FH missir fjórða lykilmanninn í sumar: Ágúst Elí samdi í Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2018 10:00 Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur í marki FH í vetur. vísir/stefán Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, er á leið til sænska úrvalsdeildarliðsins IK Sävehof eftir tímabilið hér heima, samkvæmt heimildum Vísis. Ágúst er búinn að semja við sænska stórliðið sem kaupir markvörðinn frá Hafnafjarðarfélaginu en hann á eftir að gangast undir læknisskoðun áður en gengið verður endanlega frá málum, samkvæmt heimildum Vísis. Sävehof hefur fimm sinnum orðið Svíþjóðarmeistari, síðast árið 2012 en liðið vann deildina þrjú ár í röð frá 2010-2012. Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfoss, spilaði síðast með Sävehof á síðustu leiktíð áður en að hann sneri aftur heim.Gísli Þorgeir fer til Kiel í sumar.vísir/eyþórFór á EM Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur á tímabilinu í Olís-deildinni en frammistaða hans fyrir áramót skilaði honum sæti í EM-hópi Geirs Sveinssonar í Króatíu í byrjun árs. Hann varði 35 prósent skotanna sem að hann fékk á sig í deildarkeppninni þar sem að hann datt aðeins niður eftir EM-ævintýrið. Ágúst hefur verið frábær í undanúrslitaeinvígi FH á móti Selfossi en úrslitin í því ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Glugginn á Íslandsmeistaratitil hjá þessu frábæra FH-liði virðist svo sannarlega vera að lokast því Ágúst Elí er fjórði leikmaðurinn sem FH mun missa eftir tímabilið.Óðinn Þór Ríkharðsson fer til GOG.Vísir/AntonÞrír að fara Fyrst var það Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður, sem að samdi við danska úrvalsdeildarliðið GOG á Fjóni í desember á síðasta ári og degi síðar samdi undrabarnið Gísli Þorgeir Kristjánsson við þýska stórliðið Kiel. Morgunblaðið greindi svo frá því í síðustu viku að varnartröllið og stórskyttan Ísak Rafnsson væri í viðræðum við austurríska liðið Schwaz Handball Tirol og að góðar líkur væru á því að Ísak myndi yfirgefa FH eftir tímabilið. Leikurinn annað kvöld í Vallaskóla á Selfossi gæti því orðið kveðjuleikur fjögurra leikmanna FH en sigur kemur því í úrslitarimmuna á móti ÍBV. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun hefst með Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, er á leið til sænska úrvalsdeildarliðsins IK Sävehof eftir tímabilið hér heima, samkvæmt heimildum Vísis. Ágúst er búinn að semja við sænska stórliðið sem kaupir markvörðinn frá Hafnafjarðarfélaginu en hann á eftir að gangast undir læknisskoðun áður en gengið verður endanlega frá málum, samkvæmt heimildum Vísis. Sävehof hefur fimm sinnum orðið Svíþjóðarmeistari, síðast árið 2012 en liðið vann deildina þrjú ár í röð frá 2010-2012. Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfoss, spilaði síðast með Sävehof á síðustu leiktíð áður en að hann sneri aftur heim.Gísli Þorgeir fer til Kiel í sumar.vísir/eyþórFór á EM Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur á tímabilinu í Olís-deildinni en frammistaða hans fyrir áramót skilaði honum sæti í EM-hópi Geirs Sveinssonar í Króatíu í byrjun árs. Hann varði 35 prósent skotanna sem að hann fékk á sig í deildarkeppninni þar sem að hann datt aðeins niður eftir EM-ævintýrið. Ágúst hefur verið frábær í undanúrslitaeinvígi FH á móti Selfossi en úrslitin í því ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Glugginn á Íslandsmeistaratitil hjá þessu frábæra FH-liði virðist svo sannarlega vera að lokast því Ágúst Elí er fjórði leikmaðurinn sem FH mun missa eftir tímabilið.Óðinn Þór Ríkharðsson fer til GOG.Vísir/AntonÞrír að fara Fyrst var það Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður, sem að samdi við danska úrvalsdeildarliðið GOG á Fjóni í desember á síðasta ári og degi síðar samdi undrabarnið Gísli Þorgeir Kristjánsson við þýska stórliðið Kiel. Morgunblaðið greindi svo frá því í síðustu viku að varnartröllið og stórskyttan Ísak Rafnsson væri í viðræðum við austurríska liðið Schwaz Handball Tirol og að góðar líkur væru á því að Ísak myndi yfirgefa FH eftir tímabilið. Leikurinn annað kvöld í Vallaskóla á Selfossi gæti því orðið kveðjuleikur fjögurra leikmanna FH en sigur kemur því í úrslitarimmuna á móti ÍBV. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun hefst með Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira