Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2018 19:17 Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. Annað hvert umgengnisforeldri sé á vanskilaskrá og félagsþjónustan líti ekki á þennan hóp sem oft glími við fátækt sem foreldra. Efst á málefnaskrá stjórnmálasamtakanna Karlalistans er að auka barnavernd og að hætt verði að skipa pólitískt í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Mikilvægt sé að stöður í nefndinni verði auglýstar og hæfasta fólkið ráðið. Karlalistinn telur að málefni umgengnisfeðra séu almennt fyrir borð borinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þörf sé að taka á í þeim efnum en það hafi aðrir flokkar ekki gert hingað til. Gunnar Kristinn Þórðarson sem skipar fyrsta sæti Karlalistans segir að barnavernd Reykjavíkur eigi að beita heimildum sínum til íhlutunar þegar umgengni við börn sé tálmuð með óréttmætum hætti. „Réttindi barna og réttindi umgengnisforeldra tengjast því umgengnisrétturinn er gagnkvæmur. Það eru hagsmunir barns að fá að umgangast foreldra sína eftir skilnað,“ segir Gunnar Kristinn. Það hafi verið tekin nokkur hænuskref í þessum efnum í gegnum tíðina en lítið hafi gerst í þeim efnum bæði hjá borg og Alþingi.Hér má sjá framboðslista Karlalistans sem býður fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.grafík/stöð 2„Hvort sem það heitir lífskjaramál eða tálmunar og umgengnismál. Þannig að við sjáum ekki flöt á öðru en að taka okkur stöðu á sviði stjórnmálanna og beita okkur í jafnréttisbaráttunni frá sjónarhóli og reynslu karlmanna,“ segir oddvitinn. Karlalistinn sé jafnréttisflokkur og styðji því jafnréttisbaráttu kvenna og að fólk njóti almennt sömu kjara og réttinda. Hins begar sé andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn körlum inni á heimilinu stórt og falið vandamál og þeir þurfi þjónustu og athvarf eins og konur í sömu stöðu. Þá sé fátækt meðal umgengnisfeðra algeng. Helmingur þeirra sé á vanskilaskrá þar af stór hluti að kröfu innheimtustofnunar. „Umgengnisforeldrar hafa ekki stöðu foreldris gagnvart velferðarkerfinu heldur sem barnlausir einstaklingar. En velferðarbætur til handa barnafjölskyldum skapa ansi stóran hluta ráðstöfunartekna þeirra,“ segir Gunnar Kristinn. Þrjár konur eru á listanum en Dagbjört Edda Bárðardóttir sem er í sjötta sætinu segir enga tala fyrir hagsmunum þessa hóps. „Það er ekkert talað um það og ef þeir tjá sig er ráðist á þá í rauninni. Þannig að þessu þarf að breyta,“ segir Dagbjört Edda.Hér má sjá málefnaskrá Karlalistans eins og hún var kynnt í dag. Kosningar 2018 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. Annað hvert umgengnisforeldri sé á vanskilaskrá og félagsþjónustan líti ekki á þennan hóp sem oft glími við fátækt sem foreldra. Efst á málefnaskrá stjórnmálasamtakanna Karlalistans er að auka barnavernd og að hætt verði að skipa pólitískt í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Mikilvægt sé að stöður í nefndinni verði auglýstar og hæfasta fólkið ráðið. Karlalistinn telur að málefni umgengnisfeðra séu almennt fyrir borð borinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þörf sé að taka á í þeim efnum en það hafi aðrir flokkar ekki gert hingað til. Gunnar Kristinn Þórðarson sem skipar fyrsta sæti Karlalistans segir að barnavernd Reykjavíkur eigi að beita heimildum sínum til íhlutunar þegar umgengni við börn sé tálmuð með óréttmætum hætti. „Réttindi barna og réttindi umgengnisforeldra tengjast því umgengnisrétturinn er gagnkvæmur. Það eru hagsmunir barns að fá að umgangast foreldra sína eftir skilnað,“ segir Gunnar Kristinn. Það hafi verið tekin nokkur hænuskref í þessum efnum í gegnum tíðina en lítið hafi gerst í þeim efnum bæði hjá borg og Alþingi.Hér má sjá framboðslista Karlalistans sem býður fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.grafík/stöð 2„Hvort sem það heitir lífskjaramál eða tálmunar og umgengnismál. Þannig að við sjáum ekki flöt á öðru en að taka okkur stöðu á sviði stjórnmálanna og beita okkur í jafnréttisbaráttunni frá sjónarhóli og reynslu karlmanna,“ segir oddvitinn. Karlalistinn sé jafnréttisflokkur og styðji því jafnréttisbaráttu kvenna og að fólk njóti almennt sömu kjara og réttinda. Hins begar sé andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn körlum inni á heimilinu stórt og falið vandamál og þeir þurfi þjónustu og athvarf eins og konur í sömu stöðu. Þá sé fátækt meðal umgengnisfeðra algeng. Helmingur þeirra sé á vanskilaskrá þar af stór hluti að kröfu innheimtustofnunar. „Umgengnisforeldrar hafa ekki stöðu foreldris gagnvart velferðarkerfinu heldur sem barnlausir einstaklingar. En velferðarbætur til handa barnafjölskyldum skapa ansi stóran hluta ráðstöfunartekna þeirra,“ segir Gunnar Kristinn. Þrjár konur eru á listanum en Dagbjört Edda Bárðardóttir sem er í sjötta sætinu segir enga tala fyrir hagsmunum þessa hóps. „Það er ekkert talað um það og ef þeir tjá sig er ráðist á þá í rauninni. Þannig að þessu þarf að breyta,“ segir Dagbjört Edda.Hér má sjá málefnaskrá Karlalistans eins og hún var kynnt í dag.
Kosningar 2018 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira