Vætutíð leysir af kulda sem gæti ógnað gróðri Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2018 11:00 Kirkjugarðar Reykjavíkur eru á meðal fallegustu skrúðgarða landsins, enda vaskur hópur manna sem starfar þar. Miðað við veðurspána fram undan gætu þeir þurft að bregða sér í regngalla næstu daga. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari náttúra „Það gæti komið eitthvert bakslag í viðkvæman gróður en ég held að þetta verði ekki varanlegt,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Þrátt fyrir kuldakast og snjókomu á vestanverðu landinu telur Kári að gróður sleppi að mestu leyti vel. „Það hefði verið mikið verra ef við hefðum fengið norðanátt. Af því að þá hefðum við fengið miklu meiri kulda með sól,“ segir Kári. Það séu fyrst og fremst runnategundir sem laufgist snemma sem gætu skaðast. Nefnir hann blátoppinn, runnategund sem oft laufgast snemma og er oft komin af stað um miðjan apríl. Kári segir að það sé allt í lagi að halda sínu striki í vorverkunum þrátt fyrir óveðrið. „Ef klakinn er farinn úr jarðveginum, þá er allt í lagi að byrja að planta. Það er í rauninni betra en að draga það fram í miðjan júní þegar jarðvegurinn er farinn að þorna. Þá eiga plönturnar erfiðara með að koma sér af stað,“ segir Kári. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að suðvestanáttin hafi náð hámarki í gær. „Það má segja að þetta séu leifarnar af vetrinum að sækja á okkur. Þetta er kalt loft, ættað frá heimskautasvæðum Kanada, sem fer stundum á flakk og það veldur órólegu veðri þar sem það kemur niður,“ segir Teitur. „Þetta er það kalt loft að þegar það fer yfir sjóinn vestan við landið, þá drekkur það í sig raka úr sjónum og myndar éljaklakkana og það steypist snjór yfir vestanvert landið,“ bætir Teitur við. Á milli skín svo sólin, sem er orðin það sterk í maí að hún nær að hita yfirborðið á milli élja. Teitur segir að suðvestanáttin verði áfram hvöss yfir helgina með svipuðu veðurlagi. „En það er miklu betra veður austan við Tröllaskaga og fyrir norðaustan og á Austurlandi er þurrt og bjart veður,“ bætir Teitur við. Búist er við að eftir helgi skipti veðrið um gír og verði mildara og blautara. Þetta er mjög ódæmigerð staða að sögn Teits. Algengara sé að kuldinn sæki að landsmönnum úr norðri á þessum árstíma. „Síðan er næsta vika ekki heldur alveg venjuleg fyrir það hvað hún er vætusöm. Vorið er nú yfirleitt þurrasti árstíminn,“ segir Teitur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
náttúra „Það gæti komið eitthvert bakslag í viðkvæman gróður en ég held að þetta verði ekki varanlegt,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Þrátt fyrir kuldakast og snjókomu á vestanverðu landinu telur Kári að gróður sleppi að mestu leyti vel. „Það hefði verið mikið verra ef við hefðum fengið norðanátt. Af því að þá hefðum við fengið miklu meiri kulda með sól,“ segir Kári. Það séu fyrst og fremst runnategundir sem laufgist snemma sem gætu skaðast. Nefnir hann blátoppinn, runnategund sem oft laufgast snemma og er oft komin af stað um miðjan apríl. Kári segir að það sé allt í lagi að halda sínu striki í vorverkunum þrátt fyrir óveðrið. „Ef klakinn er farinn úr jarðveginum, þá er allt í lagi að byrja að planta. Það er í rauninni betra en að draga það fram í miðjan júní þegar jarðvegurinn er farinn að þorna. Þá eiga plönturnar erfiðara með að koma sér af stað,“ segir Kári. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að suðvestanáttin hafi náð hámarki í gær. „Það má segja að þetta séu leifarnar af vetrinum að sækja á okkur. Þetta er kalt loft, ættað frá heimskautasvæðum Kanada, sem fer stundum á flakk og það veldur órólegu veðri þar sem það kemur niður,“ segir Teitur. „Þetta er það kalt loft að þegar það fer yfir sjóinn vestan við landið, þá drekkur það í sig raka úr sjónum og myndar éljaklakkana og það steypist snjór yfir vestanvert landið,“ bætir Teitur við. Á milli skín svo sólin, sem er orðin það sterk í maí að hún nær að hita yfirborðið á milli élja. Teitur segir að suðvestanáttin verði áfram hvöss yfir helgina með svipuðu veðurlagi. „En það er miklu betra veður austan við Tröllaskaga og fyrir norðaustan og á Austurlandi er þurrt og bjart veður,“ bætir Teitur við. Búist er við að eftir helgi skipti veðrið um gír og verði mildara og blautara. Þetta er mjög ódæmigerð staða að sögn Teits. Algengara sé að kuldinn sæki að landsmönnum úr norðri á þessum árstíma. „Síðan er næsta vika ekki heldur alveg venjuleg fyrir það hvað hún er vætusöm. Vorið er nú yfirleitt þurrasti árstíminn,“ segir Teitur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira