Svefn og næring eru grunnstoðir heilsunnar Benedikt Bóas skrifar 9. maí 2018 06:00 Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskólann. Kristinn Ingvarsson Í fyrstu fundaröðinni er velferð barna og ungmenna í brennidepli og er röðin kynnt undir heitinu Best fyrir börnin. Þar er fjallað um ótal þætti sem snerta velferð barna og ungmenna, svo sem andlega líðan, hreyfingu, læsi og samskipti en í þetta skiptið eru svefn og mataræði í brennidepli – þættir sem skipta okkur öll miklu máli. Í erindinu á miðvikudag ætlar Ingibjörg að fjalla um mikilvægi næringar, allt frá fósturskeiði til unglingsára, með áherslu á næringarefni sem tengjast þroska barna. Erna Sif ætlar hins vegar að fjalla um mikilvægi góðs svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu barna. Hún ætlar að tala um samspil svefns og líkamsklukku sem hefur mikil áhrif á syfju og „sofnunartíma“. „Farið verður yfir ýmis ráð til að hjálpa börnum og unglingum sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin og að vakna snemma á morgnana. Unglingar eiga oft sérstaklega erfitt með þetta vegna náttúrulegrar seinkunar líkamsklukkunnar á þeim árum ævinnar,“ segir Erna Sif og bætir við að svefn og matur tengist meir en marga grunar enda hafi svefninn áhrif á fæðuval. „Góður svefn skiptir miklu máli fyrir vöxt og þroska barna og svefn hefur meðal annars áhrif á hegðun, námsgetu og íþróttaárangur. Of stuttur svefn til lengri tíma og svefnvandamál á borð við kæfisvefn og miklar hrotur barna geta haft skaðleg áhrif á heilsu þeirra.“ Erna Sif segir að við sem samfélag getum gert margt til að bæta svefn barna og unglinga. Að hennar sögn er mjög mikilvægt að leiðrétta skakka staðarklukku á Íslandi. „Þegar við vöknum klukkan 7 á morgnana er sólarklukkan í raun 5.30 að morgni. Þetta veldur því að mörg ungmenni eiga erfitt með að sofna nógu snemma á kvöldin til að fá nægan nætursvefn og finnst erfitt að fara á fætur á morgnana. Einnig er hægt að seinka skólabyrjun til 9 eða 10 á morgnana hjá unglingum í takt við náttúrulega seinkaða líkamsklukku þeirra. Huga þarf að notkun snjalltækja fyrir svefntíma, koffíndrykkju og æfingatíma í íþróttum seint á kvöldin sem eru allt þættir sem valda því að börn og unglingar eiga erfitt með að sofna á kvöldin.“ Erna Sif segir að æfingar eldsnemma á morgnana geti einnig valdið verulegri skerðingu á svefntíma barna og mætti færa á annan tíma dags. „Loks má huga að notkun dagsbirtulampa yfir mesta vetrartímann til að hjálpa börnum og unglingum að stilla af líkamsklukkuna þegar lítillar náttúrulegrar birtu nýtur við.“Vísir sýnir beint frá fundinum Best fyrir börnin sem hefst klukkan 12. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Sjá meira
Í fyrstu fundaröðinni er velferð barna og ungmenna í brennidepli og er röðin kynnt undir heitinu Best fyrir börnin. Þar er fjallað um ótal þætti sem snerta velferð barna og ungmenna, svo sem andlega líðan, hreyfingu, læsi og samskipti en í þetta skiptið eru svefn og mataræði í brennidepli – þættir sem skipta okkur öll miklu máli. Í erindinu á miðvikudag ætlar Ingibjörg að fjalla um mikilvægi næringar, allt frá fósturskeiði til unglingsára, með áherslu á næringarefni sem tengjast þroska barna. Erna Sif ætlar hins vegar að fjalla um mikilvægi góðs svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu barna. Hún ætlar að tala um samspil svefns og líkamsklukku sem hefur mikil áhrif á syfju og „sofnunartíma“. „Farið verður yfir ýmis ráð til að hjálpa börnum og unglingum sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin og að vakna snemma á morgnana. Unglingar eiga oft sérstaklega erfitt með þetta vegna náttúrulegrar seinkunar líkamsklukkunnar á þeim árum ævinnar,“ segir Erna Sif og bætir við að svefn og matur tengist meir en marga grunar enda hafi svefninn áhrif á fæðuval. „Góður svefn skiptir miklu máli fyrir vöxt og þroska barna og svefn hefur meðal annars áhrif á hegðun, námsgetu og íþróttaárangur. Of stuttur svefn til lengri tíma og svefnvandamál á borð við kæfisvefn og miklar hrotur barna geta haft skaðleg áhrif á heilsu þeirra.“ Erna Sif segir að við sem samfélag getum gert margt til að bæta svefn barna og unglinga. Að hennar sögn er mjög mikilvægt að leiðrétta skakka staðarklukku á Íslandi. „Þegar við vöknum klukkan 7 á morgnana er sólarklukkan í raun 5.30 að morgni. Þetta veldur því að mörg ungmenni eiga erfitt með að sofna nógu snemma á kvöldin til að fá nægan nætursvefn og finnst erfitt að fara á fætur á morgnana. Einnig er hægt að seinka skólabyrjun til 9 eða 10 á morgnana hjá unglingum í takt við náttúrulega seinkaða líkamsklukku þeirra. Huga þarf að notkun snjalltækja fyrir svefntíma, koffíndrykkju og æfingatíma í íþróttum seint á kvöldin sem eru allt þættir sem valda því að börn og unglingar eiga erfitt með að sofna á kvöldin.“ Erna Sif segir að æfingar eldsnemma á morgnana geti einnig valdið verulegri skerðingu á svefntíma barna og mætti færa á annan tíma dags. „Loks má huga að notkun dagsbirtulampa yfir mesta vetrartímann til að hjálpa börnum og unglingum að stilla af líkamsklukkuna þegar lítillar náttúrulegrar birtu nýtur við.“Vísir sýnir beint frá fundinum Best fyrir börnin sem hefst klukkan 12.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Sjá meira