Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. maí 2018 20:00 Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. Eigandi listasmiðju sem rekin er í gömlu fiskvinnslu bæjarins segir nauðsynlegt að hlúa betur að frumkvöðlastarfi á landsbyggðinni. Á Stöðvarfirði hefur verið stanslaus fólksfækkun á síðustu árum enda segja heimamenn að lítið sé um atvinnutækifæri og er skólinn stærsti vinnustaðurinn. Í skólanum starfa þrettán manns fyrir 23 nemendur á grunn- og leikskólastigi. Í yngstu árgöngunum er einungis einn í hverjum bekk og situr fyrsti til fjórði bekkur saman í stofu. Skólastjóri að nemendum hafi fækkað hratt. „Það er ekki meira en svona tíu ár síðan við vorum þrjátíu og við vorum fimmtíu fyrir svona tuttugu árum,“ segir Jónas Eggert Ólafsson, skólastjóri Stöðvarfjarðarskóla. Á þeim tíma hrundi atvinnustarfsemi í bænum til grunna þegar fiskvinnslunni var lokað og togararnir fóru. Fólkið flutti með og telur Jónas að fleiri atvinnutækifæri þurfi til að draga það til baka. „Það væri það besta. Að hafa atvinnu og laða ungt fólk til bæjarins en það er meira en að segja það.“Að fá eitthvað fyrirtæki í bæinn? „Já, það væri það besta.“ Það er kannski táknrænt að fjölbreytt störf séu að fæðast í gömlu fiskvinnslunni, eða Sköpunarmiðstöðinni. Þar er tekið á móti listamönnum sem geta dvalið þar og skapar, einn eigandi er að setja upp hljóðver og hinir tveir móta leirfugla til að halda starfseminni gangandi. „Þetta er sem sagt okkar lifibrauð. Svona höldum við okkur uppi en allur rekstur, uppbygging og viðbygging er eitthvað sem við gerum sjálfboðaliðastarfi,“ segir Una Sigurðardóttir, eigandi Sköpunarmiðstöðvarinnar. Una segir þetta erfiðan róður og telur að efla þurfi styrkjaumhverfi á landsbyggðinni til að ýta undir nýsköpun. „Það er til svo mikils að vinna af því að ef það væri tekið utan um okkur af fullum þunga gætum við verið að koma upp fleiri störfum. Sem skiptir mjög miklu máli í svona bæjum eins og Stöðvarfirði.“ Kosningar 2018 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. Eigandi listasmiðju sem rekin er í gömlu fiskvinnslu bæjarins segir nauðsynlegt að hlúa betur að frumkvöðlastarfi á landsbyggðinni. Á Stöðvarfirði hefur verið stanslaus fólksfækkun á síðustu árum enda segja heimamenn að lítið sé um atvinnutækifæri og er skólinn stærsti vinnustaðurinn. Í skólanum starfa þrettán manns fyrir 23 nemendur á grunn- og leikskólastigi. Í yngstu árgöngunum er einungis einn í hverjum bekk og situr fyrsti til fjórði bekkur saman í stofu. Skólastjóri að nemendum hafi fækkað hratt. „Það er ekki meira en svona tíu ár síðan við vorum þrjátíu og við vorum fimmtíu fyrir svona tuttugu árum,“ segir Jónas Eggert Ólafsson, skólastjóri Stöðvarfjarðarskóla. Á þeim tíma hrundi atvinnustarfsemi í bænum til grunna þegar fiskvinnslunni var lokað og togararnir fóru. Fólkið flutti með og telur Jónas að fleiri atvinnutækifæri þurfi til að draga það til baka. „Það væri það besta. Að hafa atvinnu og laða ungt fólk til bæjarins en það er meira en að segja það.“Að fá eitthvað fyrirtæki í bæinn? „Já, það væri það besta.“ Það er kannski táknrænt að fjölbreytt störf séu að fæðast í gömlu fiskvinnslunni, eða Sköpunarmiðstöðinni. Þar er tekið á móti listamönnum sem geta dvalið þar og skapar, einn eigandi er að setja upp hljóðver og hinir tveir móta leirfugla til að halda starfseminni gangandi. „Þetta er sem sagt okkar lifibrauð. Svona höldum við okkur uppi en allur rekstur, uppbygging og viðbygging er eitthvað sem við gerum sjálfboðaliðastarfi,“ segir Una Sigurðardóttir, eigandi Sköpunarmiðstöðvarinnar. Una segir þetta erfiðan róður og telur að efla þurfi styrkjaumhverfi á landsbyggðinni til að ýta undir nýsköpun. „Það er til svo mikils að vinna af því að ef það væri tekið utan um okkur af fullum þunga gætum við verið að koma upp fleiri störfum. Sem skiptir mjög miklu máli í svona bæjum eins og Stöðvarfirði.“
Kosningar 2018 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira