivef starfsmannanna.Í yfirlýsingu frá Twitter segir að ekkert bendi til þess að lykilorðum hafi verið stolið eða þau misnotuð af einhverjum sem hafði aðgang að innrivefnum. Engu að síður hvetur miðillinn notendur sína til að skipta um lykilorð, því aldrei sé of varlega farið. Í yfirlýsingunni er ekki greint frá því hversu mörg lykilorð voru opinberuð. Þó segir að fjöldi þeirra sé „umtalsverður“ og að gallinn hafi lifað óáreittur í einhverja mánuði. Nokkrar vikur eru síðan starfsmenn Twitter tóku eftir gallanum. Þeir eru sagðir hafa látið eftirlitsaðila sem og forsvarsmenn fyrirtækisins umsvifalaust vita. Tíst framkvæmdastjórans Jack Dorsey um málið má sjá hér að neðan.We recently discovered a bug where account passwords were being written to an internal log before completing a masking/hashing process. We've fixed, see no indication of breach or misuse, and believe it's important for us to be open about this internal defect. https://t.co/BJezo7Gk00— jack (@jack) May 3, 2018
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira