Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Kristján Már Unnarsson skrifar 7. maí 2018 11:15 Borpallur á Skálafirði í Færeyjum haustið 2014. Hann kom inn til viðhalds í þjónustumiðstöðinni í Rúnavík. Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. Heyra mátti tóna úr „Oljan er her“, kunnu olíulagi frændþjóðarinnar, í fréttum Stöðvar 2. Við upphaf olíuleitarinnar um síðustu aldamót sungu Færeyingar í gríni að olían myndi gera þá alla að milljónamæringum. Enda höfðu Færeyingar ástæðu til bjartsýni; miklar olíulindir höfðu fundist Bretlandsmegin rétt við lögsögumörk Færeyja og alþjóðleg olíufélög voru tilbúin að verja gríðarlegum fjárhæðum til borana á landgrunni eyjanna.Borpallurinn Cosl Pioneer boraði við Færeyjar sumarið 2012 á vegum Statoil og Exxon-Mobil. Borsvæðið var um 80 kílómetra suðaustur af eyjunum.Til þessa hafa alls verið boraðar níu holur. Mest voru umsvifin þegar Statoil og ExxonMobil boruðu tvær holur á árunum 2012 til 2014 sem talið er að hafi kostað yfir fjörutíu milljarða króna. Hvorug holan skilaði tilætluðum árangri og hættu olíurisarnir þá frekari leit. Færeysk stjórnvöld töldu ekki fullreynt og efndu til nýs olíuleitarútboðs í fyrra. Þegar frestur rann út í febrúar hafði aðeins ein umsókn borist en nafn olíufélagsins var ekki gefið upp. Nú hefur Jarðfeingi, Orkustofnun þeirra Færeyinga, tilkynnt að þessi eina umsókn hafi verið dregin til baka. Jarðfeingi skýrir þennan dræma áhuga með því að olíuleit í heiminum hafi enn ekki náð sér á strik eftir olíukreppuna sem hófst með miklu verðfalli árið 2014.Færeyska þjónustuskipið Sjóborg í höfninni í Rúnavík. Það annast flutninga til olíuborpalla.Mynd/Eli Lassen.Þótt færeysk stjórnvöld segist stefna að því að bjóða olíuleitarfélögum að sækja um leyfi án sérstaks útboð, svokallaðar „opnar dyr”, virðist sem Færeyingar hafi ekki mikla trú á að slíkt skili árangri á næstunni. Þannig hafa þeir ákveðið að í ár verði í fyrsta sinn um langt skeið enginn færeyskur kynningarbás á hinum árlegu olíukaupstefnum í Stafangri og Aberdeen. Nýafstaðinn aðalfundur Olíusamtaka Færeyja minnti reyndar á að olíuþjónustuiðnaður Færeyinga væri vel samkeppnisfær á alþjóðamarkaði, samkvæmt frétt á oljan.fo. Þar njóta Færeyingar nálægðar við olíuvinnslusvæði Bretlands og Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. 24. febrúar 2018 21:00 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. Heyra mátti tóna úr „Oljan er her“, kunnu olíulagi frændþjóðarinnar, í fréttum Stöðvar 2. Við upphaf olíuleitarinnar um síðustu aldamót sungu Færeyingar í gríni að olían myndi gera þá alla að milljónamæringum. Enda höfðu Færeyingar ástæðu til bjartsýni; miklar olíulindir höfðu fundist Bretlandsmegin rétt við lögsögumörk Færeyja og alþjóðleg olíufélög voru tilbúin að verja gríðarlegum fjárhæðum til borana á landgrunni eyjanna.Borpallurinn Cosl Pioneer boraði við Færeyjar sumarið 2012 á vegum Statoil og Exxon-Mobil. Borsvæðið var um 80 kílómetra suðaustur af eyjunum.Til þessa hafa alls verið boraðar níu holur. Mest voru umsvifin þegar Statoil og ExxonMobil boruðu tvær holur á árunum 2012 til 2014 sem talið er að hafi kostað yfir fjörutíu milljarða króna. Hvorug holan skilaði tilætluðum árangri og hættu olíurisarnir þá frekari leit. Færeysk stjórnvöld töldu ekki fullreynt og efndu til nýs olíuleitarútboðs í fyrra. Þegar frestur rann út í febrúar hafði aðeins ein umsókn borist en nafn olíufélagsins var ekki gefið upp. Nú hefur Jarðfeingi, Orkustofnun þeirra Færeyinga, tilkynnt að þessi eina umsókn hafi verið dregin til baka. Jarðfeingi skýrir þennan dræma áhuga með því að olíuleit í heiminum hafi enn ekki náð sér á strik eftir olíukreppuna sem hófst með miklu verðfalli árið 2014.Færeyska þjónustuskipið Sjóborg í höfninni í Rúnavík. Það annast flutninga til olíuborpalla.Mynd/Eli Lassen.Þótt færeysk stjórnvöld segist stefna að því að bjóða olíuleitarfélögum að sækja um leyfi án sérstaks útboð, svokallaðar „opnar dyr”, virðist sem Færeyingar hafi ekki mikla trú á að slíkt skili árangri á næstunni. Þannig hafa þeir ákveðið að í ár verði í fyrsta sinn um langt skeið enginn færeyskur kynningarbás á hinum árlegu olíukaupstefnum í Stafangri og Aberdeen. Nýafstaðinn aðalfundur Olíusamtaka Færeyja minnti reyndar á að olíuþjónustuiðnaður Færeyinga væri vel samkeppnisfær á alþjóðamarkaði, samkvæmt frétt á oljan.fo. Þar njóta Færeyingar nálægðar við olíuvinnslusvæði Bretlands og Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. 24. febrúar 2018 21:00 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. 24. febrúar 2018 21:00
Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30