Friðrik byrjaði skjálfandi á beinunum en náði svarta beltinu í karate 69 ára Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Friðrik Jósepsson, ánægður handhafi svarta beltisins. Vísir/ernir „Þetta er stórkostlega skemmtilegt,“ segir Friðrik Jósepsson, sem náði þeim áfanga á föstudag að fá svarta beltið í karate, 69 ára gamall. „Ég er gamall íþróttarefur og keypti áður fyrr í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum í tólf ár, frá 1968 til 1980, en meiddist illa og neyddist til að hætta,“ útskýrir Friðrik. Eftir þetta hafi hann farið að stunda líkamsræktarstöðvar sem þá voru að ryðja sér til rúms hérlendis. Friðrik fór í mjaðmaskiptaaðgerð fyrir um átta árum. Þar áður hafði hann farið í aðgerð vegna brjóskloss. „Ég var að reyna að finna mig aftur en gymmið þjónkaði ekki alveg minni lund,“ segir Friðrik sem kveðst því áfram hafa verið leitandi í þessum efnum. Fyrir sex árum gekk hann inn um dyrnar hjá Karatefélagi Reykjavíkur í kjallaranum á Laugardalslaug. „Mig minnir að ég hafa séð auglýsingu frá þeim og ég fór þangað skjálfandi á beinunum. Maður vissi ekkert hvernig móttökurnar yrðu, sérstaklega af því að maður er orðinn þetta gamall,“ lýsir Friðrik upphafinu á karateiðkun sinni. Óttinn reyndist ástæðulaus.Friðrik Jósepsson unir hag sínum vel hjá Karatefélagi Reykjavíkur og stóðst þar próf til svarta beltisins á föstudag. Vísir/Ernir„Mér var tekið alveg forkunnarvel og það er hluti af því að maður er þarna ennþá. Þetta er mjög góður félagsskapur og þjálfararnir frábærir,“ segir Friðrik sem stefndi hátt strax í byrjun og náði því reyndar ári fyrir áætlun. „Ég setti það markmið að ná svarta beltinu sjötugur. Ég hef gaman af að storka sjálfum mér. Sennilega er það í eðlinu.“ Friðrik segir karateiðkunina gefandi. „Maður fann sig að nokkru leyti aftur. Ég gat tekið á því að fullu en maður hafði eiginlega aldrei beitt sér í þessum gymmum. Þar gat maður verið einn innan um fullt af fólki en hér er miklu meiri félagsskapur,“ segir hann. Þótt Friðrik sé örugglega með elstu mönnum til að ná svarta beltinu í karate á Íslandi og viti ekki um neinn eldri sjálfur að minnsta kosti á hann enn mikið eftir. „Þetta var það sem kallað er fyrsti dan en það er níu gráðanir eftir í svarta beltinu. Svo ég er rétt að byrja. Það er gulrót að fara í gráðunina eftir önnina. Er á meðan er.“ Karate er íþrótt fyrir alla að sögn Friðriks. „Ég mæli eindregið með þessu. Þetta hentar öllum og fólk ætti endilega að koma og prófa.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Þetta er stórkostlega skemmtilegt,“ segir Friðrik Jósepsson, sem náði þeim áfanga á föstudag að fá svarta beltið í karate, 69 ára gamall. „Ég er gamall íþróttarefur og keypti áður fyrr í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum í tólf ár, frá 1968 til 1980, en meiddist illa og neyddist til að hætta,“ útskýrir Friðrik. Eftir þetta hafi hann farið að stunda líkamsræktarstöðvar sem þá voru að ryðja sér til rúms hérlendis. Friðrik fór í mjaðmaskiptaaðgerð fyrir um átta árum. Þar áður hafði hann farið í aðgerð vegna brjóskloss. „Ég var að reyna að finna mig aftur en gymmið þjónkaði ekki alveg minni lund,“ segir Friðrik sem kveðst því áfram hafa verið leitandi í þessum efnum. Fyrir sex árum gekk hann inn um dyrnar hjá Karatefélagi Reykjavíkur í kjallaranum á Laugardalslaug. „Mig minnir að ég hafa séð auglýsingu frá þeim og ég fór þangað skjálfandi á beinunum. Maður vissi ekkert hvernig móttökurnar yrðu, sérstaklega af því að maður er orðinn þetta gamall,“ lýsir Friðrik upphafinu á karateiðkun sinni. Óttinn reyndist ástæðulaus.Friðrik Jósepsson unir hag sínum vel hjá Karatefélagi Reykjavíkur og stóðst þar próf til svarta beltisins á föstudag. Vísir/Ernir„Mér var tekið alveg forkunnarvel og það er hluti af því að maður er þarna ennþá. Þetta er mjög góður félagsskapur og þjálfararnir frábærir,“ segir Friðrik sem stefndi hátt strax í byrjun og náði því reyndar ári fyrir áætlun. „Ég setti það markmið að ná svarta beltinu sjötugur. Ég hef gaman af að storka sjálfum mér. Sennilega er það í eðlinu.“ Friðrik segir karateiðkunina gefandi. „Maður fann sig að nokkru leyti aftur. Ég gat tekið á því að fullu en maður hafði eiginlega aldrei beitt sér í þessum gymmum. Þar gat maður verið einn innan um fullt af fólki en hér er miklu meiri félagsskapur,“ segir hann. Þótt Friðrik sé örugglega með elstu mönnum til að ná svarta beltinu í karate á Íslandi og viti ekki um neinn eldri sjálfur að minnsta kosti á hann enn mikið eftir. „Þetta var það sem kallað er fyrsti dan en það er níu gráðanir eftir í svarta beltinu. Svo ég er rétt að byrja. Það er gulrót að fara í gráðunina eftir önnina. Er á meðan er.“ Karate er íþrótt fyrir alla að sögn Friðriks. „Ég mæli eindregið með þessu. Þetta hentar öllum og fólk ætti endilega að koma og prófa.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira