Eyþór segir árar ekki verða lagðar í bát þótt móti blási Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2018 20:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Margir séu óákveðnir og því geti staðan breyst mikið fram að kosningum. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent, fengi sex borgarfulltrúa og Vinstri græn eru í þriðja sæti með 11 prósenta fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi, Píratar 7,5 og Miðflokkurinn rúm sjö prósent og fengju þessir þrír síðast nefndu allir tvo borgarfulltrúa hver flokkur.Svona tölur; þýða þær að menn leggi árar í bát? „Þvert á móti. Nú þurfa allir að leggjast á eitt. Við þurfum að gera betur og við munum gera betur. Það vekur athygli hvað fáir taka afstöðu til spurningarinnar. En af þeim sem taka afstöðu er innan við helmingur sem styður borgarstjórnarflokkana. þannig að ég held að það sé mikið tækifæri framundan,“ segir Eyþór. Það sé mikill munur á fylgi flokka á milli kannanna. „Þannig að það er mikið flökt og greinilegt að menn eru ekki tilbúnir að gefa meirihluta stuðning á bakvið borgarstjórnarflokkana,“ segir Eyþór. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir síðustu kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú, þótt Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar næðu samkvæmt könnun Fréttablaðsins 13 borgarfulltrúum af tuttugu og þremur. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ sagði Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með.“ 8. maí 2018 13:20 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Margir séu óákveðnir og því geti staðan breyst mikið fram að kosningum. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent, fengi sex borgarfulltrúa og Vinstri græn eru í þriðja sæti með 11 prósenta fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi, Píratar 7,5 og Miðflokkurinn rúm sjö prósent og fengju þessir þrír síðast nefndu allir tvo borgarfulltrúa hver flokkur.Svona tölur; þýða þær að menn leggi árar í bát? „Þvert á móti. Nú þurfa allir að leggjast á eitt. Við þurfum að gera betur og við munum gera betur. Það vekur athygli hvað fáir taka afstöðu til spurningarinnar. En af þeim sem taka afstöðu er innan við helmingur sem styður borgarstjórnarflokkana. þannig að ég held að það sé mikið tækifæri framundan,“ segir Eyþór. Það sé mikill munur á fylgi flokka á milli kannanna. „Þannig að það er mikið flökt og greinilegt að menn eru ekki tilbúnir að gefa meirihluta stuðning á bakvið borgarstjórnarflokkana,“ segir Eyþór. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir síðustu kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú, þótt Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar næðu samkvæmt könnun Fréttablaðsins 13 borgarfulltrúum af tuttugu og þremur. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ sagði Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með.“ 8. maí 2018 13:20 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með.“ 8. maí 2018 13:20
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30