Byltingin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. maí 2018 10:00 Niðurstöður skoðanakannana fyrir kosningar jafngilda sannarlega ekki úrslitum en gefa samt iðulega góða mynd af stemningunni í þjóðfélaginu. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í borginni sýna að kjósendur eru upp til hópa ekki sérlega nýjungagjarnir. Þeir hafa úr nógu að velja en halla sér flestir annaðhvort að Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokki. Hin nýju framboð sem spruttu skyndilega upp eins og gorkúlur eru ekki að sanka að sér fjöldafylgi, enda verður ekki séð að frambjóðendur þeirra hafi mikið fram að færa annað en upphrópanir og innihaldslausa frasa. Það er enginn byltingarandi í kjósendum en byltingartal má samt vissulega greina í kosningabaráttunni. Það einskorðast við forsvarsmenn tveggja flokka sem enginn eftirspurn er eftir, það er að segja Alþýðufylkingarinnar og Sósíalistaflokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups mælist fylgi Sósíalistaflokksins um tvö prósent og fylgi Alþýðufylkingarinnar svo lítið að það mælist vart. Ekki er þetta árangur sem hægt er að státa sig af. Furðulegt er síðan af hverju þessir flokkar, sem unna sósíalismanum svo heitt og eiga því málefnasamstöðu, hafi ekki sameinast fyrir borgarstjórnarkosningar. Ef einhver munur er á þessum flokkum, annar en sá að þeir heita ólíkum nöfnum, þá verður það væntanlega útskýrt fyrir þeim fáu áhugasömu í sjónvarpsumræðum seinna í þessum mánuði. Hið æpandi áhugaleysi kjósenda á sósíalískri byltingu kemur engan veginn á óvart. Kjósendur telja það réttilega vera algjöra tímaskekkju að vekja upp vofu Karls Marx, enda vitað að hún hefur ekki skapað mikla gæfu þar sem hún hefur reikað um. Á sama tíma og ljóst er að kjósendur hafa lítinn áhuga á flokkum þar sem farið er með gamla frasa um alþýðu í hlekkjum eru byltingarsinnar innan verkalýðsforystunnar í miklum ham. Ræða Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á 1. maí hefur eflaust hljómað eins og sætasta músík í eyrum þeirra sem láta sig dreyma um byltingu og rauða fána. Formaðurinn boðaði aðgerðir sem ekki hafa sést hér á landi í áratugi. Af máli hans mátti ætla að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni við atvinnurekendur (hina illu arðræningja) og ríkisstjórnina (bandalag sérhagsmunaflokka). Einhver myndi kannski freistast til að túlka orð hans einungis sem dæmigert slagorðatal á baráttudegi verkalýðsins, sem ekki ætti að taka of bókstaflega. Formanninum virðist hins vegar vera full alvara. Hann vill skapa upplausn og ringulreið og vera bálreiður og viðskotaillur við samningaborðið. Kjósendur í landinu eru pollrólegir, kannski um of, því áhugi þeirra á komandi kosningum sýnist ekki sérlega mikill. Síst eru þeir á harðahlaupum í faðm flokkanna sem boða sósíalíska byltingu. Ekkert bendir heldur til að þeir líti á byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar sem fulltrúa sína. Í staðinn fyrir að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni ættu byltingarsinnarnir að spyrja sig: Hvað vill þjóðin? En þeir spyrja ekki því þeir vita að þeim mun ekki líka svarið. Sjálfsagt lifa þeir í þeirri trú að sá tími komi að þjóðin ranki við sér og æpi á byltingu. Það mun ekki gerast. Öllum leyfist samt að láta sig dreyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Niðurstöður skoðanakannana fyrir kosningar jafngilda sannarlega ekki úrslitum en gefa samt iðulega góða mynd af stemningunni í þjóðfélaginu. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í borginni sýna að kjósendur eru upp til hópa ekki sérlega nýjungagjarnir. Þeir hafa úr nógu að velja en halla sér flestir annaðhvort að Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokki. Hin nýju framboð sem spruttu skyndilega upp eins og gorkúlur eru ekki að sanka að sér fjöldafylgi, enda verður ekki séð að frambjóðendur þeirra hafi mikið fram að færa annað en upphrópanir og innihaldslausa frasa. Það er enginn byltingarandi í kjósendum en byltingartal má samt vissulega greina í kosningabaráttunni. Það einskorðast við forsvarsmenn tveggja flokka sem enginn eftirspurn er eftir, það er að segja Alþýðufylkingarinnar og Sósíalistaflokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups mælist fylgi Sósíalistaflokksins um tvö prósent og fylgi Alþýðufylkingarinnar svo lítið að það mælist vart. Ekki er þetta árangur sem hægt er að státa sig af. Furðulegt er síðan af hverju þessir flokkar, sem unna sósíalismanum svo heitt og eiga því málefnasamstöðu, hafi ekki sameinast fyrir borgarstjórnarkosningar. Ef einhver munur er á þessum flokkum, annar en sá að þeir heita ólíkum nöfnum, þá verður það væntanlega útskýrt fyrir þeim fáu áhugasömu í sjónvarpsumræðum seinna í þessum mánuði. Hið æpandi áhugaleysi kjósenda á sósíalískri byltingu kemur engan veginn á óvart. Kjósendur telja það réttilega vera algjöra tímaskekkju að vekja upp vofu Karls Marx, enda vitað að hún hefur ekki skapað mikla gæfu þar sem hún hefur reikað um. Á sama tíma og ljóst er að kjósendur hafa lítinn áhuga á flokkum þar sem farið er með gamla frasa um alþýðu í hlekkjum eru byltingarsinnar innan verkalýðsforystunnar í miklum ham. Ræða Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á 1. maí hefur eflaust hljómað eins og sætasta músík í eyrum þeirra sem láta sig dreyma um byltingu og rauða fána. Formaðurinn boðaði aðgerðir sem ekki hafa sést hér á landi í áratugi. Af máli hans mátti ætla að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni við atvinnurekendur (hina illu arðræningja) og ríkisstjórnina (bandalag sérhagsmunaflokka). Einhver myndi kannski freistast til að túlka orð hans einungis sem dæmigert slagorðatal á baráttudegi verkalýðsins, sem ekki ætti að taka of bókstaflega. Formanninum virðist hins vegar vera full alvara. Hann vill skapa upplausn og ringulreið og vera bálreiður og viðskotaillur við samningaborðið. Kjósendur í landinu eru pollrólegir, kannski um of, því áhugi þeirra á komandi kosningum sýnist ekki sérlega mikill. Síst eru þeir á harðahlaupum í faðm flokkanna sem boða sósíalíska byltingu. Ekkert bendir heldur til að þeir líti á byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar sem fulltrúa sína. Í staðinn fyrir að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni ættu byltingarsinnarnir að spyrja sig: Hvað vill þjóðin? En þeir spyrja ekki því þeir vita að þeim mun ekki líka svarið. Sjálfsagt lifa þeir í þeirri trú að sá tími komi að þjóðin ranki við sér og æpi á byltingu. Það mun ekki gerast. Öllum leyfist samt að láta sig dreyma.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun