Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. maí 2018 10:30 Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs stendur nú yfir. Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs hófst í gær og stendur til miðnættis 10. maí. Valið stendur á milli fimm nafna: Ystabyggð, Heiðarbyggð, Suðurbyggð, Nesjabyggð og Útnesjabyggð. Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð en í umsögn nefndarinnar er bent á að íbúar svæðisins hafi í gegnum tíðina verið kallaðir Útnesjamenn og að nafnið samræmist staðháttum í sveitarfélaginu. Nokkurrar óánægju gætir í Sandgerði með þessi fimm nöfn. „Ég er ekkert mjög hrifin af þessum nöfnum,“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. „Það er nú bara þannig.“ Hólmfríður hefði viljað sjá nafnið Suðurnesjabyggð sem einn af valmöguleikunum. „Ég hef orðið vör við mjög mikla óánægju íbúa,“ segir hún en bendir um leið á að það muni alltaf einhver hópur taka þátt í kosningunum, en bagalegt sé ef aðeins agnarsmátt hlutfall íbúa ráði á endanum hvert nafn sameinaðs sveitarfélags verður. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, segist einnig hafa fundið fyrir óánægju meðal fólks um nöfnin. Hann tekur undir með þeim. „Ekkert af þessum nöfnum kallar neitt sérstaklega á mig. Ég skil fólk sem finnst það ekki hafa úr miklu að velja,“ segir Ólafur Þór. Hann ítrekar þó að sumir séu sáttir við valkostina.Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.„Við höfum fundið fyrir því að fólk er ósátt við umsögn Örnefnanefndar. Ég held að ef nöfn eins og Suðurnesjabær eða Suðurnesjabyggð hefðu verið eitt af þessum fimm nöfnum þá væri annað hljóð í fólki.“ Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og fer ekki fram á grundvelli laga um kosningar. Allir íbúar, sem eru um 3.200 talsins, í Sandgerði og Garði fæddir 2001 og fyrr hafa atkvæðisrétt, burtséð frá þjóðerni eða kosningarétti í sveitarstjórnarkosningum. „Ný sveitarstjórn þarf síðan að samþykkja þetta nýja nafn, en hún hefur líka þann valkost að hafna því,“ segir Hólmfríður. Ólafur Þór segir nýja sveitarstjórn væntanlega taka það til skoðunar ef niðurstöður nafnakosningarinnar hafi lítinn stuðning meðal íbúa. „Ég held að flest skynsamt fólk myndi nú endurskoða þá niðurstöðu.“ Undirbúningur sameiningar sveitarfélaganna hefur staðið lengi en hún var samþykkt í íbúakosningu í fyrra. „Þetta ferli hefur allt gengið afar vel, það hefur ekki strandað á neinu,“ segir Ólafur Þór. „Það eina sem hefur hikstað er þetta blessaða nafnamál, en það mál er auðvitað það sem brennur á fólki.“ Suðurnesjabær Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs hófst í gær og stendur til miðnættis 10. maí. Valið stendur á milli fimm nafna: Ystabyggð, Heiðarbyggð, Suðurbyggð, Nesjabyggð og Útnesjabyggð. Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð en í umsögn nefndarinnar er bent á að íbúar svæðisins hafi í gegnum tíðina verið kallaðir Útnesjamenn og að nafnið samræmist staðháttum í sveitarfélaginu. Nokkurrar óánægju gætir í Sandgerði með þessi fimm nöfn. „Ég er ekkert mjög hrifin af þessum nöfnum,“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. „Það er nú bara þannig.“ Hólmfríður hefði viljað sjá nafnið Suðurnesjabyggð sem einn af valmöguleikunum. „Ég hef orðið vör við mjög mikla óánægju íbúa,“ segir hún en bendir um leið á að það muni alltaf einhver hópur taka þátt í kosningunum, en bagalegt sé ef aðeins agnarsmátt hlutfall íbúa ráði á endanum hvert nafn sameinaðs sveitarfélags verður. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, segist einnig hafa fundið fyrir óánægju meðal fólks um nöfnin. Hann tekur undir með þeim. „Ekkert af þessum nöfnum kallar neitt sérstaklega á mig. Ég skil fólk sem finnst það ekki hafa úr miklu að velja,“ segir Ólafur Þór. Hann ítrekar þó að sumir séu sáttir við valkostina.Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.„Við höfum fundið fyrir því að fólk er ósátt við umsögn Örnefnanefndar. Ég held að ef nöfn eins og Suðurnesjabær eða Suðurnesjabyggð hefðu verið eitt af þessum fimm nöfnum þá væri annað hljóð í fólki.“ Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og fer ekki fram á grundvelli laga um kosningar. Allir íbúar, sem eru um 3.200 talsins, í Sandgerði og Garði fæddir 2001 og fyrr hafa atkvæðisrétt, burtséð frá þjóðerni eða kosningarétti í sveitarstjórnarkosningum. „Ný sveitarstjórn þarf síðan að samþykkja þetta nýja nafn, en hún hefur líka þann valkost að hafna því,“ segir Hólmfríður. Ólafur Þór segir nýja sveitarstjórn væntanlega taka það til skoðunar ef niðurstöður nafnakosningarinnar hafi lítinn stuðning meðal íbúa. „Ég held að flest skynsamt fólk myndi nú endurskoða þá niðurstöðu.“ Undirbúningur sameiningar sveitarfélaganna hefur staðið lengi en hún var samþykkt í íbúakosningu í fyrra. „Þetta ferli hefur allt gengið afar vel, það hefur ekki strandað á neinu,“ segir Ólafur Þór. „Það eina sem hefur hikstað er þetta blessaða nafnamál, en það mál er auðvitað það sem brennur á fólki.“
Suðurnesjabær Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira