Notuðu her dróna til að trufla lögregluaðgerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2018 23:30 Drónar eru til margra hluta nytsamlegir. Vísir/Getty Lögreglan í Bandaríkjunum hefur í auknum mæli þurft að glíma við glæpamenn sem nýta sér aðstoð dróna til þess að trufla störf lögreglu. Bíræfnir gíslatökumenn nýttu sér til að mynda her dróna til þess að trufla aðgerðir gíslabjörgunarsveitar FBI í ónefndri bandarískri borg síðasta vetur. Frá þessu er greint á vef Defense One, fjölmiðli sem sérhæfir sig í fréttum af öryggis- og löggæslumálum. Er þar vitnað í erindi Joe Mazel, yfirmanns tæknideildar FBI, á ráðstefnu í Denver á dögunum. Þar greindi hann frá umræddri lögregluaðgerð. Kom fram í máli Mazel að þetta væri dæmi um hvernig glæpamenn eru í auknum mæli farnir að nýta sér dróna til þess að fylgjast með og hafa áhrif á störf lögreglu. Sökum þess hve málið væri viðkvæmt fyrir FBI vildi Mazel ekki gefa upp nákvæmlega í hvaða borg eða nákvæmlega hvenær lögregluaðgerðina átti sér stað. Gat hann þó sagt frá því hvernig drónarnir voru nýttir. Lögregluaðgerðin snerist um að bjarga gíslum frá glæpamönnunum og til þess var meðal annars settur upp skoðunarstaður svo hægt væri að fylgjast með og stýra aðgerðum björgunarsveitarinnar. Skömmu síðar heyrðist suð allt í kringum lögreglumennina og í ljós kom að glæpamennirnir höfðu komið fyrir miklum fjölda dróna á svæðinu. Flugu drónarnir allt í kringum lögreglumennina á miklum hraða sem gerði það að verkum að nánast ógerlegt reyndist að fylgjast með glæpamönnunum. Það sama er þó ekki hægt að segja um glæpamennina sjálfa en auk þess sem að drónarnir trufluðu störf lögreglumannanna voru myndavélar á þeim sem sendu myndskeið til baka til glæpamannanna sem gátu þá fylgst með aðgerðum lögreglu gegn þeim í rauntíma. Tækni Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur í auknum mæli þurft að glíma við glæpamenn sem nýta sér aðstoð dróna til þess að trufla störf lögreglu. Bíræfnir gíslatökumenn nýttu sér til að mynda her dróna til þess að trufla aðgerðir gíslabjörgunarsveitar FBI í ónefndri bandarískri borg síðasta vetur. Frá þessu er greint á vef Defense One, fjölmiðli sem sérhæfir sig í fréttum af öryggis- og löggæslumálum. Er þar vitnað í erindi Joe Mazel, yfirmanns tæknideildar FBI, á ráðstefnu í Denver á dögunum. Þar greindi hann frá umræddri lögregluaðgerð. Kom fram í máli Mazel að þetta væri dæmi um hvernig glæpamenn eru í auknum mæli farnir að nýta sér dróna til þess að fylgjast með og hafa áhrif á störf lögreglu. Sökum þess hve málið væri viðkvæmt fyrir FBI vildi Mazel ekki gefa upp nákvæmlega í hvaða borg eða nákvæmlega hvenær lögregluaðgerðina átti sér stað. Gat hann þó sagt frá því hvernig drónarnir voru nýttir. Lögregluaðgerðin snerist um að bjarga gíslum frá glæpamönnunum og til þess var meðal annars settur upp skoðunarstaður svo hægt væri að fylgjast með og stýra aðgerðum björgunarsveitarinnar. Skömmu síðar heyrðist suð allt í kringum lögreglumennina og í ljós kom að glæpamennirnir höfðu komið fyrir miklum fjölda dróna á svæðinu. Flugu drónarnir allt í kringum lögreglumennina á miklum hraða sem gerði það að verkum að nánast ógerlegt reyndist að fylgjast með glæpamönnunum. Það sama er þó ekki hægt að segja um glæpamennina sjálfa en auk þess sem að drónarnir trufluðu störf lögreglumannanna voru myndavélar á þeim sem sendu myndskeið til baka til glæpamannanna sem gátu þá fylgst með aðgerðum lögreglu gegn þeim í rauntíma.
Tækni Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira